19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 35
apríl 1943, en í þeim lögum eru fyrirmæli um, að
verja skuli þrem milljónum króna til þess að efla
alþýðutryggingar. 1 lögum um almannatrygging-
ar frá 1946 er svo ákveðið, að fé þetta skuli vera
áfram í vörzlu Tryggingastofnunar ríkisins, þar til
Alþingi setji lög um atvinnuleysistryggingar. Sjóð-
urinn er nú um 4^2 milljón króna. Hann er enn í
vörzlu Tryggingastofnunarinnar, enda annast hún
reikningshald og daglega afgreiðslu atvinnuleysis-
tryggingasjóðs. Árlegar tekjur sjóðsins eru iðgjöld
frá atvinnurekendum, framlög frá hlutaðeigandi
sveitafélögum og framlög úr ríkissjóði.
Atvinnurekandi skal greiða iðgjald sem svarar
1% af almennu dagvinnukaupi Dagsbrúnarverka-
manns fyrir unninn tíma, miðað við 48 klst. vinnu-
viku. Gjaldskyldur atvinnurekandi telst hver sá, er
hefur í þjónustu sinni mann, 16 ára eða eldri, sem
tekur laun samkvæmt kjarasamningi eða gildandi
launataxta verkalýðsfélags.
Framlag sveitafélaga er jafnhátt iðgjöldum at-
vinnurekenda, en framlag rikissjóðs er tvöfalt
hærra. Tekjur þessar eiga að færast á sérreikninga
verkalýðsfélaganna.
Stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs skipa 7 menn.
Alþýðusamband Islands og Vinnuveitendasam-
band íslands tilnefna einn mann hvort, hinir 5
eru kosnir af sameinuðu Alþingi með hlutfalls-
kosningu. Varamenn skulu vera jafnmargir og að-
almenn og valdir með sama hætti. Skipun stjórn-
arinnar fer fram eftir gildistöku laganna, og eftir
það að loknum hverjum almennum alþingiskosn-
ingum. Ráðherra skipar formann og varafor-
mann sjóðsstjórnar úr hópi þeirra aðalmanna, sem
kosnir eru af Alþingi.
TIL HVERRA TAKA LÖGIN?
RÉTTUR TIL BÓTA SAMKVÆMT ÞEIM
OG BÓTAGREIÐSLUR.
Ákvæði laga þessara taka aðeins til atvinnurek-
enda, verkalýðsfélaga og meðlima þeirra í kaup-
stöðum og kauptúnum með 300 ibúa eða fleiri,
einnig til allra erlendra verktaka, sem hafa með
höndum framkvæmdir hér á landi. Ráðherra getur
ákveðið, að lögin taki til annaar staða, ef verka-
lýðsfélög og atvinnurekendur þar óska þess og
hlutaðeigandi sveitarstjórn mælir með því.
Úthlutun bótafjár fyrir hvert félag eða félaga-
samband sé undir stjóm nefndar, sem skipuð er
5 mönnum, þrem frá verkalýðsfélagi eða sam-
----------------------------------------------\
ELlSABET JÓNSDÓTTIR
frá Eyvindarmúla:
MEÐ HÆKKANDI SÓL
% þrái sól og sumar,
en sífellt koma él.
Þó á ég alltaf vonir,
áS öllu farnist vel.
Ég bíð sem barn á vetri,
að bráðum hœkki sól,
er eyði ís og hatri
og ylji þeim, sem kól.
Já, vorið, vorið kemur,
að verma kaldan svörð,
og upp úr gœgjast angar
um urð og vanrœkt börð.
Ó, vorið, vorið góða
méð vegsemd kœrleikans,
er frið og sættir semur
með sólu lífgjafans.
\_____________________________________________/
bandi, einum tilnefndum af Vinnuveitendasam-
bandi íslands og einum af Vinnumálasambandi
samvinnuf élaganna.
Rétt til bóta hafa þeir menn á aldrinum 16—67
ára, sem eru fullgildir meðlimir í verkalýðsfélög-
um, sem lög þessi taka til. Ýms nánari ákvæði eru
um þetta i lögunum, en mér þykir ekki ástæða til
að fara ítarlegar út í það hér.
Lágmark atvinnuleysisbóta skal vera kr. 12,00 á
dag fyrir einhleypan mann, kr. 15,00 á dag fyrir
kvæntan mann og kr. 3,00 á dag fyrir hvert barn,
allt að þremur, yngra en 16 ára, sem er á fullu
framfæri bótaþega. Ákveða má hærri bætur, en
þó eigi hærri en kr. 26,00 á dag fyrir einhleypan
mann, kr. 30,00 á dag fyrir kvæntan mann og kr.
4,00 á dag fyrir hvert barn, allt að þremur, yngra
en 16 ára, sem er á fullu framfæri bótaþega. —
Upphæð atvinnuleysisbóta má ekki vera hærri en
svo, að þær ásamt öðrum tekjum bótaþega nemi
75% af almennu dagvinnukaupi verkamanna í
Reykjavík fyrir 8 stunda vinnu, eða kaupi verka-
konu, ef um konu er að ræða. Bótagreiðsluupp-
19. JtJNÍ
23