19. júní - 19.06.1972, Síða 16
talsmenn fyrir. Þetta einkenni-
lega rangsnúna mat: að kvenleg-
ir eðliseiginleikar séu „annars
flokks“, ber keim af einhverjum
leiðinda minnimáttar ,,komplex“
og úrillsku, sem ég held, að hljóti
að verka heldur neikvætt í bar-
áttunni fyrir bættri aðstöðu
kvenna í okkar þjóðfélagi.
Með þessa forsendu i huga, að
nokkur eðlislægur munur sé á
karli og konu, ekki aðeins lík-
amlegur, heldur einnig að því er
tekur til sálarlífsins, held ég þó
að það væri báðum kynjunum
jafnt í hag, að uppeldi barna, —
drengja og telpna, stefndi að því
að jafna þann mismun, fremur
en að ýta undir hann. — En um-
fram allt að hver einstaklingur
fái að vera það sem hann er, —
fái að njóta sinna hæfileika og
nýta þá í þágu eigin lífsham-
ingju og samfélagi sínu til gagns.
Jákvæð lífsviðhoi’f sem uppeldis-
legt veganesti, bjartsýni og
kjarkur til að takast á við lífið
og vandamál þess, munu, að ég
hygg, duga þar hvað bezt.
Sigurlaug Bjamadóttir.
líffræðilegu hlutverki verður ekki breytt með uppeldi
Spurningu nefndarinnar verð-
ur að skilja, hvort æskilegt sé að
draga úr þeim mun, sem talinn
er hafa verið á uppeldi telpna og
drengja? Til þess að geta svarað
þessari spurningu þyrftu að
liggja fyrir upplýsingar um,
hvort munurinn sé, eða hafi ver-
ið meiri, en eðlilegt er vegna
hinna líffræðilegu kynhlutverka,
auk menningararfs og félagsað-
stæðna á hverjum tíma. Það þarf
ekki aðeins, að spyrja um, hvort
munurinn hafi verið meiri eða
minni, einnig þarf að spyrja,
hvort hann hafi verið réttur,
æskilegur eða jafnvel nægjanleg-
ur? Hvers vegna og hvernig er
munur á uppeldi telpna og
drengja til orðinn og hvaða til-
gangi þjónar hann? Hvert er
markmið uppeldisins? Ýmsar
fleiri spurningar mætti setja
fram, sem skipta verulegu máli í
sambandi við spurninguna um,
hvort æskileg sé breyting á þeim
mun, sem talinn er hafa verið á
uppeldi telpna og drengja, svo
sem hverjir eigi að ala börnin
upp? Hvaða uppeldisaðferðir
mega sín mest? Hvernig eru upp-
alendurnir? Hver er lífsskoðun
þeirra? Hver mótaði þá. Hver
eru gagnkvæm áhrif barna og
uppalenda hvort á annað. Þannig
mætti lengi spyrja.
Meðan öllum þessum spurn-
ingum er ósvarað, er erfitt að
gefa einhlitt svar, hvort æskilegt
sé, að breyting verði á því, að
telpur og drengir séu alin upp
sitt með hverju móti. Reyna má
að nálgast svar við þessari spum-
ingu með því að hugleiða nánar
sumar af þeim viðbótaspurning-
um, sem settar voru fram hér að
ofan. Matthías Jónasson hefur
skilgreint markmið uppeldisins
sem samfélagshollan einstakl-
ingsþroska í anda vaxandi menn-
ingar. Markmiðið ætti þvi að
vera, að stuðla að auknum
þroska einstaklingsins og aðlög-
unarhæfni hans í síbreytilegu
samfélagi. Ef þetta markmið á
að nást, verður að taka tillit til
eðlis (upplags) einstaklingsins,
þar á meðal svo augljóss og mik-
ilvægs þáttar sem kynferðis.
Markmið uppeldisins er að móta
eðlið, en ekki að stríða gegn því.
Vegna hins langa meðgöngutíma
mannsins og þess langa tíma,
sem líður frá fæðingu og þar til
maðurinn er sjálfbjarga, er móð-
urhlutverkið manninum mikil-
vægara, en allt annað, þó að
margt fleira sé nauðsynlegt. Nú-
tímaþjóðfélag og tækniþróun
hafa gerbreytt aðstöðunni á ýms-
an hátt. Þó ekki svo, að hægt sé
að fá nokkurn fullgildan stað-
gengil i móðurhlutverkið. Það
eru forréttindi kvenna, að ala
börn og skapa fyrstu tengsl við
þau. Við þessu hlutverki geta
karlar ekki tekið, þótt við reynd-
um að gera uppeldi telpna og
drengja eins, eða jafnvel að snúa
því við, frá því, sem verið hefur.
Slikt mundi leiða til ófyrirsjáan-
legra geðflækja hjá komandi
kynslóðum. Til þess að fyrir-
byggja slíkt, verður tvímælalaust
að undirbúa telpur og drengi
undir kynhlutverk sitt með við-
eigandi uppeldi, sem hlýtur að
verða sitt með hvoru móti. Ef
ætlan okkar er, að viðhalda and-
14
19. JÚNÍ