19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 47
ar sorgar var í augum annara stórt eða lítilvægt, fundu þau jafnan frá henni leggja yl þeirrar elsku, er allt skilur. Og meistari var hún í því, að heina huga þeirra þá inn á aðrar brautir, til þess að vinna bug á hryggðinni, en sjá í þess stað sól skina i heiði, svo sem hömum er eiginlegt. Ein saga, sem Guðrún dóttir hennar hefur sagt frá bernskuárum sinum er svo fögur og lærdómsrík, að ég get ekki stillt mig um að segja hana hér. En sagan er á þessa leið: Úti hamast stórhríðin. Inni er dimmt og kalt. Litlu hörnin finna fátt til yndis, unz ömurleikinn grípur þau svo föstum tökum, að þau fara að gráta. Jafnvel sagan hennar mömmu getur ekki hrifið þau úr illum álögum óveðursins. En mamma (þ. e. Ingunn Jónsdóttir) er ekki af baki dottin með að finna ráð til þess að breyta sorg í gleði, óveðri í sólskin. Hún stingur upp á því „að búa til sumar og sólskin“. Börnin þerra tárin. Áhugi þeirra er vaknaður. Þeim er sagt að sækja hrífumar sínar, og svo fá þau i hendur stóra togpokann hennar mömmu. Toginu mega þau dreifa um baðstofu- gólfið og hafa það fyrir hey i „þykjustunni“. — Vinnukonurnar hrista höfuðið í vandlætingu. En innan skamms er heyvinnan í fullum gangi. Eldri börnin hamast svo við að dreifa heyinu, rifja það og saxa, að þeim verður funheitt, en Lauga litla er send eftir hádegiskaffinu. Ekki má þó lengi sitja við kaffidrykkjuna, þvi að allt heyið þarf að kom- ast í „tóft“ í kvöld. Mamma er með í ráðum, en jafnvel hinar vandlætingasömu vinnukonur fylgj- ast með af áhuga, er fram í sækir. Svo þegar pabbi kemur inn úr hríðinni, klökugur og fannbarinn, verður honum að orði: „Nú, það vantar ekki sól- skinið í bæinn, þó að Kuldaboli hamist úti“. Hver fær dregið í efa hæfileika þess uppalanda, sem svo ráðsnjall er? Eigi höfðu þau hjón, Björn og Ingunn, lengi stundað búskapinn, er bú þeirra tók að vaxa og verða umfangsmeira. Ýms trúnaðarstörf hlóðust á Björn og þurfti hann þá oft að vera að heiman, eins og venja er um slíka menn. Þurfti húsfreyjan þá í enn fleiri horn að líta, er bóndi hennar var fjarverandi. Eftir að þau hjónin fluttust að Kornsá, varð bústjórnin enn umfansgmeiri, en umgengnin öll, utan húss og innan, var víða rómuð. Þrátt fyrir þetta gaf Ingunn sér jafnan tíma til að ræða við börn sín og þau börn önnur og ungmenni, sem á heimili hennar dvöldust. Fara engar sögur af því, að stjóm heimilisins og umhirða hafi í nokkru liðið við þetta. C~— — --------------------------------"\ FORSÍÐUMYNDIN er af hinni ungu lisiakonu, ÓLÖFU PÁLSDÓTTUR, myndhöggvara. Hún er fædd í Reykiavík, dóttir Hildar Stefánsdóttur, prófasts Jónssonar frá Auðkúlu, og Páls ræðismanns Ól- afssonar, prófasts Ólafssonar frá Hjarðarholti. Ólöf hefur stundað nám, lengst af í Danmörku og Egyptalandi, en einnig á Spáni, Italiu, Frakklandi og Grikklandi. Á Norðurlöndum er hún orðin vel þekktur mynd- höggvari fyrir hátttöku sína í stærstu listasýningum í Danmörku, og frámunalega glæsileg ummæli sem hún ávallt hefur hlotið hjó hinum dómhörðu listagagnrýnend- urn Dana. Hinn 200 ára frægi listaháskóli í Kaupmannahöfn veitti henni gullmedalíuna 1955, — skólans hæstu verð- laun, — og er hún eina íslenzka konan, sem hlotið hefur hó frægð. Hér heima hekkja færri verk hennar, enda aldrei haldið hér sýningu. Meðal annara sem keypt hafa listaverk af Ólöfu eru, Bæjarróð Árósa, Búnaðarhanki Is- lands, og ítalía. Hún hefur hlotið námsstyrk ítölsku ríkis- stjórnarinnar til nær árs dvalar har. Góðar óskir „19. júní“ fyrir hrem árum, um frama Ólafar Pálsdóttur á listabrautinni hafa rætzt, |)ví glæsi- lega sigra hefur hún unnið siðan. I________________________________________/ Veturinn 1916—17 var gerður stór og hættuleg- ur uppskurður á Ingunni á spítala í Reykjavík. Um þær mundir var Guðrún dóttir hennar sjúklingur á ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Sama dag- inn og Guðrún fékk fregnir um uppskurðinn á móður sinni, kom dr. Sigurður Nordal i heimsókn til hennar á spitalann, en hann var gamall vinur og nágranni þeirra mæðgna. Þá er Guðrún hafði sagt honum, hvernig ástatt var um Ingunni, móð- ur hennar, segir hann: „Gerðu nú það áheit, að ef mamma þín kemst til heilsu aftur, skulir þú hjálpa mér til að fá liana til að skrifa upp minningar sín- ar frá æskuárunum og allan þann óprentaða fróð- leik, sem hún hefur verið að segja okkur". Guð- rún gekk að þessu, og þegar, er heilsa Ingunnar leyfði, lögðu þau sig fram um það bæði, Guðrún og dr. Sigurður Nordal, að fá hana til að hefja rit- störf. Fór svo, að hún lét undan síga, enda þótt hún væri þá komin á sjötugs aldur, veitti enn all- stóru búi forstöðu og eyddi auk þess allmiklum tíma í viðræður við höm og ungmenni, er á heim- ili hennar dvöldu. Á daginn voru því engar næðis- stundir. En Ingunn hafði sinn sérstaka hátt á með ritstörfin sem margt annað. Hún átti stundmn bágt með svefn, einkum í skammdeginu. Nú tók l 9. JÚNI 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.