19. júní


19. júní - 19.06.1968, Síða 40

19. júní - 19.06.1968, Síða 40
Það er líka heppilegt að kunna eitthvert tungu- mál í viðbót við ensku og islenzku. Astæðan til þess er, að önnur grein á listanum yfir skyldunáms- greinar er venjulega eitthvert „erlent tungumál“, en skólarnir leggja það mjög misjafnlega út. Sumir teija, að móðurmál ei'lends nemanda fullnægi kröf- unni, aðrir telja enskuna, sem útlendingurinn talar, vera „erlent mál“, og enn aðrir krefjast þess, að út- lendingurinn læri eitthvert þriðja mál í viðbót við móðurmálið og enskuna. Nemandinn getur stund- um komizt hjá því að þurfa að sækja kennslustund- ir í málinu, ef hann getur staðizt próf i þriðja mál- inu. Sumir, en því miður ekki allir stærstu skól- arnir, hafa norrænudeild og kenna dönsku, norsku og sænsku. Á þeim má auðvitað fá að taka próf i þeim málum til þess að fullnægja kröfunni um þriðja málið. Franska, þýzka, ítalska og spænska duga á hvaða skóla, sem er. Prófið er venjulega bæði skriflegt og munnlegt. Skólar í Bandaríkjunum fara líka mjög mismun- andi eð þvi að dæma um virði þess, sem erlendir nemendur hafa lært, áður en þeir fara að heiman. Það er mjög nauðsynlegt að kanna reglurnar um jafnvirði prófa, eins nókvæmlcga og unnt er, og þar næst listann yfir skyldunámsgreinar. Og það getur verið mjög góð hugmynd að hafa með sér námsskrá eða skýrslu að heiman, sem lýsir ná- kvæmlega þeim námsgreinum, sem nemandinn hefur riumið heima, og líka prófskírteini í nokkrum eintökum, svo að leggja megi þau fram á fleiri en einum stað. Eitt það fyrsta, sem lærist á stóru há- skólunum, er lögmál Parkinsons, en í fyrstu grein þess stendur, að ein skrifstofa ali af sér aðra og sú önnur þá þriðju og þannig að endalausu, og það sannast, þegar verið er að reyna að skrá sig á skóla i Bandaríkjunum. Vegna þess, að það eru sjaldan stólar í skrifstofunum, og biðröðin er venju- lega að minnsta kosti tíu manns, getur verið heppi- legt að stunda fyrir fram langar göngur, skíða- ferðir eða aðrar íþróttir, sem styrkja fæturna. Víðtækasta og erfiðasta spurningin, sem ég var spurð heima, var eitthvað á þessa leið: „Hvaða munur er á námi og kennslu úti og heirna?" Einn- ig spurningin: „Hvernig er það að læra og kenna í Bandaríkjunum?“ Ég er nú löngu orðin vön því að læra og kenna erlendis og reyndi þess vegna að muna, hvernig það var í byrjun og hvað mér fannst ólíkast því, sem ég var vön heima. Þá glopraðist það út úr mér, að fyrst væri að læra að rata. Að rata? Um borgina? Nei, um skólann. Einhver minntist á, að ég hefði víst aldrei verið sérlega ratvís (sem var alls ekki satt), og síðan var hlegið hátt. En mér var alvara. Jafnvel á litlum skóla eins og Barnard College (1800 nemendur), þar sem ég byrjaði nám, getur vcrið erfitt í fyrstunni að átta sig. Bygging- arnar gnæfa svo hátt hver annarri líkar. Allir aðr- ir sýnast vera að flýta sér að einhverju ákveðnu marki. Litla kortið framan í námsskránni er ekki að nokkru gagni, því að húsin og göturnar líta allt öðru vísi út en á pappírnum. Eftir langt ráp fram og til baka lendir maður loksins, þar sem maður á að vera, — en þá er sagt: „Farðu með annað eintakið af skjalinu á þessa skrifstofu og það þriðja á hina. Það fjórða á ráðgjafi þinn að undirrita.“ — Allt er þetta sitt í hverri byggingu, sem maður veit ekki, hvar eru. Sama reynsla end- urtók sig í ennþá stærri stil við Columbia (15.960 manns) og Minnesota (38.569 manns). Eftir margar skráningar og fargan er loksins tími til kominn að velja sér námsgreinar, — og þar kemur fram annar mikill munur á námi heima og erlendis, úrvalið. Fyrir utan ensku og tungu- mál or heimspeki og saga á skyldugreinalistanum, vísindi fyrir þá, sem ætla að stunda bókmennta- og málanám, og bókmenntir fyrir þá, sem ætla að stunda vísinda- og tækninám. Ætlunin er að sjá um, að sérfræðingur í hvaða grein, sem er, öðlist þekkingu á vestrænni menningu. 1 sinni eigin grein verður sérfræðingurinn að sækja kennslu- stundir í ákveðnum greinum (major and minor requirements). En þrátt fyrir það má velja milli svo margra greina, að nemandinn verður eins og krakki i leikfangabúð: „Mig langar í þetta og þetta og þetta — og þetta líka.“ 1 foreldra stað stendur ráðgjafinn og minnir á, að þetta og hitt eigi að nema fyrst cg það sé aðeins leyfilegt að innrita sig í svo og svo margar greinar. Þvi miður er ekki unnt að þjálfa sig, áður en farið er að heiman, i ófeimni og kergju, en hvort tveggja getur komið að góðum notum, sérstaklega ef ráðgjafinn reyn- ist vera einn af þeim, sem heldur fast við regl- urnar. Þegar kennslan byrjar, er líka gott að geta svar- að fyrir sig, þvi að kennsla í Bandaríkjunum er að því leyti ólík kennslu heima, að ætlazt er til, að nemendurnir taki þátt í kennslustundunum. 1 sumum deildum, sögu, stærðfræði, vísindum, er fjöidinn, sem sækir sumar kennslustundir, ótrú- lega mikill (upp í 500 manns), og kennarar þeirra 38 19. JÚNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.