19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 27
Frá opnun
alþjóða-
kvenna-
fundarins
í Colombo
kemur yfir hið heljarmikla landflæmi Asíu, færir
tiltölulega lítið regn í október og nóvember, en
suðvestan vindurinn veldur mikilli úrkomu eftir
sína óraleið yfir hafið. En afkoma landbúnaðarins
er að miklu leyti komin undir því, hve mikið
rignir.
Á ríkisstjórnarárum Parakrama hins mikla á 12.
öld eftir Kr., en það timabil er talið gullöld Cey-
lonbúa, voru grafnir vatnsgeymar um landið þvert
og endilangt, skiptu þeir tugum þúsunda. Vekur
það undrun nútíma verkfræðinga, hversu ótrú-
lega nákvæmt þetta áveitukerfi verkar. Á landi, er
virðist vera marflatt, er hallinn á veituskurðunum
svo nákvæmur, að nútíma verkfræðingar með öll
sín nýtízku mælingatæki geta ekki bætt þar um.
Þó þykir víst, að mikið af þessu starfi hafi verið
unnið 1000 árum áður en saga okkar hefst. Á nið-
urlægingartímabili þjóðarinnar lagðist frumskóg-
urinn kæfandi yfir þessi mannvirki, en nú eru
þau grafin upp aftur og bætt við nýjum.
Ceylon er 65,600 ferkm. eða nálægt því þriðj-
ungi minni en ísland. Þar búa nú um 8 milljónir
manna, um 6 milljónir þeirra eru Singhalesar, tæp-
ar 2 milljónir Tamilar, komnir frá Suður-Ind-
landi, og nokkur þúsund Evrópumenn. Af hinum
fyrstu eyjarskeggjum, er sögur fara af, Veddunum,
eru nú að eins eftir um 4000, að því er talið er.
Þeir eru enn veiðimenn, lifa inni í frumskógunum
og blanda sér ekki við annað fólk, dýrka sína fornu
guði og hafa sín eigin lög. Þeir eru litlir vexti og
ljósir á hörund, en fer nú óðum fækkandi.
Ceylonbúar rekja sögu sína 4000 ár aftur í tím-
ann, en saga Singhalesanna á eyjunni er skráð á
Mahavansa, hina miklu sögubók, og hefst með
komu Vijaya prins og förunauta hans frá Indlandi
árið 504 f. Kr. Vijaya kvæntist Vedda prinsessu og
gerðist smám saman konungur yfir öllu landinu.
Singhalesa konungar stjórnuðu Ceylon næstum
þvi óslitið í 21 öld. Öteljandi innrásir voru gerðar
í landið af herskáum Tamilum frá Suður-Indlandi,
sem sáu ofsjónum yfir því, að Singhalesar skyldu
ráða yfir þessu frjósama landi.
Árið 307 f. Kr. gerðist sá mikilvægi atburður i
sögu þjóðarinnar, að Mahinda prins, sonur hins
mikla Asoka Indlandskeisara, gerðist fyrsti
Buddha-trúboðinn, fluttist til Ceylon og boðaði
konunginum og liði hans hin nýju trúarbrögð.
Ceylonbúar urðu þannig fyrstir til að aðhyllast
hina nýju trú, og áhrif hennar á listir og bók-
menntir, siði og venjur eru óútreiknanleg. öld
eftir öld kepptust konungarnir við að byggja must-
eri og Dagobur til dýrðar hinum æðsta.
Dagoba eða Stupa, eins og það er kallað á Ind-
landi, eru hringlaga byggingar með hvolfþaki og
litlum turni. Þær eru bæði stórar og smáar, og svo
algengar, að varla er ekið eftir þjóðvegi án þess
19. JtJNl
15