19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 37
KATRÍN ÖLAFSDÓTTIR:
„GRAMMÓLINN“
Þungur árniðurinn barst úr fjarska. Inni í litlu,
lágu stofunni varð lengra bil á milli drophljóðanna
á þeim tveim stöðum, þar sem lekið hafði meðan á
rigningunni stóð. Ekkert hljóð lieyrðist úr bænum
— ekkert hljóð heyrðist nema minnkandi drop-
hljóðið inni í stofunni og þunglyndislegur undir-
leikur árinnar, sem ruddi sér braut í djúpum far-
vegi skammt frá bænum. Úti fyrir teygðu sig
þokuslæður yfir eyðilegu, stórbrotnu landslaginu.
Það var eins og við tvö þarna í stofunni værum
einu lífverurnar á jörðinni, yfirgefnar í lífvana
auðn.
Eyðileikinn, kyrrðin, sem einróma árniður og
drophljóð virtust vera hluti af, hvíldi á okkur eins
og farg. Okkur var hrollkalt í rakri stofunni, þótt
við sætum í yfirhöfnunum. Hráslaginn, auðnin,
umhverfið höfðu gripið okkur einhverjum heljar-
tökum. Skakkir, skældir timburveggirnir þrengdu
að okkur, ógnuðu okkur, virtust mundu hrynja yf-
ir okkur á hverri stundu. Hugsunarlaust stokkaði
ég í sífellu spilin, sem okkur höfðu verið lánuð
okkur til dægrastyttingar, og mændi hálfsljóum
augum út um gluggakrílið á regnvota jörð og grá-
an himin.
Skyndilega breyttist myndin í gluggaumgerð-
inni. í ljós kom veðurbarið, rauðskeggjað andlit
undir barðinu á stórum, upplituðum hatti. Ég tók
viðbragð, henti spilunum á borðið fyrir framan
mig og opnaði gluggann. Þarna var kominn faðir
húsbóndans á þessu hrörlega, afskekkta heiðabýli.
„Ykkur leiðist, býst ég við — hafið ekkert til
afþreyingar -—“. Röddin var dimm og hikandi.
„Nei, nei,“ flýtti ég mér að segja. „Það er allt í
lagi með okkur. Það er verst að baka ykkur óþæg-
indi með veru okkar hér. Ætli veðrið sé nú ekki að
batna — ætli við getum ekki haldið áfram á
morgun?“
„Mér datt í hug — ég á grammóla í geymslunni.
Á ég að sækja hann — koma með hann hingað?“
Ég varð sein til svars — ég var að velta því fyrir
mér, við hvað maðurinn ætti.
„Hann er raunar orðinn nokkuð gamall,“ hélt
nú röddin i glugganum áfram. „Við höfum ekki
spilað á hann í langan tíma.“
Nú þóttist ég skilja, að hann ætti við grammó-
fón. Ég flýtti mér að þakka lionum fyrir, og and-
litið hvarf aftur af glugganum.
Eyðileiki umhverfisins var horfinn og farginu af
okkur létt við komu gamla mannsins. Við vorum
aftur lifandi verur innan um aðrar manneskjur.
Líf færðist um bæinn. Það heyrðist fótatak úti
fyrir, strákhnokki skauzt fyrir gluggann, bónda-
konan kallaði á hlaðinu. Líf færðist einnig um
okkur; við teygðum úr okkur og fórum að spjalla
fjörlega saman og hreyfa okkur um herbergið.
Innan skamms opnuðust dyrnar upp á gátt, og
Rauðskeggur birtist með undarlegan grip í fanginu,
er hann setti á borðið hjá okkur.
Það var gi'ammólinn.
Grammófónn þessi hafði sennilega verið með
þeim fyrstu, sem fluttust til landsins. Hann var
fyrirferðarmikill, hljóðdósin stór og klunnaleg, stór
sveif á hliðinni, og á honum mikil trekt eða lúður.
Hef ég hvorki fyrr né síðar séð slíkt — minnti á
myndseðla þá, sem eru á His Master’s Voice plöt-
unum.
Við höfðum nógan tíma til þess að virða fyrir
okkur grammólann, því að gamli maðurinn var
aftur horfinn úr herberginu, og leið drykklöng
stund áður en dyrnar opnuðust að nýju. Unga hús-
móðirin kom brosandi inn með ungbarn í fanginu,
og tvö eldri börn héldu dauðahaldi í kjólinn lienn-
ar. Hún settist á rvimstokkinn, hagræddi barninu í
fangi sér, en eldri börnin skotruðu augunum
feimnislega til okkar, þessa ókunna fólks, sem
dvalið hafði í stofunni á bænum þeirra í tvo
drungalega rigningardaga. Á hæla bóndakonunn-
ar kom gömul, lotin kona, sem einnig tyllti sér
19. JtJNl
25