19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 12
Á ALÞJÓÐASKAUTUNUM En ekki situr forsetinn alltaf heima á Bessastöðum því embættinu fylgir mikill erill, skrifborðsvinna og ferðalög bæði innanlands og utan og síðast nú í vor fór Vigdís í einkaheimsókn til Finnlands í boði Finnska menningar- sambandsins til að halda þar fyrirlest- ur í Finlandiahúsinu. En skyldu slíkar heimsóknir hafa mikið gildi? „Allar slíkar kynningarheimsóknir hafa tvímælalaust mikið gildi því þær varpa ljósi á ísland“ segir Vigdís. „Að þessu sinni var það í Finnlandi. Finnar og íslendingar eiga það sam- eiginlegt að þeir eru útverðir Norður- landanna í austri og vestri og báðar þjóðirnar tala mál sem hinar Norður- landaþjóðirnar skilja ekki. í Finn- landi er ég eins og trúboði þegar ég tala um norræna samvinnu og reyni að sannfæra Finna um nauðsyn þess að læra norrænt mál. Þeir hafa margir hverjir látið enskuna sitja í fyrirrúmi en nú er Finnum að verða æ ljósari nauðsyn þess að læra norrænt mál til þess að geta sem best tekið þátt í norrænni samvinnu. Ég tel að vinna ætti að því að allir Norðurlandabúar lærðu eitt Norðurlandamál annað en sitt eigið, t.d. mundi finnlandssænska henta vel bæði okkur og fleirum því framburðurinn er tiltölulega auðveld- ur.“ Vigdís forseti hefur farið víða og hitt ýmsa helstu ráðamenn heims síð- an hún tók við embætti og hún segir að fólk sé alltaf að spyrja sig hvort hún hafi nokkuð breyst á þessum sjö árum. „Auðvitað hef ég breyst" segir hún „því annað væri alger stöðnun. Ég er fremur feimin að eðlisfari, þótt marg- ir eigi eflaust erfitt með að trúa því, og alveg frá því ég var smástelpa hef ég verið að reyna að berja niður Á Bessastöðum á fermingardegi Ástríöar á pálmasunnudag 1986. í þessum sama stól sat Vigdís einnig á fermingarmyndinni, sem og aörar fermingarstúlkur árið 1944, en stóll þessi var um árabil á Ljósmyndastofu Vigfúsar Sigurgeirssonar. Sonur hans, Gunnar, tók myndina og flutti stólinn með sér til Bessastaða í tilefni dagsins. þessa feimni og er að því ennþá. Það er svo merkilegt að ég er miklu feimnari við mína eigin þjóð, mína heimamenn, heldur en þegar ég er erlendis. Þá eru gerðar aðrar kröfur til mín. Ef ég hitti Mitterand Frakklandsforseta, til dæmis, þá er hann bara afskaplega lukkulegur yfir því að ég skuli tala frönsku og að ég get talað við hann um franskan raun- veruleika. Þá er ég komin á alþjóða- skautana eins og ég kalla það í gamni og renni mér eftir svellinu," segir hún og hlær dátt. - Og það virtist fara vel á með þér og páfanum eftir myndum að dæma. Um hvað töluðuð þið? „Það stafar mikilli heiðríkju og hlýju frá þeim manni og ég get vel skilið að hann skuli vera svo áhrifa- mikill sem raun ber vitni. Við töluð- um saman á frönsku og við töluðum um hugsjónir og heimsfriðinn. Hann var prýðilega vel að sér um ísland og honum var m.a. vel kunnugt um veik- indi kaþólska biskupsins á íslandi sem þá lá banaleguna. Við ræddum um kaþólska trúboðið á íslandi og ég sagði honum að ég hefði gengið í Landakotsskóla. Mér var sagt á eftir að við hefðum rætt óvenju lengi saman.“ HREYFINGIN LYKILL AÐ VELLÍÐAN Nú ert þú stöðugt fyrir almenn- ingssjónum bæði innanlands og utan og athygli vekur hvað þú ert vel á þig komin og virðist beinlínis njóta þess sem þú ert að gera hverju sinni. Hvert er leyndarmálið? „Auðvitað er ég misjafnlega upp- lög og í misjafnlega góðu skapi ná- kvæmlega eins og allt annað fólk en ég er svo heppin að vera enginn sér- stakur skaphundur og hef tamið mér sæmilegan sjálfsaga í þeim málum. Ég er þó ekki svo skapktus að það fjúki ekki í mig þegar svo ber undir, en ég er fremur seinreitt til reiði og aldrei langrækin. Ég get ekki séð að það geti verið nokkrum manni til upphefðar að hanga lengi í ólund. Það er staðreynd að mér þykir vænt um fólk og þegar ég hitti fólk og finn að það er hljómgrunnur á milli okkar þá er enginn vandi að láta sér vel líka og vera í góðu skapi. Ég leyni því heldur ekki að ég geri mikið til þess að halda góðri heilsu. Ég er svo lán- söm að vera mjög heilsugóð og hef feikilegt úthald og það þakka ég lýs- inu hennar frú móður minnar og heilsukostinum hennar á uppvaxtar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.