19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 32
sem hvorki kynnu að lesa eða skrifa. Barnaleik-
völlur var þarna líka, og gátu konurnar í þorpinu
komið börnum sínum þar í örugga geymslu á með-
an þær voru að vinna á akrinum.
Miðvikudaginn 24. talaði Frieda Miller, sem
verið hefur fulltrúi félagsins hjá S. Þ., en veitir nú
forstöðu atvinnuskrifstofu kvenna í Washington,
um íhlaupavinnu. En mál þetta, sem á ensku er
kallað „part time work“ og á Norðurlandamálum
„deltidsarbejde“, en við eigum ekkert heppilegt
nafn á, hefur verið mikið rætt á fundum Alþj.fél.
áður. Hún gerði grein fyrir þeim erfiðleikum, sem
konur, er væru búnar að koma börnum sínum á
legg, ættu við að stríða ef þær vildu komast aftur
inn í atvinnulífið. Atvinnurekendur hefðu tilhneig-
ingu til að ráða heldur ungar stúlkur í vinnu, og
líka væru konurnar farnar að ryðga í sínu fagi,
þegar þær hefðu ekki sinnt því í mörg ár. Því væri
verið að koma upp námskeiðum fyrir þessar kon-
ur og gæfi það góða raun.
Næstur talaði skrifstofustjóri í atvinnumálaráðu-
neytinu. Hann lýsti því, hvernig stéttafordómar,
menntunarleysi, fátækt og aum lífskjör stæðu í
vegi fyrir því að konur fengju notið sin í atvinnu-
lífinu í Asíulöndum. Urðu allmiklar umræður út
af þessu.
Seinna um daginn talaði frk. Miller um atvinnu-
miðlunarskrifstofur kvenna. Sagði, að þær stofn-
anir væru mikils virði til að aðstoða konur við at-
vinnuleit og gætu einnig hjálpað oft og einatt þeim
stjórnarskrifstofum, sem hefðu atvinnumál með
höndum. — í Ástralíu er í ráði að stofna slíkar
skrifstofur. 1 Japan vinnur 164 manns við slíka
skrifstofu, 60 á aðalskrifstofunni í Tokio og 104
viðs vegar um landið.
Fimmtudaginn 25. var rætt um hlutverk kvenna
í stjórnmálum. Frummælandi var Lakshmi Menon
ráðherra frá Indlandi. Hún var í mörg ár fulltrúi
þjóðar sinnar hjá S. Þ., og eins og kunnugt er, kos-
in formaður þar fyrir 2 árum. Hún er litil vexti
og lætur ekki mikið yfir sér, en er afbragðs ræðu-
kona. Hún kom víða við, og var ákaflega fagnað
er hún lauk máli sínu. Hún sagði m. a.: „I öllum
ríkjum eru menn oftast sammála um, hvdÖ nauð-
synlegast sé að gera. Ágreiningurinn er um það,
hvernig leysa skuli vandamálin, eða með öðrum
orðum, ekki um það, hvers við þurfum með, heldur
hvernig við eigum að öðlast það. I lýðræðisríkjum
er spurningin því ekki hvaö á að gera, heldur hver
á að gera það.
Og meður því, að það eru kjósendurnir, sem ráða
þvi, hvaða ríkisstjórn fer með völd í hvert sinn, er
vald þeirra og ábyrgð mikil. Sagan sýnir hins veg-
ar, hvernig kærulaus og vanhugsuð beiting kosn-
ingarréttarins getur í lýðræðislandi komið til valda
ríkisstjórnum, sem virða allt lýðræði að vettugi.
Þá drap hún á það, hvernig ýmsir hefðu gert
sér vonir um að þegar konur fengju kosningarrétt,
mundi verða girt fyrir stríð og allskonar rang-
læti í heiminum, og benti á, við hve litil rök þær
skoðanir hefðu stuðzt. Þó væri ekki hægt að segja
annað en að hið svokallaða kvenlega sjónarmið
hefði komið ýmsu góðu til leiðar. Einnig minntist
hún á örðugleika húsmæðra við að beita sér í opin-
beru lífi. Það væri t. d. varla hægt að ætlast til
þess, að kona, sem þyrfti að ganga langar leiðir til
að sækja vatn í þvotta og til matar, hefði mikinn
tíma eða áhuga til að gefa sig að stjórnmálum.
Þá nefndi hún félagsskap kvenna bæði í Amer-
iku og Asíu, sem hefur einkum það markmið að
fræða konur um þjóðfélagsmál, svo að þær verði
eins liðtækir þjóðfélagsborgarar og karlar. Spurn-
ingunni um það, hvort það sé æskilegt, að konur
séu góðir borgarar, er auðsvarað. Hitt er vafasam-
ara, hvort hægt er að gera þær að betri borgurum
eins og karlmenn.
„En viljum við gera þær að betri borgurum á
sama hátt og karlmenn eru álitnir vera, eða bara
hetri maneskjum? Ég eftirlæt ykkur að svara því.“
Mánud. stjórnaði formaður friðarnefndar og
heiðursform. Corbett Ashby fundi, en frummæl-
andi var J. B. Orrick, deildarstjóri S. Þ. í Dehli.
Talaði hann einkum um hinar ýmsu deildir S. Þ.
og gat þess, hversu mikilsvirði væri fyrir þær sú
upplýsingaþjónusta og skýrslusöfnun, sem félög
eins og Alliancen létu í té. Næst talaði Begum
Amvar Ahmed frá Pakistan, en hún er varafor-
maður kvennanefndar S. Þ. Sagði hún, að í mörg-
um þjóðfélögum væri stúlkan ævilöng byrði. Al-
menningsálitið krefðist þess, að hún fengi sem
mestan heimanmund en sem minnsta menntun,
tæki aldrei sjálf neina ákvörðun og hefði sem
minnstan persónuleika.
Jafnvel hjá hinum framsæknu, vestrænu þjóðum
væru giftar konur ekki eins óháðar og ógiftar kyn-
systur þeirra, sem hefðu fullan rétt á við karlmenn.
S. Þ. gætu ekki annað en rannsakað og upplýst um
ástandið. Þær gætu ekki þrengt lagasetningum upp
á neina þjóð. — Þá talaði frú Batunan frá Banda-
ríkjunum um kjarnorku til friðsamlegra nota, t. d.
hvernig lnin mundi létta störf húsmæðra með varð-
veizlu matvæla og til lækninga. „I fyrsta sinn í
20
19. JÚNl