19. júní


19. júní - 19.06.1968, Page 27

19. júní - 19.06.1968, Page 27
LÉTTARA HJAL Erfiðleikar hins fullkomna eiginmanns Mer þykir afleitt að verða að viðurkenna, að ég er fullkominn eiginmaður. Ég er ekki hégómagjarn og heldur ekki sjálf- hælinn, því að ég veil, að þetta er „guðsgjöf“, hæfi- leiki, sem er meðfæddur og enginn gefur sér sjálfur. Fullkominn eiginmaður sér galla konu sinnar, bætir úr þeim, ef unnt er, og leiðbeinir henni, þegar hún hefur á röngu að standa. Hjónabandsráðgjafar segja, að farsælustu hjóna- böndin séu þau, þar sem annar aðilinn er fullkom- inn, en hinn ekki. Flest hjónabönd stranda á því, að báðir aðilar eru fullkomnir eða báðir ófull- komnir. Ég var svo heppinn að eignast ófullkomna konu, þess vegna er hjónaband okkar mjög farsælt. Það er ekkert auðvelt að vera fullkominn eiginí maður. I fyrsta lagi verður hann að vera viss um að hafa alltaj rétt fyrir sér. Annars gæti hann lent í kröggum, þegar hann sífellt þarf að benda konunni á mistök hennar. Stundum kemur það fyrir, að hún æsir sig upp og hrópar: „Ef ég gæti bara einu sinni fengið mitt fram, þegar okkur verður sundurorða um eitthvað, væri ég ánægð. Gerðu það fyrir mig að láta einu sinni undan!“ Mér þætti fjarska ánægjulegt að lofa henni að hafa betur i deilu, en hvernig á ég að fara að því, þegar hún alltaf hefur á röngu að standa? — Nú, ég býst við, að ég gæti „svikizt um“, látið sem hún hefði haft rétt fyrir sér, en hvernig get- ur nokkur kona borið virðingu fyrir manni, sem játar, að sér hafi skjátlazt. Ég vil nefna nokkur af þeim vandamálum, sem fullkominn eiginmaður á við að stríða. Konan hefur verið heirna með börnin allan dag- inn. Kannski er hún dálítið taugaslöpp, svo að hún æpir hvað eftir annað: „Biddu bara þangað til hann pabbi þinn kemur heim.“ Nú kemur hinn fullkomni eiginmaður heim og á að taka að sér hlutverk hæstaréttar, verður því að hlusta á vitnisburð frá báðum aðilum. 1 mörgum lilfellum verð ég að fella dóminn gegn konu minni. Kannski hefur hún skipað syni mínum að hátta án þess að fá kvöldmat eða bann- að dóttur minni að fara á skauta. Éftir yfirheyrslurnar fellur því dómurinn oft börnunum í vil. Auðvitað verður eiginkonan óánægð, já, stundum öskureið. En ég átti ekki um neitt annað að velja. Ég er sem sé líka fullkom- inn faðir og vil því ekki, að börnin hugsi kulda- lega til mín. Sem fullkominn eiginmaður þarf ég við ýmis tækifæri að benda konu minni á vissa galla hjá hennar fjölskyldu. Stundum finnast henni þessar aðfinnslur óréttmætar. Ég reyni að skýra fyrir Framh. á bls. 42. 19. JÍTNÍ 25

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.