19. júní


19. júní - 19.06.1968, Page 45

19. júní - 19.06.1968, Page 45
LÁRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR FÉLAGSSTARF K. R. F. í. Að venju hafa félagsfundir verið haldnir einu sinni í mánuði frá október til maí. Þessi erindi voru flutt á fund- unum s.l. vetur: Frásögn af alþjóðafundi kvenna í London, 1967 (Anna Sigurðardóttir). Uppeldishlutverk og atvinnu- þörf kvenna (Vilborg Dagbjartsdóttir). Ábyrgt ástalíf (Stein- unn Finnbogadóttir). Um tryggingamál (Guðjón Hansen). Á desemberfundinum var svo bókmenntakynning og lásu þær Anna Kristín Arngrímsdóttir og Ásdis Skúladóttir upp úr bókum höfundanna Drífu Viðar og Oddnýjar Guðmunds- dóttur, en Svava Jakobsdóttir rithöfundur las upp úr nýjustu bók sinni. Útvarpsnefnd K.R.F.l. sá að venju um dagskrá félagsins 19. júní og 27. september. Fundur var haldinn með kvenréttindanefndum í septem- ber, vegna merkjasölu Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Þar flutti Sigriður .1. Magnússon frásögn af Alþjóðafundi kvenna i London, 1967. Bazar var haldinn í des. og átti liagnaðurinn að notast í húsbúnað fyrir félagið, en þegar til kom, voru skuldabréf Hallveigarstaða keypt i staðinn. Vill K.R.F.I. minna félaga og velunnara á að kaupa skuldabréf Hallveigarstaða, allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu félagsins. Tilmæli bárust frá Kvenfélaginu á Selfossi um að senda fyrirlesara á fund félagsins 2. mai 1967. Formaður sótti fund- inn og skýrði frá starfi K.R.F.l. 1 sept. sat formaður afmælishóf Sambands austfirzkra kvenna í Valaskjálf, Egilsstöðum. Bandalag kvenna í Reykjavik afhenti K.R.F.Í. heiðurs- skjal í tilefni af 50 ára afmæli bandalagsins, en K.R.F.I. er eitt af fjórum enn starfandi félögum, sem stofnuðu banda- lagið. Hin félögin eru: Hringurinn, Thorvaldsensfélagið og Kvenfélag Fríkirkjunnar. Alþjóðafundur kvenna var haldinn í London 1,—10. ágúst 1967 og sóttu hann sem fulltrúar K.R.F.I.: Anna Sigurðar- dóttir og Sigriður J. Magússon. Aðalfundur félagsins var boðaður 26. febr., en reyndist ólöglegur, áskilinn fjöldi samkv. lögum félagsins náðist ekki. Var hann þvi boðaður aftur og haldinn 6. marz s.l. Auk kosninga lágu fyrir fundinum lagabreytingar. Kosnnigar fóru svo, að formaður var endurkosinn, einnig Anna Sigurðardóttir og Þóra Einarsdóttir, og í stað Sigurbjargar Lárusdóttur, sem baðst undan endurkosningu, var Friðrika Guðmundsdóttir kosin; var áður í varastjórn. I upphafi aðalfundar minntist formaður þeirra félags- kvenna, sem látizt höfðu á milli aðalfunda, en þær voru: Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Magdalena Guðjónsdóttir, Margrét Egilson, Ragnheiður Jónsdóttir og Stefania Stefánsdóttir. Fundarkonur vottuðu hinum látnu virðingu sina og risu úr sætum. Siðan er látin Ása Guð- mundsdóttir. Fulltrúar á landsfund voru kjörnar 17 konur og 10 til vara, en landsfundur kvenna verður haldinn að Hallveigar- stöðum, Reykjavik, 8,—ll.júi i sumar. Ekki vannst tími til að ljúka umræðum um lagabreyting- arnar á þessurn fundi, svo framhaldsaðalfundur var haldinn 17. april og voru lagabreytingar afgreiddar þar til lands- fundar. Núverandi stjórn: Lára Sigurbjörnsdóttir, formaður, Petrina Jakobsson, varaformaður, Anna Sigurðardóttir, ritari, Ftiðrika Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Guðbjörg Brynjólfsdóttir, Guðrún Heiðberg, Valgerður Gisladóttir. Iívenréttindafélag Islands varð formlega aðili að kvenna- heimilinu Hallveigarstöðum í jan. 1968 ásamt tveim öðrum aðilum, sem eru: Bandalag kvenna i Reykjavik og Kvenfé- lagasamband íslands. Allir þrír aðilarnir eiga 3 konur í aðal- stjórn hússins, og er það bundið við formann og varaformann hvers félags. Frá K.R.F.Í. eiga því sæti í stjórn hússins: Lára Sigurbjörnsdóttir, Petrina Jakobsson og Guðrún Heiðberg, en i húsnefnd Oddrún Ólafsdóttir. Frá Bandalaginu: Guðrún P. Helgadóttir, Soffia Ingvarsdóttir og Guðlaug Bergsdóttir. Frá Kvenfélagasambandinu: Helga Magnúsdóttir, Sigriður Thor- lacius og Ölöf Benediktsdóttir, og er Helga Magnúsdóttir jafnframt formaður aðalstjórnar. Fundur norrænna kvenréttindafélaga verður haldinn á Islandi i þetta sinn og verður á Þingvöllum 12,—16. júni, að loknum landsfundi kvenna i Reykjavik. Kristín L. Sigurðardóttir var kjörin heiðursfélagi K.R.F.I. á félagsfundi þ. 20. marz 1968. Tillögur og áskoranir: Tekið undir mótmæli ýmissa stéttarfélaga vegna efnahags- aðgerða rikisstjórnarinnar. Skorað á ríkisstjórnina, að fjölskyldubætur verði hækkaðar ríflegar en gert var ráð fyrir í framkomnum tillögum hennar. Sent bréf til fastafulltrúa Islands hjá Sameinuðu þjóðun- um, að Island styddi yfirlýsingu um afnám misréttis gagn- vart konum. Send áskorun til menntamálaráðherra og útvarpsráðs, að ráða Margréti Indriðadóttur varafréttastjóra sem fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Lára Sigurbjörnsdóttir. 19. JÚNl 43

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.