19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 49
Æviminningabók
Menningar- og minningarsjóðs
kvenna
Eins og mörgum lesendum þessa blaðs mun
kunnugt, afhentu börn frú Bríetar Bjarnhéðins-
dóttur Kvenréttindafélagi Islands 2000 kr. á 85
ára afmæli hennar, 27. september 1941.
Var þetta dánargjöf frú Bríetar og skyldi af fé
þessu stofna sjóð, er hefði það hlutverk í framtíð-
inni að styrkja íslenzkar konur til mennta, bæði
til náms og vísindastarfa.
Með því að veita gjöf þessari viðtöku tókst
K.B.F.I. jafnframt á hendur að annast fjáröflun
fyrir sjóðinn, láta gera skipulagsskrá og ákveða
styrkveitingar úr honum.
Skipulagsskrá sjóðsins var undirrituð af forseta
Islands þann 26. ágúst 1945. Að ráði varð, að gera
sjóð þennan að almennum minningarsjóði kvenna,
og skyldu allar slikar gjafir renna í fastan sjóð,
er ekki mátti hreyfa fyrr en hann væri orðinn
150.000 kr., eftir það mætti verja helming vaxta
til styrkveitinga. Af fé því, er safnaðist á annan
hátt, skyldi %. varið til úthlutunar, en V4 renna
í fasta sjóðinn. — Fé til sjóðsins hefur verið safnað
með merkjasölu, minningarspjöldum o. fl. Fyrsta
merkjasalan fór fram þann 27. sept. 1945, á af-
mælisdegi frú Bríetar, og svo hefur jafnan verið
síðan. Þessi fjáröflun hefur blessazt svo vel fyrir
öflugt liðsinni kvenna í Reykjavík og hvaðanæfa af
landinu, að sjóðurinn er nú orðinn nær því 300.000
kr., og á sama tíma hafa verið veittar úr honum
röskar 200.000 kr. Á siðastliðnu ári gaf kona, er
ekki vill láta nafns sins getið, sjóðnum 50.000 kr.
I skipulagsskránni er mælt svo fyrir, að myndir
og æviágrip þeirra kvenna er minningargjafir eru
gefnar um, skuli geymdar í sérstakri bók. — Hafði
frk. Laufey Valdimarsdóttir gengið frá því, áður en
hún fór í sína hinztu ferð, að Ágúst Sigurmunds-
son myndskeri gerði spjöld hennar, og er ætlunin
að hún verði geymd á einhverjum þeim stað er
fólk eigi greiðan aðgang að, til þess að skoða hana.
Bók þessi er nú fullgerð og er hin mesta lista-
smíði. Er henni lokað með silfurspennum eftir Leif
Kaldal, og má bæta í hana blöðum eftir því sem
þörf krefur.
LFpphaflega var ætlunin, að ljósmyndir væru
settar í bókina, en við nónari athugun var horfið
frá því ráði og myndirnar og æviágripin prentuð,
því að ljósmyndir geymast ekki um aldur og ævi.
Nú er komið út fyrsta hefti af bókinni, og er_u
þar æviminningar 61 konu. Bókin er í stóru broti,
þar réð um stærð tréspjaldanna, og er hún hin
vandaðasta að öllum frágangi.
Trúað gæti ég því, að er fram líða stundir þyki
þessi hlið á starfi Menningar og minningarsjóðs
kvenna, að varðveita frá glötun minningu mætra
kvenna, engu ómerkari en fjárhagsaðstoðin. Það
er mjög skemmtilegt að fletta bókinni. Þar er sagt
frá mörgum rikustu og athafnasömustu konum
þessa lands, en þar geymist líka minningin um
konuna, sem leiddi drenginn sinn á 7. ári austan
úr Rangárvallasýslu til Reykjavíkur, en þangað
var hún að fara í atvinnuleit, og bar hún fata-
pokann þeirra á bakinu.
Eitt finnst mér öllum þessum konum sameigin-
legt, það er reisn og virðuleiki yfir þeim öllum.
En það er einn stór galli á þessari bók, og það er,
hve margar konur vantar í hana. Manni verður
stöðugt á að spyrja: Því er ekki þessi eða hin hér?
Því lét ég ekki koma þar mynd af henni ömmu
minni? En sem betur fer er þetta galli, sem auð-
velt er að bæta úr. Mætti segja mér það, að þegar
fólki verður þetta hefti, sem nú er komið út, kunn-
ugt, líði ekki á löngu áður en safnast nóg efni í
annað hefti.
Bókin fæst á skrifstofu K.R.F.I., Skálholtsstíg 7,
Reykjavík.
S. J. M.
19. JtJNl
37