19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 40
GUÐLAUG NARFADÖTTIR: Stúlkan, sem vill vera sjómaður mm \$æAWjZ*f* JH 1‘órdís Björnsdóttir Nú á tírnum, þegar útgerðarmenn eru í vand- ræðurn með að manna skip sín og fá verður út- lenda sjómenn á þau, svo að hægt sé að halda þeim úti, en ungir menn til sjávar og sveita vilja vinna allt annað en það, sem almennt er kölluð erfiðisvinna, vekur það athygli, þegar ung stúlka hjálpar upp á sakirnar. Þegar matreiðslumaðurinn hefur gengið af skipinu, gerist hún matselja á miðri vertíð, og fær svo mikinn áhuga á sjó- mennsku, að hún vill ekki einungis halda áfram á sjónurn, heldur keppa að því marki, að fara í sjtmannaskóla og gerast, ef lánið er með, yfir- maður á einhverju skipi. Þórdis Björnsdóttir heitir hún, þessi unga stúlka, 22 ára gömul, ættuð frá Borgarfirði eystra. Ég fékk Þórdísi fyrir skömmu til að líta inn til min og spjallaði við hana ofurlitla stund. En hún mátti ekki vera lengi, því að hún var að fara í róður klukkan 9. Mér leizt svo á Þórdísi, að hún væri hörkudug- leg, enda var það engin hispursmeyjarhönd, sem ég tók í, en traust liandtak og drengilegt. Þórdís fór í fyrravetur sem ráðskona landmanna við báta Jóns Gíslasonar útgerðarmanns í Hafnar- firði, og féll það svo vel, að hún var aftur ráðs- kona þar í vetur. Einhvem tíma snemma á vertíðinni fór hún að gamni sínu í einn róður á Fagrakletti, bát frá þess- ari útgerð. Hreppti hún þá versta veður, sem kom á vetrinum, en stóð sig vel, var hvorki sjóveik né hrædd. Nokkru fyrir páska, þegar matreiðslumaðurinn fór af Fiskakletti, sem er frá sömu útgerð, og skip- stjóri var í vandræðum, benti skipstjórinn á Fagra- kletti skipstjóranum á Fiskakletti á, að Þórdís mundi duga vel, ef hún fengist. Varð úr, að Þór- dís tók starfið að sér einn róður, en likaði svo vel, að hún vildi ekki fara, og skipverjar ekki missa hana, enda kalla þeir hana Heilladísina sína. En svo vildi til, að þegar Þórdís kom á skipið, tók það að mokafla, og var hlutur Þórdísar 10 þúsund krónur eftir 3 róðra, en hún hefur hærra kaup en hásetarnir, eða 1% hlutar, og þar að auki 800 kr. uppbót. Þórdís vinnur, auk matreiðslunnar, öll venjuleg störf á þilfari! Stýrir, gerir að fiski, og einu sinni lagði hún trossuna, og þá varð hún full af fiski, svo að engin fiskifæla er hér á ferðinni. Skipstjór- inn hennar hvetur hana eindregið til að fara í Sjómannaskólann, þegar hún er búin að vinna sér réttindi til þess, en það mun vera, að hafa verið há- seti í tvö ár. Hefur aldrei verið gert ráð fyrir í lögum, að stúlkur leituðu skólavistar þar, og eng- inn varnagli sleginn. Hefur hún því sama rétt og karlmenn. Á skipinu með Þórdísi er einn Færey- ingur, og fellur henni prýðilega við hann eins og alla félaga sina. Ekki er laust við, að skipshafnir á bátum í Hafn- arfirði öfundi þá á Fiskakletti af Heilladísinni sinni, og kalla þeir oft til hennar og vilja fá hana yfir á sinn bát. En Þórdís segir fátt, eins og sjó- 28 19. JUNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.