19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 36
f---------------------------------------->1
ELlSABETJÓNSDÓTTIR
frá Eyvindarmúla:
TIL DRENGSINS MlNS
Hnappaslitinn slóði
slítur öllu af sér,
votur vöðusöði
veit, hvar bleytan er.
Finnist forin engin
fer hann nið’r að sjó.
Mamma mœdd við drenginn
margoft í hann sló.
v_________________________________________
hæðir þessar eru grunnupphæðir, sem greiða ber
verðlagsuppbætur á samkvæmt vísitölu, eftir sömu
reglum og greitt er á laun almennra verkamanna
í Reykjavík. Samkvæmt lögum þessum má ekki
gera fjárnám eða lögtak í bótafé, né halda því til
greiðslu opinberra gjalda.
Bætur greiðast úr sérreikningi þess félags, sem
bótaþegi telst til. Ef fé er eigi fyrir hendi á sér-
reikningi félags eða sambands til greiðslu bóta, er
sjóðstjórn heimilt að lána stofnfé sjóðsins í þessu
skyni. Sé stofnfé sjóðsins einnig þrotið, er heim-
ilt að lána milli sérreikninga með ríkissjóðsábyrgð.
VINNUMIÐLUN.
Jafnframt lögfestingu atvinnuleysistrygginga
voru á seinasta Alþingi sett lög um vinnumiðlun.
Var það nauðsynlegt til þess að atvinnuleysis-
tryggingarnar kæmu að fullum notum.
Hlutverk vinnumiðlunar er svo sem segir í 3.
grein laganna:
a. að veita verkamönnum aðstoð við að finna
vinnu við þeirra hæfi, og atvinnurekendum
við að fá hæfa verkamenn, hvorutveggja án
endurgjalds;
b. að miðla vinnu milli verkamanna um land
allt, eftir því, sem unnt er;
c. að veita öryrkjum og unglingum aðstoð við
að finna vinnu við þeirra hæfi;
d. að úthluta atvinnubótavinnu, svo og annari
vinnu, sem ríki, sveitarstjórn eða opinberar
stofnanir óska að úthlutað sé;
e. að fylgjast með atvinnuháttum, eftir því sem
auðið er, og safna skýrslum og gögnum í því
augnamiði;
f. að annast atvinnuleysisskráningar 1. febrúar,
1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert, og
láta auk þess fara fram atvinnuleysisskrán-
ingar eftir fyrirmælum sveitarstjórnar eða fé-
lagsmálaráðherra;
g. að veita opinberum stofnunum, svo og verka-
lýðsfélögum og félögum atvinnurekenda, upp-
lýsingar um ástandið á vinnumarkaðnum, eft-
ir því sem unnt er;
h. að láta launþegum, sem óskað hafa aðstoðar
við vinnuráðningar, í té vottorð um atvinnu
þeirra eða atvinnuleysi það tímabil, sem þeir
hafa verið skráðir sem umsækjendur um at-
vinnu;
i. að inna af höndum önnur þau störf, sem lög
og reglugerðir kunna að ákveða.
Það er augljóst, að vinnumiðlun, sem er skyn-
samlega stjórnað og vel skipulögð, hefur afar þýð-
ingarmiklu hlutverki að gegna á sviði atvinnulífs-
ins. Eitt aðalhlutverk hennar er, að vera tengiliður
milli vinnuveitenda og verkafólks og taka jafnt
tillit til hagsmuna beggja.
Með setningu þessara tveggja laga hefur verið
leitazt við að leysa aðkallandi nauðsynjamál, og
ber vissulega að fagna því. Ýmsir telja, að heppi-
legra hefði verið að fara þá leið, að koma á fót
sérstakri stofnun, atvinnustofnun rikisins, sem
hefði á hendi bæði atvinnuleysistryggingarnar og
vinnumiðlunina ásamt fleiru, sem snertir atvinnu-
mál. — Ekki mun ég hér leggja neinn dóm á
þetta, tel mig líka skorta nægilega þekkingu á mál-
unum til þess. En áreiðanlega hefur hér verið haf-
izt handa um mjög merkilegt mál, og er mikið und-
ir því komið, að vel takist til um alla framkvæmd
þess.
Svo mikilsvert sem það er, að hægt sé að láta í
té atvinnuleysisbætur, er í nauðirnar rekur, er hitt
þó langtum meira virði, að geta fyrirbyggt at-
vinnuleysi. Engin þjóð getur búið sér farsælt efna-
hagsástand, nema atvinnulíf hennar sé heilbrigt
og öflugt, en að því ber að stefna.
Skrifað í maí 1956.
24
19. JtJNl