19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 15
Hún er í baðstofu með skarsúð og stendur við Kalk- ofnsveg. Þar eiga erlendir ferðamenn að kaupa sér gripi til minningar um land og þjóð. Afgreiðslu- menn í þessari búð ríkisins eru bara i 13. launa- flokki, enda eru þeir, sennilega landkynningarinn- ar vegna, af hinu svo kallaða fagra kyni. Það má þá slá því föstu, að það sé svo miklu meiri vandi að rétta þeim þorstlátu flöskuna yfir borðið i Ný- borg en að afgreiða erlenda ferðamenn, sem minn- ast eiga menningar lands og þjóðar, að á skal vera þriggja flokka munur. BJARNVEIG BJARNADÓTTIR: Viðtal við KATRINU GlSLADÓTTUR hjúkrunarkonu [19. júní hefur snúið sér til tveggja kvenna, sem taka laun samkvæmt launalögum og vinna störf, sem nær ein- göngu eru unnin af konum]. Við munum öll viðurkenna það, og sennilega líka meta, hve mikill styrkur það er og raunaléttir, að mega leita til lækna og sjúkrahúsa, þegar eitt- hvað á bjátar með heilsuna. Og ef til vill er sá þáttur í menningarlífi þjóðanna einna greinileg- astur vottur um vaxandi menningu og mannúð, þegar vel er séð fyrir því, að hinir sjúku njóti í sem ríkustum mæli hjálpar hinna heilbrigðu. Og þegar í sjúkrahúsin kemur, eru það ekki sízt hjúkr- unarkonurnar, sem mikið á veltur. Menntun þeirra, skapgerð, hjartalag og allt viðmót, orkar þá mjög á liðan þeirra, sem þær eiga að annast. Þess- vegna geta allir átt mikið undir því, að hjúkrun- arlið sjúkrahúsanna sé starfi sínu vaxið. Nú hefur ,,19.-júní“-blaðið fært það í tal við Katrínu Gísladóttur hjúkrunarkonu á skurðstofu Landsspítalans, að gefa lesendum blaðsins ofurlilla hugmynd um hið margþætta og ábyrgðarmikla starf, sem hjúkrunarkonan vinnur innan veggja sjúkrahúsanna. Einnig um nám hennar og kjör meðan á námi stendur, og eftir að því lýkur. — Ég hef frétt, Katrin, að þér séuð ein af fyrstu konunum, sem hófuð nám í hjúkrun í Landsspítalanum, er hann tók til starfa árið 1930. — Já, rétt er það. Ég innritaðist þá í Hjúkrun- arkvennaskóla Islands, sem stofnaður var í sam- bandi við Landsspítalann, og var, og er enn, til húsa í spítalanum. En með stofnun skólans hófst Katrín Gísladóttir hjúkrunarkona. nýr þáttur í hjúkrunarkennslu hér á landi. Einnig komu þá til starfs og náms í skólann og spitalann, nemar frá hinum ýmsu sjúkrahúsum, og tóku þeir fullnaðarpróf ári á undan mér. Ég hafði starfað erlendis nokkur ár, og hugðist læra hjúkrun í Danmörku. En árið 1930 var mér ákaft hugsað heim, og ég var staðráðin í að komast með ein- hverju móti á Alþingishátíðina, sem og varð. Er heim kom, tók ég þá ákvörðun að innritast í Hjúkrunarkvennaskóla Islands, og hætta við að nema hjúkrun erlendis. Hóf ég nám um áramótin 1930—1931. — Hvernig var kennslunni hagað þá? — Læknar sjúkrahúsanna önnuðust hana. — Fröken Kristín Thoroddsen, sem var skólastjóri skólans og forstöðukona Landsspítalans, annaðist kennslu í hjúkrunarfræði fyrstu árin. Nutum við 19. JÚNl 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.