19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 24
hana samtimis, hermaðurinn og hún. Hann var
með herdeild sinni á leið í stríðið, hún með for-
eldrum sínum á leið til Islands.
Og nú átti hún leik. Hún hafði ekki einu sinni
tekið eftir því þegar hann færði peðið. Hún beygði
sig yfir taflið, hnyklaði brýnnar. Kóngurinn var
í hættu. Einbeitt á svip, í einu hnipri í sætinu
reyndi hún lengi að finna honum leið til undan-
komu. En hvarvetna voru hættur. Svo leit hún
spyrjandi á mótherja sinn. Á honum voru engin
svipbrigði að sjá þar til hann brosti framan í
hana og sagði kankvíslega:
Menn verða að hafa hugann við.
Get ég þá ekkert gert?
Ég er hræddur um ekki. Ekki nema .... og
hann lagði hikandi hönd á peðið.
Ég gef tafiið, sagði hún hraðmælt. Samstundis
óttaðist hún að hreimurinn hefði verið ivið of há-
tíðlegur, að hann mundi hlæja að henni, ógilda
yfirlýsingu hennar og segja eins og hann hafði
svo oft sagt þegar hann var að byrja að kenna
henni: Þegar maður er að læra og er bara tíu ára
þá má slaka svolítið til á reglunum .... En hann
gerði það ekki. Hann skýrði ekki einu sinni fyrir
henni hvar hún hefði leikið rangt. Hann kinkaði
aðeins stuttlega kolli, sópaði taflmönnunum sam-
an og raðaði upp til nýs leiks.
Og full einheitni hófst hún handa við nýtt tafl
á sama hátt og hún reyndi nú nýja glímu við
hnútinn á köldum og myrkum Tjarnarbakkanum.
Enn einu sinni teygði hún fram krókloppna og
þrútna fingur. En nú gat hún ekki einu sinni hlekkt
sjálfa sig. Þetta voru ekki fingur lengur, aðeins
helfrosnir stirðnaðir gagnslausir limir; aldrei gætu
þeir unnið þetta verk. Hermennimir voru hættir
að ærslast. Allir sátu þeir nú á bakkanum önnum
kafnir við að leysa af sér skautana. Bráðum hyrfu
þeir líka út í myrkrið. Ef hún tæki sig til að gráta
eins og drengurinn? Ef hún settist við hlið hans
og þau orguðu bæði af öllum lífs og sálar kröftum,
öskruðu upp í himininn? Hlytu þeir þá ekki að
koma? Þá sæju þeir um leið hvað að væri og
kæmu til hjálpar án þess hún þyrfti að segja orð.
Hún reis stirðlega upp. Kuldinn frá ísnum hafði
hertekið hnén og læstist nú um allan líkamann.
Hún leit í kringum sig og slikju algers vonleysis
dró á augun. Umhverfið horfðist ekki lengur i
augu við hana; það hafði dregið sig í hlé inn i
myrkrið eins og það hefði alla tíð grunað að fram-
lag hennar til þessa striðs yrði bezt geymt í þögn-
inni. Nei, hún færi ekki að gráta. Sæmdin bjó i
þessu þögla íslenzka umhverfi og yrði ekki þidd
með gráti. Svo vætti hún varirnar, varlega hreyfði
hún tunguna milli gómanna líkt og hún óttað-
ist að einnig hún væri frosin föst. Hún vöðlaði
tungunni uppi í sér, örvaði hana til átaks. Og
ylurinn frá volgu munnvatninu sem vætti góm-
inn stre^undi um líkamann og dró örlítið úr sárs-
auka þeirra svika sem hún var í þann veginn að
fremja. Svo gekk hún þessi fáu skref til hermanns-
ins sem næstur sat og á því máli sem þau höfðu
barði talað handan hafsins bað hún hann leysa
hnútinn.
LANDSFUNDUR K. R. F. í.
Landsfundur K.R.F.l. verður haldinn þ. 8.—11.
júní n.k. Eins og kunnugt er, hafa öll kveníélög,
sem kosið hafa kvenréttindanefndir og eru í lands-
sambandinu, rétt til að senda einn fulltrúa á þenn-
an fund. Þ. 12. júní hefst svo fundur norrænu
kvenréttindafélaganna, og ætlunin er, að hann
standi í þrjá daga á Þingvöllum. Eiga landsfund-
arkonur kost á þvi að sitja þann fund, eftir því
sem húsrúm leyfir. Verður þetta einstakt tækifæri
til að kynnast samstarfsfélögum okkar frá hinum
Norðurlöndunum.
TIL ÚTSÖLUMANNA 19. JÚNÍ
Eins og að undanförnu verður 19. júní, blað
Kvenréttindafélags Islands, sent kvenfélögum og
öðrum þeim, sem hafa haft útsölu blaðsins út um
land. Sölulaun 15% dragast frá útsöluverðinu eins
og meðfylgjandi reikningar sýna. Auk þess má
draga frá sendingarkostnað þeirra peninga, sem
inn koma og er æskilegt að þeir verði sendir í póst-
ávisun og er þá nóg að taka póstkvittun, svo að
ekki þurfi að senda sérstakar kvittanir til útsölu-
manna. Ekki er nauðsynlegt að binda sölu blaðs-
ins við 19. júní, þótt góður söludagur sé, það má
geyma óseld blöð lil haustsins, þegar félagsstörf
hefjast, en senda greiðslur sem fyrst fyrir það,
sem selst og gera skil ekki seinna en í nóvember
vegna ársreikninganna.
Afgreiðsla 19. júní er nú á Hallveigarstöðum,
Túngötu 14, Reykjavík, skrifstofu K.R.F.f., og er
hún opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga
klukkan 16—18. Simi: 18156.
22
19. JÚNÍ