19. júní


19. júní - 19.06.1968, Side 21

19. júní - 19.06.1968, Side 21
sonurinn Olav Brunborg lézt í þýzkum fanga- búðum árið 1944. Að striðinu loknu gáfu hjónin líftryggingu Olavs sem stofnfé í minningarsjóð, sem varið skyldi til að styrkja efnalitla íslenzka stúdenta til náms við háskólann í Osló. Árið 1946 kom Guðrún til Is- lands ásamt yngi'i sonum sínum, ferðaðist um landið, flutti fyrirlestra og sýndi kvikmyndir frá hernámsárunum i Noregi. Sumarið 1947 keypti hún sýningarrétt á kvikmyndinni Englandsfar- arnir, og rann ágóði af sýningum í minningar- sjóðinn. Var nú sjóðurinn orðinn 50 þús. kr. og Guðrún Brunborg, ásamt Jon Erlien, forstjára Stúdentabœjarins á Sogni. Myndin er tekin í veizlu, sem GúSrún hélt stúdentum á sjötugsafmœli sínu. lét þá Guðrún staðar numið við söfnun í þann sjóð. Guðrúnu hafði oft gramizt vanþekking Norð- manna á lslandi, og sem lið í kynningu á Islandi hófst hún nú handa við að safna fé í annan sjóð. Skyldi þvi fé varið til að styrkja norska stúdenta til náms við Háskóla íslands. Næstu ár sýndi Guð- rún kvikmyndir víða á fslandi, ferðaðist um i Nor- egi og hélt basar á íslenzkum munum og flutti fyrirlestra um fsland. En Guðrún lét ekki staðar numið. Á árunum eftir stríðið voru mikil húsnæðisvandræði í Osló. Kom það mjög illa við stúdenta og sérstaklega er- lenda stúdenta. Margir íslenzkir stúdentar bjuggu þá í þýzkum herskálum á Háskólasvæðinu. Guð- rún vildi reyna að bæta úr þessu. „Den Norske Studentsamskipnaden“ hafði árið 1952 reist tvær fyrstu byggingarnar á Stúdenta- bænum að Sogni. Fengu norsk sveitarfélög notk- unarrétt á herbergjunum fyrir stúdenta sína gegn því að greiða hálft kostnaðarverð herbergjanna. Guðrúnu datt þá í hug, hvort unnt væri að ná sams konar samningi fyrir íslenzka stúdenta. Tókst henni að semja við „Samskipnaden“ um kaup á tíu herbergjum að Sogni. Fyrsta afborgun var greidd með láni, sem Guðrún ábyrgðist sjálf. Hvert sumar frá 1952—1960 kom Guðrún til íslands, sýndi kvikmyndir, flutti fyrirlestra og sýndi brúður í íslenzkum og norskum þjóðbún- ingum. Hún gaf út tvær bækur, Frumskóga og íshaf eftir Per Höst og Um fsland íil Andesþjóða eftir son hennar Erling. Ágóði af öllu þessu fór að mestu til kaupa á herbergjunum, en nokkuð til annarra manniiðarmála. Árið 1960 hafði Guðrúnu tekizt að greiða her- bergin að fullu. Þá afhenti „Den Norske Student- samskipnaden“ Guðrúnu setustofu að Sogni is- lenzkum stúdentum til afnota, sem viðurkenningu fyrir starf hennar. Af annarri viðurkenningu, sem Guðrún hefur hlotið, má nefna norsk og íslenzk heiðursmerki fyrir mannúðarstörf. Fyrstu stúdentarnir fluttu inn á Sogn 1953, og hafa síðan öll herbergin verið fullskipuð. Stofan er samkomustaður stúdenta, og þar er gott bóka- safn. Má fullyrða, að hvergi sé betur búið að ís- lenzkum stúdentum erlendis en í Osló. Þann vel- vilja, sem okkur er sýndur af yfirmönnum „Stu- dentsamskipnaden“, má að miklu leyti rekja til hins góða samstarfs, sem þeir hafa átt við Guðrúnu. Nú er Guðrún orðin sjötug og mjög heilsutæp. En hún er ekki af baki dottin. Hún er sú hjálpar- hella, sem íslenzkir stúdentar leita til, þegar eitt- hvað bjátar á. Hún tekur virkan þátt í félagslífi okkar stúdenta. Á skemmtifundi kemur hún gjarn- an með rjómapönnukökurnar sínar eða ávexti úr garði sínum. Þá er mikils virði fyrir stúdentana að vita, að heimili hennar er alltaf opið okkur „börnunum hennar“. Þangað er gott að koma. Þegar rætt er um starf Guðrúnar við hana, seg- ist hún hafa gert þetta fyrir sjálfa sig. Á Sogni hafi hún komið upp stórum „barnahóp“, án hans hefði verið einmanalegt í Noregi þrátt fyrir sína stóru fjölskyldu. Guðrún Brunborg hefur með starfi sinu veitt mörgum námsmanni húsnæði og styrk til náms. Hún hefur eflt böndin milli Norðmanna og íslend- inga. Hún hefur á verðugan hátt haldið uppi minn- ingu og hugsjónum efnilegs sonar síns. Hún er ein þeirra kvenna, sem allt sitt líf hefur reist sér skála yfir þjóðbraut þvera. 19. JtJNl 19

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.