19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 19
Kveðja frá sendiherra Dana frú Bodil Begtrup. Nú, þegar leiðir skilja, er mér það gleðiefni, að fá tækifæri til að kveðja íslenzkar konur og færa þeim þakkir fyrir gestrisni og vinsemd. Áður en ég var skipuð sendiherra Dana á íslandi var ég, sem yður er kunnugt, formaður Þjóðarráðs danskra kvenna og ein af þeim, er sátu í kvenna- nefnd Sameinuðu þjóðanna. Því var eðlilegt, að ég leitaði kynna við konurnar í þessu mér ókunna landi. Ég vissi, hver styrkur er af áhrifum þeirra og vináttu. Og glöð varð ég, þegar fyrsta boðið, sem ég fékk til samkvæmis með Islendingmn, var frá Kvenréttindafélags fslands, er bauð mér í afmælis- hóf sitt. Ég minnist þess, er ég á fögrum sumardegi gekk til kirkju norður á Skagaströnd, ásamt Sambandi norðlenzkra kvenna. Mér verðin: og hugsað til sam- verustunda með kvenfélögum á Akureyri og í Nes- kaupstað, já, hvarvetna þar sem leið mín hefur leg- ið um þetta land, hefur það glatt mig að hitta ís- lenzkar konur og kynnast hinu frábæra starfi þeirra í þágu hvers konar framfara eða þá' til menningar æskulýðnum. Konur fslendingasagnanna hafa jafnan verið mér hugstæðar, og það gleður mig, að hafa nú aug- um litið staðina, þar sem þær eyddu ævi sinni. Þrátt fyrir þetta finnst mér þó enn meira til um nútímakonurnar. Þess þykist ég og fullviss, að verði þær yrkisefni skálda og söngvara, þá muni þær eigi síður en fornkonurnar varpa ljóma á sög- una sökum skörungsskapar síns og mannvits. Nú á dögum liggur leið kvennanna einnig út fyrir landssteinana, þar sem þær mæta sem full- trúar þjóðar sinnar. Ég hlakka til að hitta íslenzkar konur á norrænum mótum, í Evrópuráðinu og hjá Sameinuðu þjóðunum, já, hvarvetna þar sem örlög þjóðanna eru rædd. Því vil ég nú eigi aðeins segja: „Verið þið sælar“, heldur og: „Hittumst heilar aftur“. Bodil Begtrup. 19. JÚNÍ ----------------------------------\ HALLA LOFTSDÖTTIR: KVÆÐI fluii í kveðjusamsæíi. VakniS, gléði og góðar dísir. Heilsum og hyllum höfðingskonu. Vorgeislar Islands og vinahugir fylgfa henni til feSra stranda. Sjö ára tími oft er lengi aS liSa en Ijúfar stundir finnst oss hverfi skjótt. Nú grípur hugann klökkvi, blandinn kviSa, því kveSjustund þín nálgast allt of fljótt. En hörmum ei þótt hverfi ár í skyndi, því heillasporin marka þína leiS, meS sumarblœ og sól á hverjum tindi og sérhver minning lifir björt og heiS. Vér vitum þaS, þótt vakni hljöSur tregi, er vorar leiSir skilja hljóta nú, aS hvar sem hér á fold þú velur vegi þú verSur ávállt köllun þinni trú. Sem vökul stjarna stillt á himinboga, er stráir Ijósi myrkann nœturgeim, sem verSir þeir, er vernda helgann loga og vilja fegra og bœta þennan heim. Og hér skal flutt vor hjartans þökk og kvéSja af hljöSum strengjum, tengd viS gamalt lag. Vér biSjum, aS þig gœfan megi gleSja á göngu þinni sérhvern ævidag. Og bjartra nátta nálægS aftur vakna meS norSurljós og bláan fjallageim, og aS þaS væri eitthváS til aS sakna, sem aftur gæti leitt þig til vor heim. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.