19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 15
Hún er í baðstofu með skarsúð og stendur við Kalk-
ofnsveg. Þar eiga erlendir ferðamenn að kaupa sér
gripi til minningar um land og þjóð. Afgreiðslu-
menn í þessari búð ríkisins eru bara i 13. launa-
flokki, enda eru þeir, sennilega landkynningarinn-
ar vegna, af hinu svo kallaða fagra kyni. Það má
þá slá því föstu, að það sé svo miklu meiri vandi
að rétta þeim þorstlátu flöskuna yfir borðið i Ný-
borg en að afgreiða erlenda ferðamenn, sem minn-
ast eiga menningar lands og þjóðar, að á skal vera
þriggja flokka munur.
BJARNVEIG BJARNADÓTTIR:
Viðtal við KATRINU GlSLADÓTTUR hjúkrunarkonu
[19. júní hefur snúið sér til tveggja kvenna, sem taka
laun samkvæmt launalögum og vinna störf, sem nær ein-
göngu eru unnin af konum].
Við munum öll viðurkenna það, og sennilega
líka meta, hve mikill styrkur það er og raunaléttir,
að mega leita til lækna og sjúkrahúsa, þegar eitt-
hvað á bjátar með heilsuna. Og ef til vill er sá
þáttur í menningarlífi þjóðanna einna greinileg-
astur vottur um vaxandi menningu og mannúð,
þegar vel er séð fyrir því, að hinir sjúku njóti í
sem ríkustum mæli hjálpar hinna heilbrigðu. Og
þegar í sjúkrahúsin kemur, eru það ekki sízt hjúkr-
unarkonurnar, sem mikið á veltur. Menntun
þeirra, skapgerð, hjartalag og allt viðmót, orkar þá
mjög á liðan þeirra, sem þær eiga að annast. Þess-
vegna geta allir átt mikið undir því, að hjúkrun-
arlið sjúkrahúsanna sé starfi sínu vaxið.
Nú hefur ,,19.-júní“-blaðið fært það í tal við
Katrínu Gísladóttur hjúkrunarkonu á skurðstofu
Landsspítalans, að gefa lesendum blaðsins ofurlilla
hugmynd um hið margþætta og ábyrgðarmikla
starf, sem hjúkrunarkonan vinnur innan veggja
sjúkrahúsanna. Einnig um nám hennar og kjör
meðan á námi stendur, og eftir að því lýkur.
— Ég hef frétt, Katrin, að þér séuð ein af
fyrstu konunum, sem hófuð nám í hjúkrun í
Landsspítalanum, er hann tók til starfa árið 1930.
— Já, rétt er það. Ég innritaðist þá í Hjúkrun-
arkvennaskóla Islands, sem stofnaður var í sam-
bandi við Landsspítalann, og var, og er enn, til
húsa í spítalanum. En með stofnun skólans hófst
Katrín
Gísladóttir
hjúkrunarkona.
nýr þáttur í hjúkrunarkennslu hér á landi. Einnig
komu þá til starfs og náms í skólann og spitalann,
nemar frá hinum ýmsu sjúkrahúsum, og tóku þeir
fullnaðarpróf ári á undan mér. Ég hafði starfað
erlendis nokkur ár, og hugðist læra hjúkrun í
Danmörku. En árið 1930 var mér ákaft hugsað
heim, og ég var staðráðin í að komast með ein-
hverju móti á Alþingishátíðina, sem og varð. Er
heim kom, tók ég þá ákvörðun að innritast í
Hjúkrunarkvennaskóla Islands, og hætta við að
nema hjúkrun erlendis. Hóf ég nám um áramótin
1930—1931.
— Hvernig var kennslunni hagað þá?
— Læknar sjúkrahúsanna önnuðust hana. —
Fröken Kristín Thoroddsen, sem var skólastjóri
skólans og forstöðukona Landsspítalans, annaðist
kennslu í hjúkrunarfræði fyrstu árin. Nutum við
19. JÚNl
3