19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 28
að sjá margar þeirra. Sumar eru ekki nema 1—2
metrar í þvermál og samsvarandi á hæð, en Dago-
ban í Anurhadapura, hinni fornu höfuðborg, sem
á þessari öld hefur verið grafin upp úr helgreip-
um frumskógarins, er svo stór, að Kheops pyra-
midinn væri eins og barnaleikfang við hliðina á
henni.
f Mahavansa er sagt frá því, hvernig Dagoban
hlaut þessa lögun. Dutugemunu konungur var
mikill byggingameistari, og þegar hann hafði lokið
við að láta reisa höll og klaustur, sem engan átti
sinn líka, kallaði hann æðsta byggingameistara
sinn til sín og spurði hann hvaða lögun hann vildi
hafa á næstu byggingu, sem átti að varðveita helg-
an dóm hins æðsta. Byggingameistarinn hugsaði
sig lengi um. Svo lét hann færa sér gullskál með
vatni, beið þangað til vatnsflöturinn varð alveg
kyrr, lét svo nokkra dropa detta í skálina úr háa
lofti, og eðlilega myndaðist þá krystallstær bóla.
„Sjáðu, konungur,“ sagði meistarinn, „þannig
ætla ég að reisa Dagoban þina, sem Bubulu-bólu.“
f byggingum þessum er aðeins litið holrúm efst,
þar sem múraður er inn einhver verndargripur, í
stóru Dagobunni í Anurhadapura er það viðbein úr
likama Buddha, sem kom óskaddað úr eldinum, og
þannig er hann komin'n í fjórða sinn til Ceylon, og
þá til að dvelja þar. Hann er orðinn hluti af þeirri
mold, þar sem kenningar hans áttu eftir að blómg-
ast og skína skærast, þegar þær voru slokknaðar og
gleymdar í föðurlandi hans.
Tveir eru þeir staðir á Ceylon, sem Buddha-
pílagrímarnir sækja öðrum fremur. Hið heilaga
Bo-tré, Ficus religiosa, í Anurhadapura og Adams-
tindur, sem er 2241 metri. Bo-tréð, sem talið er
vera 2200 ára gamalt og elzta tré veraldar, á að
vera kvistur af því tré, er Buddha hvíldi undir, er
hann dó. Þetta tré hefur dregið milljónir naktra
fóta til sín, í gegn um frumskóga og yfir svimandi
há fjöll koma pílagrímarnir. Frá Kína, Thailandi,
Burma og Indlandi flykkjast þeir þangað til þess
að bera fram fórnir sínar. Oftast eru það blóm,
silkibönd, olía eða hrísgrjón.
Sagan segir, að þegar Mahinda prins hafi ver-
ið búinn að vera nokkur ár á Ceylon hafi hann og
konungurinn beðið Asoka keisara um að senda sér
kvist af þessu tré, sem hann hafði verndað síðan
meistarinn dó. Asoka ákvað að verða við þessari
bón. Við tréð standa þau Sanghamitta dóttir hans,
er, eins og bróðir hennar, hafði helgað líf sitt til
útbreiðslu kenninga Buddha. Bak við þau er allur
prestaskarinn. Asoka beygir sig niður og setur gull-
skál, með mold í, undir tréð. Og sjá, undrið skeður.
Ein af loftrótum trésins teygir sig niður í moldina,
slær þar rótum og skilur sig frá móðurtrénu, alveg
eins og Ceylon sjálf i fyrndinni skildi sig frá Ind-
landi. Sanghamitta kom trénu farsællega til Ceylon
þar sem konungurinn óð út í brimgarðinn til að
taka á móti því og bera það á land. Nú eru kvistir
af þessu tré orðnir að risastórum trjám um allt
landið. Hvert musteri hefur sitt tré. Eitt sá ég,
sem breiddi lim sitt yfir breiðan þjóðveg. Króna
þess var 40 metrar í þvermál, á neðstu greinunum
héngu bönd og allavega litar smápjötlur, fórnar-
gjafir hinna trúuðu.
Adamstindur eða Sri Pada, sem prýðir hið guð-
dómlega fótspor, safnar um sig öllum trúarbrögð-
um. Efst uppi er fótspor í klettinn, sem dregur
alla til sín í sameiginlegri tilbeiðslu. Þeim kemur
bara ekki saman um eftir hvern það sé. Auðvita'S
Buddha, segja hans áhangendur. Hér stóð hann og
horfði yfir landið, stökkti dögg á héraðið við ræt-
ur fjallsins — hún breyttist í rúbína í Ratnapúra-
dalnum — spyrnti fæti fast í klettinn og flaug til
baka til Indlands. Ómögulegt, segja Hindúar. —
Sporið er eftir Shiva. Löngu á undan Buddha gisti
hann Ceylon til að óska stríðsguðinum Skanda til
hamingju með að lokið var striðinu milli dauð-
legra og ódauðlegra. — MúhaméSstrúarmaSurinn
brosir að þessu. Hann veit, að það var hér, sem
Adam og Eva lentu, þegar Allah i réttlátri reiði
sinni slöngvaði þeim niður úr Paradís. Eva skildi
ekki eftir sig neitt spor, en fótafar Adams er mjög
greinilegt. Hinir kristnu krossa sig yfir þessum
óguðleik, en hugsa sitt í laumi.
Það er 5—6 tíma gangur á þennan blessaða tind,
svo að ég kom ekki þangað, en einu sinni, þegar
ég var að skoða nýlega byggt musteri í Colombo,
spurði vörðurinn hvort okkur langaði ekki til að
sjá fótspor Buddha. „Jú, auðvitað,“ svöruðmn við,
„en við treystum okkur ekki til að ganga á tind-
inn.“ „Ég skal sýna ykkur það,“ sagði hann, tók
stóran lykil upp úr vasa sínum og lauk upp stór-
um dyrum að litlu herbergi, og þar var afsteypa
af sporinu eins og það er í klettinum. Ekki vil ég
dæma um eftir hvern það sé, en vel vaxinn hefur
hann verið, því að sporið er ýkjalaus metri á
lengd og 20 cm. á breidd.
Ég hef áður drepið á innrásir Tamila frá Ind-
landi. En það leið ekki á löngu eftir að Evrópu-
menn fyrir alvöru fóru að sigla til Asíu, að þeir
ágirntust þetta fagra og frjósama land. Árið 1505
komu Portúgalar til Ceylon. Singhalesar áttu þá í
16
19. JtJNl