19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 22
heimta að eiginmenn þeirra afli ekki aðeins tekna
fjnár heimilið, heldur að þeir vinni þar að auki
húsverkin að miklu leyti.
Þessar konur munu raunar vera til, en það eru
einmitt þær, sem aldar eru upp í þeim hugsunar-
hætti, að þær þurfi ekki að húa sig undir annað en
eitthvert hráðabirgðastarf, sem þær eiga að hafa á
hendi þangað til þær gifta sig og hætti áS vinna.
Þeim bregður oft illa í brún nokkrum mánuðmn
eftir giftinguna, þegar þær sjá, að nú eiga þær í
raun og veru að fara að byrja áS vinna.
Meðan ungar stúlkur eru aldar upp i þeim hugs-
unarhætti, sem ennþá er ríkjandi, að konan sé
framfærð af eiginmanninum, er ekki við öðru að
búast en að finna megi margar slíkar konur, sem
íyrv var getið. En þessar konur gera réttindamál-
um kvenna hið mesta ógagn, bæði í orði og á borði.
Meðan konur eru aldar upp við þá skoðun, að
þær séu að mestu ábyrgðarlausir þegnar þjóðfé-
lagsins, á takmark okkar langt í land.
Kvenréttindahreyfingin hefur ekki reynt sem
skyldi að leysa þann vanda, sem rætur sínar á að
rekja til þess, að móðurhlutverkið — bamaupp-
eldið — tekur aðeins tiltölulega stuttan tima af
ævinni hjá þeim konrnn, sem eiga fá böm, og hjá
fjölbyrjum enda líka. Vinnudagurinn er þá oft
langur og erfiður, en að þeim tíma loknum, er oft
sem konunni sé ofaukið í tilverunni, enda þótt hún
eigi marga tugi ára ólifaða — á framfæri manns-
ins síns.
Raunar má ekki gleyma að minnast á hið erf-
iða ömmuhlutverk, sem margar konur verða að
takast á hendur nú á tímum.
Það þarf að vinna að því að jafna störf giftra
Mig hefur lengi Ijöðin þy<5
langáÖ til áS braga,
en til þess enga átti ég tíS
innan beztu daga.
Nú er hugsun stirS sem stál,
stinga lífsins þyrnar.
Brautin reyndist brött og hál,
blasa hinztu dyrnar.
(E. J.)
\_____________________________________________________/
JAKOBlNA JOHNSON
skáldkona
(Sjá bls. 11).
kvenna hæfilega á æviárin og tengja móðurhlut-
verkið sérhverju öðru starfi, er konur hafa löngun
og hæfileika til að vinna.
Kvenréttindafélög og húsmæðrafélög þurfa að
taka höndum saman, með aðstoð stjórnarvalda, um
að leysa vanda þessara kvenna:
Móðurinnar ungu með mörg börn, -— ömmunn-
ar störfum hlöðnu, — og fullorðnu konunnar, sem
verður að drepa tímann eða, sem syrgir það, að
hún varð engrar starfsmenntunar aðnjótandi, af
því að hún átti að hœtta aS vinna um leið og hún
giftist.
Mér er ljóst, að þennan vanda er erfitt að leysa.
En gagnsemi margra þeirra réttinda, sem konur
hafa fengið að lögum, byggist á því, að þetta vanda-
mál verði leyst.
Og eitt er vist, að sá vandi verður ekki leystur
fyrr en húsmóðurstaðan og hlutverk móðurinnar
hefur hlotið fulla viðurkenningu sem þjöSnýtt
starf.
10
19. JÚNl