19. júní


19. júní - 19.06.1968, Page 42

19. júní - 19.06.1968, Page 42
efnið sem íslenzkir stúdentar í Höfn beittu sér fyrir. Með réttu litu þeir svo á að öll framtíðarheill lands- ins væri komin undir menntun þjóðarinnar sem væri i samræmi við kröfur samtímans. Nýju málin og náttúruvísindi voru þær greinar sem tilfinnan- legast vantaði. Allar tillögur til úrbóta strönduðu á tregðu yfir- valda að veita fé til skólahaldsins. Það var ekki fyi’r en dönsk skólayfin öld tóku sín eigin skóla- mál lil endurskoðunar 1838, að mál Bessastaða- skóla komust fyrir alvöru á dagskrá. Þá var hann látinn fylgja dönsku skólunum. Skólahúsið í Reykja- vík var byggt, hið aldna hús Menntaskólans, og skólinn tók þar til síarfa 1846. Enn vantaði þó skyldukennslu i nýju málunum og náttúruvisind- um. Nokkrum sinnum hafði komið fram hugmynd- in um sérstaka deild fyrir prestaefni en úr fram- kvæmdum varð aldrei. Sérstakur prestaskóli komst svo á 1847. Þó menn hefðu lokið prófi í guðfræðinni fengu þeir oft ekki brauð fyrr en eftir dúk og disk. Þar til þeir voru vígðir sendi biskup þeim spurningar við og við til þess að fylgjast með hvort þeir héldu við þekkingu sinni. Þessir menn voru að jafnaði 50 til 65 á fyrri hluta 19. aldar, margir fengu aldrei brauð. Ef þeir urðu vonlausir að bíða og skyrrð- ust við að svara biskupi hótaði hann að láta þá endurgreiða ölmusur og skatta sem þeim hafði verið ivilnað um. Nú verður reynt að gefa nokkra hugmynd um tiltölulegan fjölda íslenzkra manna sem sóttust eft- ir æðri menntun á fyrri hluta 19. aldar. Eins og áður getur var tala skólapilta mjög háð tölu styrkja sem veittir voru, en eftir því sem leið á þetta tíma- bil jukust þrengslin í skólanum og kom að því að yfirvöld takmörkuðu tölu námsmanna við 40 árið 1827. Tómas Sæmundsson segir í Fjölni 1935 að Bessastaðaskóli sé svo ónógur að varla fái þar inn- töku nema helmingur þeirra sem beiðist þess. Urðu menn stundum að sækja um skólavist ár eftir ár. Mér hefur reiknazt svo til að á tiu ára tímabili 1839—1848 hafi útskrifazt árlega að jafnaði 10 stú- dentar á íslandi eða 1 stúdent á hverja 5700 ibúa. En í Danmörku hafi útskrifazt á þessu árabili einn stúdent á hverja 9300 ibúa. Tala þeirra sem sátu í Bessastaðaskóla var sem áður segir um 45 á ári. Að auki voru svo þeir sem lærðu í heimaskólum. Ef gert er ráð fyrir alls 60 nemendum, sem er var- lega áætlað, verður hlutfallstalan einn nemandi á hverja 950 íbúa, en í Danmörku á sama tima einn námspiltur á hverja 1000 íbúa. Ef við tökum þá tölu sem Tómas Sæmundsson áætlar og gerum ráð fyrir e.ð 90 vilji komast í lærðan skóla væri áætluð hlutfallstala íbúanna 633 á hvern nemanda í lærða skólanum á Islandi. Þetta er vafalaust eftirtektarverð niðurstaða með hliðsjón af tímanum, en ætti ekki að koma á óvart ef höfð eru í huga lestrarkunnátta þjóðarinnar og áhugi á bókaramennt. IJr hvaða stéttum voru nemendur lærða skólans á íslandi? Helmingur og oft ríflega það voru synir embættismanna. Einn til tveir eru synir kaup- manria Hinir voru bændasynir, þ. e. tæplega helm- ingur yfirleitt og nálgast stundum þriðjung. Ef við berum þessar tölur saman við Danmörku og tökum t. d. tímabilið 1839—1848, þá útskrifast að jafnaði 140 stúdentar á ári eða alls 1400 þessi 10 ár. En af þeim eru 9 — níu — alls sagðir úr bænda- stétt, þ. e. a. s. að nær allir stúdentarnir eru synir alls konar embættismanna, kaupmanna, iðnrekenda cg handiðnaðarmanna. Því er við að bæta að á ís- landi lifa nær allir af landbúnaði á þessum tíma og nær 90% dönsku þjóðarinnar. En forsaga bændastéttanna á Islandi og í Danmörku var ger- óh'k. íslenzkir bændur höfðu aldrei búið við átt- hagafjötur né verið þrælar stórlandeigenda. Bænd- ur Danmerkur voru leystir úr átthagafjötrum 1788 en voru raunverulegir þrælar fram undir miðja 19. öld. Fyrirlitlegasta starfinu i þjóðfélaginu, her- þjónustu, voru þeir einir skyldir að gegna. Sam- tímaheimildir um bændastéttir landanna eru og til glöggvunar. Baldvin Einarsson lætur í ljósi Iraust sitt á dómgreind og íhygli íslenzkra bænda, segir marga þeirra allt frá fornu fari bera gott skyn á lög og rétt, kunna góð skil á ástandi og stjórn landsins. Þegar Alþing yrði endurreist vildi hann hafa bændur í meirihluta sem fulltrúa. Sama sinnis var Bjarni Thorarensen skáld. Hvergi hef ég séð þessu andmælt í bréfum. Hins vegar álitu danskir menntamenn bændur síns lands alls óhæfa til að taka þátt i stjórnarstörfum og aðeins einn og einn hæfan til þingsetu. Þetta var um miðja 19. öld er hinir dönsku menntamenn höfðu mik- inn hug á að rétta við hag bændastéttarinnar.11) Að síðustu nokkur dæmi um bókakaup almenn- ings. Iiannes biskup Finnsson telur veigamesta sönnun um fróðleiksfýsn íslendinga hafa komið í n) Fra Stænder til Folk, hls. 12. 40 19. JtJNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.