19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 44
TRYGGINGAR
Þegar ræða skal um tryggingar, þá verður ávallt
fyrst fyrir að athuga hvaS var, og síðan hvað er nú.
Aðalatriðið hlýtur þó að vera umræður og at-
hugun á því, hvar sé þörf umbóta. Áhrif kvenna-
samtakanna eiga að vera sterk við afgreiðslu þess-
ara mála, og sem betur fer þá hefur þeirra gætt í
ýmsum greinum.
Mæðralaun hafa fengizt viðurkennd, og þau
hafa verið bætt. Réttur barns til framfærslueyris
helzt til 16 ára aldurs, þó að móðir þess giftist
aftur, eða öðrum en föður þess, og með hjálp frá
fulltrúum sveitafélaganna á Alþingi, þá fékkst fellt
niður ákvæði það, sem í frumvarpinu var á síðasta
þingi, um að mæður skyldu leita til sveitastjórn-
anna um greiðslu lífeyris með óskilgetnum börn-
um sínum.
Má það að vísu teljast mikilsvert, að fá þaðan
aðtsoð til að kveða niður ófögnuð þann, sem breyt-
ingartillagan verður að teljast, en meira hefði þó
verið um vert, ef mannúðar og réttlætissjónarmið
hefðu ein ráðið, og konur hefðu staðið einhuga
um málið.
Stærsta skarðið, sem höggvið var í þennan varn-
argarð smælingja og lítilmagna, sem almanna-
tryggingalögin eru, var niðurfelling kaflans um
heilsugæzlu. Þegar lög um almannatryggingar
voru sett, voru gefin fyrirheit um, að sjúkrasam-
lagsiðgjöld og persónuiðgjöld myndu renna sam-
an og verða eitt gjald til almannatrygginganna, er
nægja myndi fyrir þeim hlunnindum, sem ráð var
fyrir gert. Stærsta fyrirheitið vegna framtíðarinn-
ar var raunar kaflinn um heilsugæzlu. Bráða-
birgðaákvæði voru sett æ ofan í æ um að fresta
því að leggja niður sjúkrasamlögin og hrinda af
stað heilsugæzlunni, og síðasta stóra „átakið“ er
svo að fella kaflann niður úr lögunum.
Það reynist örðugt að fá að öllu upplýst, hvað
valdi þessum bakföllum, hver er raunveruleg á-
stæða til þess að þýðingarmesta fyrirheitinu er
varpað út í hafsauga, ef svo mætti segja.
Það hefur verið talað um að mjög skorti á um
húsakost og annan slíkan útbúnað, til þess að unnt
væri að reka heilsugæzlustöðvar. Undirstaða
heilsugæzlunnar væri þar lögð. Ennfremur hefur
kvisazt, að þetta stórmál hafi strandað á afstöðu
læknanna, þ. e. samningar hafi strandað við þá,
— sennilega um fjárhagshlið málsins. ■—- Ef svo
væri, þá ætti almenningur rétt á að fá vitneskju
um þessa hlið málsins frá fyrstu hendi.
Heilsugæzla er undirstaða þess að forðast sjúk-
dóma, að komast fyrir þá í tíma, gera nauðsynleg-
ar ráðstafanir til varnar, áður en sjúkdómurinn
hefur náð tökum. Heilsugæzla er fólgin í því, að
lifa heilbrigðu lífi, fá til þess holl ráð og leiðbein-
ingar, fá siðferðilegan og fræðilegan stuðning til
að rata þá vandförnu leið. Á þann hátt mætti
spara mikið af meðulum, marga sjúkdómsferðina
til læknanna. Á þann veg myndi unnt að forðast
marga erfiðleika, bjarga mörgum vinnudögum,
bæta efnalega og andlega vellíðan fólksins, færa
þjóðinni fleiri sólskinsstundir.
Hvers vegna er hopað á þessum vettvangi? Við
eigum kröfu á að fá um það að vita allan sann-
leikann.
Ekkert annarlegt sjónarmið, engir eiginhags-
munir mega spilla fyrir framgangi þessa máls.
Eina vörnin gegn sjúkdómum og hrörnun er heil-
brigt líf. Því skyldi ekkert sparað, er verða má til
þess að leiðbeina og hvetja, rannsaka og hjálpa
til heilsuverndar.
Auk þess, sem gæta þarf að því, að hvers konar
lífeyrir greiddur úr tryggingunum skerðist ekki
hlutfallslega, miðað við launatekjur verkafólks, þá
er næsta og stærsta verkefnið að glæða skilning á
því, hvað er heilsugæzla og hvemig á að fram-
kvæma hana.
Þar má ekki rikja þröngsýni í neinu. Þvi skulum
við fá að vita sannleikann um það, hvað olli þess-
um afturkipp, og síðan hefjast handa um að stíga
næsta spor fram á við. Þvi að verði grafið fyrir
rætur meinsemdarinnar, þá mun hún upprætt
verða. A. G.
32
19. JÚNl