19. júní


19. júní - 19.06.1968, Side 5

19. júní - 19.06.1968, Side 5
“V * Sigríður J. Magnússon: Er tímabært að leggja niður Kvenréttindafélag Islands? Mörgum kann að finnast þetta kjánaleg spurn- ing 0g þó. P’jölda karla og því miður einnig kvenna finnst, að nú hafi konur hér á landi öðlazt fullkomið jafnrétti við karla á öllum sviðum. Því ber ekki að neita, að mikið hefur á unnizt frá því, sem áður var. Ef haft er í huga eitt mesta velferðar- ríki Evrópu, Svissland, þar sem konur hafa enn ekki hlotið kosningarrétt, ber íslenzkum konum að gjalda eilifa þökk þeim körlum, sem veittu okkur kosningarrétt og kjörgengi. til Alþingis árið 1915. Hvernig við höfum svo notað okkur þennan rétt, er annað mál, sem við að miklu leyti eigum að sakast um við okkur sjálfar. Nýlega, já, og reyndar margoft áður, spurði góð- upp á af stjórnmálaflokkunum um áratugi, og þó hafa þær mætt á kjörstöðum því nær til jafns við karla. En hvað lengi eigum við að halda þessu áfram? Hvers vegna hafa íslenzkar konur minni áhuga á þjóðmálum en konur annarra okkur skildra þjóða? Viðast hvar um allan heim eiga konur sæti í rikisstjórnum og jafnan við góðan orðstír, því ekki líka hér? Ég treysti mér ekki til að svara þessari spurningu á viðunandi hátt. Nú eigum við þó nokkuð af vel menntuðum konum, sem mundu sóma sér vel bæði á Alþingi og í ríkisstjórn, en þær hafa bara öðrum hnöppum að hneppa. Unga íólkið giftist fyrr en áður, oft og einatt meðan bæði eru við nám, og svo þegar börnin koma til sögunnar, er það álitið sjálfsagt hér, að það sé konan, sem hættir við námið og annist um heimilið, jafnvel þótt hún sé kannski hæfari til náms en maðurinn, og það eru takmörk ER TÍMABÆRT L ■ ■ ■ ur kunningi minni: „Hvers vegna ert þú að þessu kvenréttindabrölti, hafið þið ekki fengið allt ykkar fram? Ég er að hugsa um að fara að stofna karl- réttindafélag lil að halda þó einhverju, þið eruð að leggja allt undir ykkur.“ „Já, það er von þú segir það,“ anzaði ég. „Sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru konur á Islandi í litlum meiri hluta, en gætu þó, ef þeim sýndist, ráðið öllu, eins og þú segir. Við seinustu kosningar til Alþingis voru konur í örlitlum minni- liluta að kjósendatölu og kann dreifbýlið að hafa ráðið þar einhverju. — En nú langar mig til að leggja fyrir þig samvizkuspurningu: Hvað mund- ^ ir þú gera, ef við næstu kosningar til Alþingis yrðu lagðir fyrir þig listar til Alþingiskosninga, þar sem þú ættir þess kost að greiða atkvæði til setu á Al- þingi 59 konum og einum karlmanni?“ Hann klór- aði sér í höfðinn dálitla stund og sagði svo: „Vertu ekki að tala neina vitleysu, ég mundi annaðhvort sitja heima eða skila auðu.“ Ég hygg, að þeir séu ekki ýkjamargir, sem liafa gert sér grein fyrir því, að það er einmitt þetta hlutfall, sem íslenzkum konum hefur verið boðið fyrir því, hvað mikið starf er hægt að leggja á eina konu. En þetta lagast nú sjálfsagt með tím- anum, þegar það rennur upp fyrir fleirum, að börnum er engu siður nauðsynlegt að eiga sam- skipti við föður sinn en móður, og feðurnir því fara að eiga virkari þátt í heimilisstörfunum. Jæja, þetta voru aðeins lauslegar hugleiðingar um baráttu K.R.F.l. fyrir þátttöku kvenna í stjórn- málum og ekki glæsilegar, mundu margir segja, og lái ég það ekki. Annað baráttumál Kvenréttindafélagsins hefur frá upphafi verið launajafnréttið. Samkvæmt lög- um er ekki hægt að segja annað en að því tak- marki sé náð. Og um almenna verkakvennavinnu mun þessum lögum a. m. k. að mestu leyti fylgt. En öðru máli gegnir um vinnu hjá ríkinu, og eru þau lög þó orðin 22 ára gömul. Árið 1946 voru sett lög um launajafnrétti hjá starfsmönnum rík- isins. Þá fékk K.R.F.I. komið inn í þau lög, að ekklum, sem hefðu verið kvæntir konum í þjón- ustu ríkisins, bæru eftirlaun eftir þær eins og þeim ekkjum, sem hlut áttu að máli. Þetta eitt ætti að nægja til að sann færa fólk um, að K.R.F.I. berst 19. JÚNl 3

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.