19. júní


19. júní - 19.06.1968, Síða 25

19. júní - 19.06.1968, Síða 25
Framkvœmdastjórn og varakonur. Fremri röð frá vinstri: Arnheiður Jónsdóttir, Jó- lianna Egilsd., Signður J. Magnússon, Svafa Þorleifs- dóttir, Guðrún Heiðberg. Aftari röð: Auður Auðuns, Sigurrós Sveinsd., Friðrika Sveinsd., Geirþrúður Hild- ur Bernhöft, Oddrún Ölafs- d., Maria Pétursdóttir, Jóna Guðjónsdóttir. Á myndina vantar Kristínu L. Sigurð- ardóttur, sem lengi var for- m. framkvæmdastjómar. Afhending Hallveigarstaða I blaðinu „19. júní“ í fyrra var gerð nokkur grein fyrir byggingu og notkun Hallveigarstaða, og vísast til þess. Til viðbótar má geta þess, að þ. 19. júní í fyrrasumar var húsið tekið til notkunar og opnað með listsýningu kvenna, að viðslöddum fjölda góðra gesta, sem svo þáðu kaffiveitingar í húsakynnum skátastúlknanna. Var það góður fagnaður og gerður góður rómur að sýningunni, bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Fundarsaiur í kjallara rúmar nál. 90 manns og eru þar aðstæður til kaffiveitinga, eru kvenfélögin þegar farin að nota hann. En hann er einnig mjög hentugur fyrir sýningar, og upplagt að hafa þann- ig not af honum að sumrinu. Þann 19. jan. s. 1. kallaði framkvæmdastjórn saman á fund stjórnir og varastjórnir þeirra þirggja félagasamtaka, sem fara eiga með stjórn hússins, en þau eru Banda- lag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Is- lands og Kvenréttindafélag fslands. Þar gerði for- maður framkvæmdastjórnar, Sigríður J. Magnús- son, grein fyrir byggingarsögu hússins og minntist látinna kvenna, sem starfað höfðu í framkvæmda- og fjáröflunarnefndum, en þær voru Steinunn H. Bjarnason, Guðrún Jónasson, Guðri'm Pétursdóttir og Laufey Vilhjálmsdóttir. Sagt var frá ýmsum góðum gjöfum, er stofnuninni höfðu borizt, svo sem liljóðfærinu, sem frú Marja Björnsson safn- aði fé til meðal Vestur-íslendinga, þó að hún eða þau hjón muni hafa lagt þar fram drýgstan skerf. Frú Melitta Urbancic gaf tvær höggmyndir, Nína Tryggvadóttir gaf málverk. Þess utan stórar pen- ingagjafir og fleira. Lára Sigurbjörnsdóttir, form. K.R.F.Í., afhenti Sigríði J. Magnússon og Guðrúnu Heiðberg, formanni fjáröflunarnefndar, blómvendi og þakkaði þeim góð störf í þágu stofnunarinnar.. Þann 24. janúar fór svo fram formleg afhending á skrifstofu Sveinbjarnar Jónssonar hrl., sem hef- ur verið lögfræðilegur ráðunautur framkvæmda- stjórnarinnar frá upphafi og aðstoðað hana með ráðum og dáð. Þá var undirrituð reglugerð fyrir kvennaheim- ilið. Samkvæmt ákvæðum hennar fara níu konur með stjórn Hallveigarstaða, þrjár úr aðalstjórn hvers aðildarsambands. Formennsku í hússtjórn hafa formennirnir í þessiun samtökum til skiptis tvö ár í senn, fyrst formaður Kvenfélagasambands íslands, næst formaður Bandalags kvenna í Reykja- vik og þá formaður Kvenréttindafélags íslands.. Til aðstoðar við daglegan rekstur hússins hafa ver- ið kosnar þrjár konur, ein frá hverjum aðila. Þær 19. JONl 23

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.