19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 17
-—- Á Landsspítalanum eru þrengslin slík, að starfandi hjúkrunarkonur verða að leigja sér hús- næði úti í bæ, — oft langt frá spítalanum, og er slíkt mjög óþægilegt, sérstaklega að vetri til. Hjúkr- unarkvennaskólinn hefur fengið viðbótar-húsnæði í Landsspitalanum, sem hjúkrunarkonur höfðu áð- ur. Nemum hefur fjölgað til muna í skólanum undanfarin ár, og búa þeir mjög þröngt, oft 2—4 í einu herbergi. En bráðlega flytur skólinn í hið nýja hús sitt á Landsspítalalóðinni. Stendur til að hver nemi fái þar herbergi út af fyrir sig. Lands- spitalinn hefur þó yfir að ráða húsnæði úti í bæ, ekki ýkja langt frá spítalanum. En húsnæði þetta er aðeins fyrir 15 hjúkrunarkonur, og hverri þeirra ætlað 1 herbergi ásamt aðgangi að eldhúsi, sem margar eru um. En ósk og draumur okkar hjúkr- unarkvenna er só, að byggð verði hús með litlum íbúðum, 1—2 herbergjum, eldhúsi og baði, — hjúkrunarkvennabústaðir, eins og víðast hvar tíðk- ast í menningarlöndum. Bústaðir þessir eru þá staðsettir sem næst sjúkrahúsunum. Eina sjúkra- húsið hér i borg, sem fullnægir þessum kröfum, er Kleppsspítalinn, — enda mun hann sjaldnast vanta hjúkrunarlið. Það er mikið atriði fyrir starf- andi hjúkrunarkonu, að eiga hlýlegt og notalegt heimili, ekki langt frá vinnustað, þar sem hún getur hvílzt að afloknu erfiðu og taugaslítandi dagsverki. — Er hjúkrunarstarfið eftirsótt? — Margt bendir til þess að svo sé. Aðsókn að Hjúkrunarkvennaskólanum hefur aukizt mjög hin síðustu ár. Gera má rað fyrir, að bætt kjör, stytt- ing vinnutímans og batnandi aðbúð á ýmsa lund, eigi sinn þátt í því, að aðsókn hefur aukizt. Ýms- ar hjúkrunarkonur stunda þó ekki lengi hjúkrun- arstarfið. Þær gifta sig og stofna heimili. Nokkrar þeirra fara þó út í starfið á nýjan leik, — taka að sér vaktir, stunda heimahjúkrun, ganga í hús og sprauta sjúklinga, o. fl. Nokkrar eru þær, sem gjarnan vilja sinna hjúkrun, samhliða heimilis- störfum, en álíta slíkt ekki heppilegt vegna skatt- anna, — eru giftar mönnum í sæmilegum stöðum. Skattarnir aukast til muna, þegar gift kona vinnur utan heimilisins, og oft fer það svo, að hún ber raunverulega lítið úr býtum fyrir erfiði sitt. En mjög mikill hörgull er á hjúkrunarkonum, — oft hreinustu vandræði, — og væri því æskilegt, að málunum væri þannig fyrir komið, að allar þær, sem tíma hafa aflögu frá heimilunum, sæju sér fært að leggja hönd á plóginn og hjálpa til við hjúkrun sjúkra. / N MARGRÉT GUÐJÖNSDÖTTIR frá Kvíslhöfda, húsfreyja í Dalsmynni: Áin syngur ástaljóð viS blœinn, undir spilar brimhljóS létt og hljótt, draumaskikkja breiSist yfir bœinn, blundar döggvott grasiS milt og rótt. AS uppfyllingu œskudrauma minna ég œtla aS starfa í Ijúfum nœturfriS, í nótt ég œtla ein aS vaka og vinna vcrkiS Ijúfa, er þolir enga biS. Trjáplönturnar bíSa hér í böndum, biSja um líf í nýrri fósturmold, sumar fluttar inn frá öSrum löndum, aSrar vaxnar hér á vorri fold. / lágum halla lœt ég þœr nú standa, þau lífstré eiga aS mynda bœjarskóg, hvert einstakt handtak vel ég œtla aS vanda, og veita þeim af gróSurefnum nóg. Og þó þœr séu ennþá ósköp smáar, þœr eiga seinna aS breyta þessum hól, ég sé þœr vaxa og verSa geysi háiar og veita öSrum nytjagróSri skjól. Og þegar dagsins amstri og önnum lýkur er yndislegt aS starfa í skógarlund, er nœturkuliS létt um laufiS strýkur og Ijómar morgunröSi um slétta grund. Ef skógartrúna áttu ekki í hjarta, œtiirSu aS planta trjám um sólarlag. Þú eignast friS og eygir framtíS bjarta, og endurfœddur byrjar nýjan dag. V____________________________________________) — Llvaða eiginleikum þarf hjúkrunarkona að vera gædd fyrst og fremst, að )rðar dómi? — Skyldurækni, gott skap, hjartahlýja og þægi- legt viðmót, álít ég að séu þeir kostir, sem nauð- synlegir eru hverri hjúkrunarkonu. Ef henni tekst að vinna traust sjúklinganna, verður allt starfið léttara. 19. JÚNl 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.