19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 20
SIGRÍÐUR J. MAGNOSSON: Við brottför Bodil Begtrup sendiherra Sendiherrann afhendir forseta Islands ambassador-skilríki sín. Sendiherra Bodil Begtrup er nú farin héðan eftir sjö ára heillaríkt starf. Það mun ekki vera hallað á neinn, þótt sagt sé, að vinsælli sendiherra erlends ríkis hafi ekki verið á fslandi. Frú Begtrup hefur hvorki sparað fé né fyrirhöfn til að greiða fyrir vináttu og menningartengslum milli Danmerkur og íslands. Hún hefur stuðlað að því, að ágætir danskir fyrirlesarar hafa flutt hér fyrirlestra um þjóðfélagsmál, hún hefur boðið öll- um dönskukennurum við skóla bæjarins heim til sín o. fl., og er mér ekki kunnugt um, að neinn annar sendiherra hafi gert sér far um að kynnast því fólki, sem kenna á islenzkum æskulýð mál lands síns. Frá unga aldri hefur sendiherrann haft áhuga á þjóðfélagsmálum, var t. d. fulltrúi Danmerkur hjá Þjóðabandalaginu og seinna hjá Sameinuðu þjóð- unum, þar sem hún beitti sér fyrir stofnun kvenna- nefndarinnar og var formaður hennar, en sú nefnd hefur stuðlað mjög að hættri réttarstöðu kvenna, sérstaklega í þeim löndum, þar sem konur þar til á síðustu árum hafa verið undirokaðar. 1 mörg ár eftir að hún kom hingað sem sendiherra varði hún sumarfríi sínu til að sækja fund Sameinuðu þjóð- anna, og eftir heimkomu sína bauð hún jafnan for- mönnum allra kvenfélaga í bænum heim til sín og skýrði fyrir þeim helztu málin, sem fjallað hafði verið um á fundunum. Þreyttist hún aldrei á því að brýna fyrir konum, hve mikilvægt það sé, að þær leitist við að beita áhrifum sínum á alþjóða- vettvangi, engu síður en heima fyrir. Hún var fyrsta danska konan, sem skipuð var kvikmyndaskoðari, og hefur skrifað bók um börn og kvikmyndir. Og hún er enn í dag eini kven- sendiherra Dana. En sérstaklega mega íslenzkar konur vera henni þakklátar fyrir hversu mikinn áhuga og skilning hún hefur sýnt málefnum þeirra. Má þar t. d. nefna, að hún hefur í mörg ár gefið blóm til að selja til ágóða fyrir Hallveigastaði, en þó hefur þeim konum, sem að því máli standa, ef til vill verið enn meiri styrkur að þeim áhuga og velvild er hún hefur sýnt fyrirtækinu, sem ætti að vera okkur íslenzkum konum til fyrirmyndar. 2. marz síðastliðinn héldu reykvískar konur sendiherranum heiðurssamsæti. Þar var henni af- hent málverk eftir Ásgrím Jónsson, og fylgdi því haglega gjörð mappa eftir Ragnhildi Ólafsdóttur, þar sem á voru rituð nöfn þeirra 50 félaga og for- manna þeirra, er að gjöfinni stóðu. María Maack yfirhjúkrunarkona færði henni fagran silfurpapp- írshníf og Ástríður Eggertsdóttir fjóluvönd, er hún hafði sjálf búið til úr nælonefni. Aðalræðurnar fyrir minni heiðursgestsins héldu þær Aðalbjörg Sigurðardóttir og Sigríður J. Magnússon, hún 8 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.