19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 39
ALMA ÞÖRARINSSON: SVÆFINGAR Það hafa orðið stórstígar framfarir í svæfingum síðustu áratugina. Árið 1842 var fyrsti sjúklingur- inn svæfður með ether, en það var ekki fyrr en árið 1846, sem ether hóf sigurgöngu sína. Litlu seinna kom chloroform til sögunnar. — Dr. John Snow svæfði Victoriu Englandsdrottningu með chloroformi árið 1853. Tala lyfja, sem notuð voru til þess að svæfa með, jókst. „Glaðloft“ = NoO, var farið að nota árið 1868, það er lofttegund, sem hefur sætan ilm. Þeg- ar sjúklingur andar þessari lofftegund að sér, líður honum vel og hann verður kátur, en brátt missir hann meðvitund. „Avertin“ var farið að nota árið 1927. Það er vökvi, sem er gefinn inn í enda- þarm sjúklingsins. Nú er það notað til að svæfa sjúklinga, sem þurfa að vera lengi á skurðarborð- inu, því það verkar í 4—5 tíma. Það er til dæmis notað við ýmsa heilaskurði. Árið 1932 var farið að svæfa með evipani. Það er fast efni, sem er leyst upp í vatni og því næst sprautað inn í æð sjúklingsins. Eftir tæpa hálfa mínútu er hann húinn að missa meðvitund. Þetta er sú svæfing, sem sjúklingnum finnst lang þægi- legust. Það eru engin önnur óþægindi en nálar- stungan. Hinsvegar er sterk og óþægileg lykt af ether, hann verkar ertandi á slímhúðir, en hann gefur góða vöðvaslöppun, sem evipanið gerir ekki. Curare nefnist lyf, sem framkallar vöðvaslöpp- un, og er það oft gefið með Evipani inn í æð. Við stóra kviðarholskurði er það nauðsynlegt fyrir skurðlæknirinn, að vöðvar sjúklingsins séu mjúkir og hreyfist sem minnst. Fleiri lyf eru notuð til að svæfa sjúklinga með, en of langt yrði að telja þau og lýsa þeim hér. Árið 1912 var fyrst farið að svæfa sjúklinga með aðstoð véla. Þær eru miklu fullkomnari nú en þá. Vélarnar hafa ýmsa kosti fram yfir grímuna: Alma Þórarinsson lœknir 1) Það er auðveldara að gefa sjúklingnum súr- efni og aðstoða hann við öndunina. 2) Vélin dregur til sín úrgangsefni (C02), sem sjúklingurinn andar frá sér, svo að það verð- ur engin hætta á því, að hann andi því að sér aftur. Það eru til margar tegundir véla. Á bls. 26 er sýnd mynd af Heidbrink vélinni, en sú tegund er mikið notuð í Bandaríkjum Norður- Ameriku. Á Mayo Clinic í Rochester sá ég 16 Heidbrink vélar og hér á landi eru til 4. Áður en farið var að nota ether til þess að svæfa sjúklinga með var það mesta kvalræði fyrir sjúklinginn að láta skera sig upp. Hann var ýmist rotaður eða látinn drekka sig blindfullan. Skurðlæknarnir áttu í miklum erfiðleikum. Framfarir í svæfingum eiga sinn þátt í því, að nú er hægt að gera hinar vandasömustu hjarta- og lungnaaðgerðir. 19. JONl 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.