19. júní


19. júní - 19.06.1968, Síða 12

19. júní - 19.06.1968, Síða 12
Ásn Jónsdótlir, kennari viö barnadeild Hli'Sa.skóla. FRJÁLS VINNUAÐFERÐ Greinarkorni þessu er ætlað takmarkað rými. Þess vegna verður þess ekki kostur að segja frá nema hluta þeirra nýjunga í kennsluháttum, sem við kennarar í Hliðaskóla höfum verið að þreifa okkur áfram með undanfarið, og stikla þar á stóru. Aðalnýjungarnar í kennslustarfi okkar barna- kennara eru tungumálanám yngri barna, frjálsar vinnuaðferðir í lesgreinum og mengjakennsla. Ég hef kosið að segja ykkur eilítið frá frjálsri vinnu- aðferð í einni lesgrein, landafræði. Frjálsar vinnuaðferðir hafa rutt sér mjög til rúms í skólum nágrannalanda, enda markvisst verið stefnt að því þar að taka upp þá kennslu- hætti, er hvettu nemendur til sjálfstæðra vinnu- bragða í námi. Áratuga reynsla er þar fengin fyr- ir slíkum vinnubrögðum, og hafa þau sannað ótví- rætt gildi sitt. Árangur nemandans verður beztur, og hann virðist neyta allrar orku sinnar við nám- ið, þegar hann starfar sjálfstætt og velur sér sjálf- ur verkefni og leiðir til úrlausnar þeim. Á síðari áratugum hafa kennsluhættir hér á landi að vísu breytzt mjög til bóta. Ýmsir kenn- arar hafa skilið mikilvægi þess, að barnið yrði sem sjálfstæðastur þátttakandi í náminu, og hafa tilraunir með frjálsar vinnuaðferðir verið gerðar í barnaskólum Reykjavíkur um langt árabil, en án samræmingar eða skipulegrar stefnu í útbreiðslu slíkra vinnubragða, en nú er stefnt að því að bæta þar nokkuð úr. Illa gengur okkur að hverfa frá gömlu yfirheyrsluaðferðunum, sem svo lengi hafa tiðkazt. Við munum líklega flest eftir okkar eigin landa- fræðinámi í barna- og gagnfræðaskóla, sem fór fram á þann hátt, að nemandinn var kallaður upp að töflu og spurður spjörunum úr, meðan aðrir nemendur sátu aðgerðalausir og hlustuðu á það, sem fram fór í kennslustundum. Kennslan var þurr utanaðbókarlærdómur, stagl landfræðilegra nafna, sem lítt var leitazt við að skýra út, tengja eða sam- tvinna öðrum námsgreinum. Hjálpartæki voru sjaldan önnur en landabréfið. Markmið landafræðikennslu á að sjálfsögðu að vera það að veita börnum þekkingu á hinum marg- víslegu náttúrufyrirbrigðum og mannlífi hnattar- ins. Gera þarf nemendum ljóst innbyrðis samhengi hinna ýmsu landfræðilegu þátta og samband þeirra við lifnaðarhætti manna og dýra, þannig að þeir öðlist skilning á þvi, hve mjög mennirnir mótast af umhverfi sínu og náttúruöflum. Barnið þarf að öðlast skilning á stöðu sinni og þjóðar sinnar í heiminum svo og ólíkri aðstöðu þjóða og landa heimsins. Þá þarf að beina athygli barnsins að víðáttu alheimsins og stöðu jarðar í upphafi geim- ferðaaldar. Með stórbættum samgöngum síðustu áratuga og síauknum samskiptum og viðskiptum þjóða i milli verða alþjóðamál æ mikilvægari. Þess vegna er nauðsynlegt og raunar vænlegt í landa- fræðinámi að tengja námið sem mest samtimavið- burðum til að glæða áhuga nemenda á þessari mikilvægu námsgrein. Það mun auka samúð barns- ins með öðrum þjóðum og auka bræðralagshug- sjónina. Er þess vegna mikilvægt að beita þeim aðferðum, er gera landafræðinámið jafnframt að námi í samtímasögu þjóða, að minnsta kosti þeirra, sem búa í nágrannalöndum, og komi barninu í snertingu við þróun þeirra þjóða, sem námið fjall- ar um og mótar samtíðarviðhorf og umræður hinna eldi'i svo sem í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Byrjunarkennsla í landafræði á þegar í yngstu aldursflokkum að grundvallast á átthagafræði. Kenna þarf barninu að þekkja næsta umhverfi sitt og smávíkka síðan sjóndeildarhringinn. Þá þarf þegar að þjálfa barnið með ýmsum aðferðum undir sjálfstætt nám siðar, svo sem að kenna því að not- færa sér efnisyfirlit, skrifa niður hjá sér mikilvæg atriði úr frásögn, greina aðalatriði frá aukaatriðum, Framh. á bls. 16. 10 19. JÚNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.