19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 31
ingarupphrópanir á meðan hún var sýnd. Abba- dísin í klausturskólanum, sem stjórnaði sjálf kvik- myndavélinni, þakkaði mjög vel fyrir á eftir, og sagðist nú sjá, að hún hefði haft alrangar hug- myndir um fsland. SIÐFERÐILEGT JAFNRÉTTI. Formaður nefndarinnar um siðferðilegt jafn- rétti, frk. Chave Collison, hélt mjög skörulega framsöguræðu. Sagði hún, að hér þyrfti að vera vel á verði, því að í sumum löndum, t. d. Argentínu, þar sem búið hefði verið að loka vændiskvenna- húsunum, væri nú talað um að opna þau aftur. Komst hún að lokum í svo mikinn hita, að hún fékk fundinn til að gera heitstrengingu um að berj- ast með öllum ráðum gegn þessum ósóma. Ég gat með góðri samvizku tekið undir þetta, því að eins og allir vita, hafa þess konar stofnapir aldrei verið til á íslandi. En það mátti skilja á Austur- landakonunum sumum eftir á, að þeim þótti nóg um þessa svardaga. Nýlega hef ég fengið bréf frá frk. Collison, þar sem hún segir, að Argentína hafi hætt við áform sitt, kannske fyrir okkar mótmæli. ÁHRIFASVÆÐI ALÞ J ÓÐ AK VENRÉTTIND AFÉLAGSINS. Formaður Asíudeildar félagsins og jafnframt for- maður fundarins, Mrs. Ezlynn Deranyagala, sagði frá fundi, sem Asíukonur höfðu haldið í Colombo fyrir ári síðan. Á fundinum í Hollandi 1949 hafði hún bent á það, að fél. hefði hingað til látið sig mestu varða málefni vestrænna kvenna, enda voru þátttakendur þá einungis frá Ceylon, frak og Ind- landi. En þáverandi formaður fél., Dr. Hanna Rydh, ferðaðist skömmu seinna til Asíu, og mætti telja þennan fund í Colombo árangur af þeirri för. Á fundinum í Napoli 1952 voru stofnaðar 6 deild- ir eða áhrifasvæði fél., og kosinn formaður fyrir hverja deild, en þær eru: Evrópa, Ástralía, Afríka, Asía, latneska Ameríka og Mið-Austurlönd. Þessar deildir halda svo fundi til að ræða sín sérstöku vandamál, sem vitanlega geta verið mjög mismun- andi. Evrópudeildin hefur þó ekki haldið neina fundi ennþá, og var álit hennar, að betra væri að löndin skiptust á með að bjóða til sín fulltrúum t. d. á ársfundi. Mið-Austurlönd treystu sér heldur ekki til að halda svona fund, vegna þess að Araba- ríkin vildu ekki hafa Israel með. Ein kona frá Rag- dad varð svo áköf í þessum umræðum, að formað- urinn varð að þagga niður í henni. Sagði, að póli- tískar umræður ættu þarna ekki heima. Ráðstefna Asíudeildar komst þó að þeirri niður- stöðu, að áhugamál kvenna væru að mörgu leyti hin sömu, t. d. verndun mannréttinda og alheims- friður. Aftur á móti eiga þær við ramman reip að draga gegn gömlum siðvenjum og almenningsáhti, þegar um það er að ræða, að konur auki þátttöku í atvinnulífi og stjórnmálum. Fram til 1930 var kosningaréttur á Ceylon mjög takmarkaður. Aðeins þeir, sem áttu vissar eignir og höfðu einhverja ákveðna þekkingu, höfðu kosn- ingarétt, en 1930 fengu allir, sem orðnir voru 21 árs, kosningarétt og kjörgengi. Og 1923 fengu gift- ar konur full umráð yfir eignum sinum, og mega ráðstafa þeim eftir eigin geðþótta án leyfis bónda síns, en það er einstakt fyrirbæri í Austurlöndum. Landstjórinn lét þess getið í ræðu sinni, að nú væru 31/2 milljón kjósenda í landinu, þar af 1.650.000 konur. Nú eiga 2 konur sæti í neðri málstofunni en 3 í þeirri efri. Margar konur eiga aftur á móti sæti í þorpsstjórnunum, sem svara nokkurn veginn til hreppsnefnda hér, og sækja þær vel slíkar kosningar. Tvær konur eru þorpsstjórn- arformenn, og skildist mér að þessi formaður væri í raun og veru hálfgerð forsjón fyrir þorpið og skyldugur að leysa hvern þann vanda, sem þar kemur upp, t. d. dæmir hann í minniháttar þræt- um manna á milli. Þegar konur á Ceylon fóru að berjast fyrir kosningarétti, stofnuðu þær kvennaflokk, en eftir að sérstakir stjórnmálaflokkar risu upp, skiptust konur á milli þeirra eins og raunin hefm: orðið annars staðar, og var hann því leystur upp. Fjöl- mennasti félagsskapur kvenna á Ceylon nefnist Lunka Mahila Samiti. Telur hann um 50.000 með- limi. Miðstöð hans er í þorpi 23 mílur frá Colombo, og fórum við þangað. Þar hafa þær reist skála, þar sem stúlkum er kennd ýmiskonar handavinna, svo sem að flétta mottur og töskur úr strái, og sauma- skapur allskonar. Sömuleiðis almennar heilbrigðis- reglur og matreiðsla. Vísir til heilsuverndar mæðra var þar einnig og kom læknir þangað einu sinni í viku. Þar var 1 sjúkrarúm og uppbúin vagga, en fæstir hinna fátækari Ceylonbúa sofa í rúmi, held- ur á mottu á gólfinu. Svo læra stúlkurnar auðvitað að dansa, því að dansinn er þeirra hálfa líf. Sýndu þær okkur uppskerudans, mjög táknrænan, og sungu sjálfar undir, og svo voru líka barðar bumb- ur. — Að loknu námi fara þær svo í þorpið sitt aftur og kenna konunum þar. Forstöðukonan sagði mér, að tvær duglegustu kennslukonumar sinar væru miðaldra konur og margi’a barna mæður, 19. JfJNl 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.