19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 46
/ >1
19. júní
tJTGEFANDI: KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS
Útgáfustjórn: Sigríður J. Magnússon,
Valborg Bentsdóítir,
Guðný Helgadóttir,
Halldóra B. Björnsson,
Svafa Jónsdóttir.
Ritstjóri: Svafa Þorleifsdóttir.
Auglýsingastjóri: Anna G. Bjarnason.
Afgreiðsla blaðsins er í skrifstofu K.R.F.I., Skálholts-
stig 7, Reykjavík. Simi: 81156.
Prentsmiðjan Leiftur.
V_____________________________________________________
Þessi eru hin helztu atriði í æviferli Ingunnar
Jónsdóttur, en eftir er að skýra frá ýmsu, sem hér
er að engu getið.
Eðli manna og hæfileika má oft rekja til ætt-
ernis, og ber því heldur ekki að ganga fram hjá
því, að Ingunn var vel kynjuð í báðar ættir, svo
sem áður greinir, þótt margt hafi verið ólíkt með
þeim ættum að sögn Ingunnar sjálfrar. Getur hún
þess, að sumir einstaklingar af Melaættinni hafi
verið einkenndir á þann veg, að þeir hefðu til að
hera „Melahæglætið“ eða „Melaminnið“. Hefur
Ingunn af hvorugu þessu farið varhluta. Enginn,
sem til þekkir, mun efa, að Ingunn hafi erft
„Melaminnið“, en vera kann, að einhver dragi
frekar í efa hitt með „hæglætið11. Veltur þar á
nokkru, hversu hugtak þetta er skilgreint. Orðið
getur þýtt það eitt, að maður fari sér hægt að
öllu. En önnur dýpri merking getur legið þar
fólgin, þ. e. rósöm íhugun og æðruleysi. En þetta
tvennt, íhugun og æðruleysi, var mjög áberandi
í fari Ingunnar á Kornsá. Um aðra arfgenga eðlis-
þætti Ingunnar mun ekki fjölyrt hér. Hitt má hins
vegar fullyrða, að uppeldi á heimili, þar sem
gamlar venjur og fastmótaður heimilisbragur ríkti,
hlaut að hafa djúp áhrif á skapgerð hvers manns,
er þar eyddi bernsku- og æskudögum sínum. —
Æskuheimilinu lýsir Ingunn meðal annars á
þessa leið: „Lífsgleði var ekki mikil, en allt traust,
vandað og áreiðanlegt.“ Á öðrum stað kemst hún
svo að orði: „Það hefur sína kosti og ókosti að al-
ast upp á slíku heimili. Að vísu verður maður
1—T'Tfl ‘ ‘.
I , ; ;
aldrei fyrir aðkasti og ósvífni, en aftur var maður
eins og ófiðraður ungi, þegar úr hreiðrinu kom,
þekkti heiminn lítið og varð að þola margan ónota-
legan kuldanæðing, áður en maður fékk á sig þá
skel, sem hlífði fyrir aðkasti hans“. Þrátt fyrir
þetta, verður þó eigi annað séð, en að Ingunn hafi
furðu fljótt orðið fær um að mæta erfiðleikum lífs-
ins, enda mun „Melahæglætið“, íhyglin og æðru-
leysið, hafa valdið þar nokkru um.
Eins og áður er getið, varð ferðalagið austur í
Hornafjörð næsta sögulegt, svo sem nú skal greina.
Bar að vísu ekkert sérlegt til tíðinda á leiðinni frá
Melum til Reykjavíkur. Frá Reykjavík tók Ing-
unn sér fari með póstskipi til Djúpavogs. En skipið
fór fram hjá Djúpavogi og stefndi beint til Fær-
eyja. Þar varð svo Ingunn eftir, en skipið hélt til
Danmerkur. Eftir þriggja vikna dvöl í Færeyjum
komst hún með fiskiskipi til Austfjarða, en síðar
með verzlunarskipi, sem auðvitað var seglskip, frá
Eskifirði til Djúpavogs. En sú ferð tók 9 daga, því
að skipið lá í logni allan þann tíma úti fyrir
Berufirði. Með þessu verzlunarskipi voru, auk Ing-
unnar, tvær aðrar ungar stúlkur, en það er ein-
mitt hún, sem styttir þeim stundir með því að
segja þeim sögur eða skemmta þeim á annan hátt.
Sjálfri verður henni þetta einnig dægradvöl og
stundastytting. „Snemma beygist krókurinn að
því, er verða vill,“ segir máltækið. Eigi verður
séð, að Ingunn hafi látið hugfallast eða orðið ráða-
fátt í þessari ferð, þótt hún væri „ófiðraður ungi
úr heimahúsum".
Á fyrstu búskaparárum sinum í Grímstungu
þurfti Ingunn að berjast við ömurleika óyndis. Bar
það til, auk lítilla mannaferða þar um slóðir og
slæmra húsakynna, að hún hafði gert sér nokkra
von um, skömmu áður en hún fluttist að Gríms-
tungu, að komast aftur á æskustöðvar sínar, að
Melum. En úr álögum óyndisins losnar hún, þá er
hún í allri rósemd hugleiðir hlutskipti sitt, og
hyggur hún þá jafnvel, að góð dularöfl séu að
verki til þess að benda henni á leið til að losna við
farg óvndisins, leiðina þá. að sökkva sér niður í
störf sín.
Ekki verður Ingunnar á Kornsá réttilega minnzt
né fullkomin mynd gefin af andlegum yfirburðum
hennar, ef gengið er fram hjá kærleika hennar til
barna og hins næma skilnings á sálarlífi þeirra.
Var hún jafnan ræðin við börn, bæði um þeirra
eigin áhugamál og svo um ýmislegt það, er verða
mátti til að vekja áhuga þeirra og umhugsun. Þeg-
ar þeim bjó hryggð í hjarta, hvort sem tilefni þeirr-
34
19. JÚNl