19. júní


19. júní - 19.06.1968, Page 29

19. júní - 19.06.1968, Page 29
Guðrún A. Símonar Ég var fimmtán ára, þegar ég uppgötvaði, að ég gat eitthvað sungið. Minn draumur þá var að kom- ast sem einsöngvari í danshljómsveit Bjarna Böð- varssonar. Sá draumur rættist, og ég söng með hljómsveitinni öðru hverju (án kaups, bara ánægj- an) til tvítugsaidurs. Upp úr því fór ég að verða alvariega þenkjandi, og mig langaði til að kom- ast lengra á þessari braut. Ég fór til Sigurðar Birkis söngmálastjóra, og kom hann mér inn á svið sígildrar tónlistar, ásamt Fritz Weisshappel píanóleikara, sem átti engan sinn 1 íka í að hjálpa ungum og óreyndum söngv- urum. Hvílíka þolimnæði og prúðmennsku hafði sá heiðursmaður! Enn þann dag i dag hef ég mjög gaman af léttri tónlist, þar get ég slappað af og verið ég sjálf. Framh. á bls. 30. GuSrún Á. Símonar sem „Mimi“ í La Boheme. 19. JÚNI Eygló Vikorsdóttir sern bruSan „Olympia“ og Magnús Jónsson í Ævintýrum Hoffmanns. Eygló Viktorsdóttir Þegar kvennablaðið „19. júní“ fór þess á leit við mig, að ég segði eitthvað um feril minn sem söngkonu, var ekki laust við að ég færi hálfpart- inn hjá mér, því að þótt ég sé sísyngjandi og geti ekki að því gert, held ég að það þurfi meira til en mína getu að fara að hafa það í hávegum. LJpphafiega ætlaði ég ekki að fara út í sönginn í alvöru. Ég fór í Tónlistarskólann og lærði þar að leika á fiðlu hjá Birni Ólafssyni. Dr. Urbancic kenndi mér einnig lítillega á píanó sem aukafag. Hann var stjórnandi Tónlistarfélagskórsins og var þar af leiðandi alltaf á höttunum eftir fólki í kór- inn og hann fékk mig til að gerast meðlimur í honum. Ég hafði verið sisyngjandi frá því ég man eftir mér og hafði litla en háa rödd, sem féll vel inn i kórsöng. Framh. á bls. 31. 27

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.