19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 64

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 64
DELTA KAPPA GAMMA Félag kvenna í fræðslustörfum á íslandi Fundurinn, þar sem Sólrún Jensdóttir fjallaði um OECD skýrsluna var haldinn á Bessa- stöðum hjá Vigdísi Finnbogadóttur en hún er heiðursfélagi samtakanna. Nafn samtakanna, Delta Kappa Gamma, er komið úr grísku og eru upphafsstafir orðanna sem þýða kennarar, lykill og konur. Á íslensku kjósa þær að kalla sig Fétag kvenna í frœðslustörfum á íslandi. Þetta eru alþjóðleg samtök sem rekja upphaf sitt til Bandaríkj- anna, en þau voru stofnuð í Texas 1929. Þessi samtök eru hin stærstu sinnar tegundar í heiminum. Meðlim- ir eru 152.000 í 13 löndum. Fyrsta deildin var stofnuð á íslandi árið 1975, en landssamtök voru stofn- uð 1977. Deildirnar eru nú 3. Sam- tökin veita konum tækifæri til þess að ræða uppeldis- og fræðslumál út frá sjónarmiðum mismunandi námsstiga og skólastiga. Samþykki meirihluta félagsmanna þarf til að nýjum félags- mönnum sé boðin þátttaka. Sérhver kona, sem tekin er inn í samtökin gefur hátíðlegt loforð um að halda markmið félagsins í heiðri. Markmið félagsins eru: 1. Að stuðla að alþjóðasamstarfi kvenna sem vinna að menningar- og menntamálum. 2. Að heiðra konur sem standa eða hafa staðið framarlega á einhverju sviði menntamála eða eru að vinna markverð störf í þágu þeirra. 3. Að efla starfsáhuga og stöðu kvenna á sviði menntamála. 4. Að stuðla að æskilegri lagasetningu um menntamál. 5. Að veita konum sem skara fram úr í menntamálum styrki til framhalds- náms í háskóla og styrkja erlendar konur, sem vinna að menntamálum. 6. Að efla persónulegan og faglegan þroska félagskvcnna og hvetja þær til virkni. 7. Að fræða félaga um það sem er efst á baugi í efnahags-, félags-, stjórn- og menntamálum og stuðla mcð því að vaxandi skilningi og virkri þátt- töku þeirra í alþjóðamálum. Alfa-deildin er fyrsta deildin sem stofnuð var hér á landi og starfar í Reykjavík. Á Akureyri starfar Beta- deildin og Gamma-deildin er í Kópa- vogi og Garðabæ. Formaður Alfa- deildarinnar er Áslaug Brynjólfsdótt- ir fræðslustjóri. Hún sagði að þær hittust einu sinni í mánuði yfir vetrar- mánuðina. Hver fundur hefst með „Orði til umhugsunar", en síðan er fundargerð lesin og fréttum eða til- kynningum komið á framfæri. Þá er fjallað um eitthvert sérstakt efni og síðan lýkur fundum jafnan með há- degisverði. Oft eru fengnir utanað- komandi aðilar til að fjalla um sér- stök mál. Þannig var á síðasti fundi fjallað um fjarkennslu og kom Dr. Gunnar G. Schram á fundinn og fjall- aði um það mál. Einnig kynna félagsmenn ýmis efni sem þeir hafa unnið að. Þannig kynnti Sólrún Jensdóttir OECD skýrsluna á fundi. Þegar lögð eru fram frumvörp á þingi sem varða skólamál er skipað í nefndir til að fjalla um þessi frumvörp og gera at- hugasemdir við þau. Iðulega eru slík- ar álitsgerðir sendar til ráðamanna. Áslaug lét vel af félaginu, í gegnum það hafa félagsmenn komið í heim- sóknir í flesta skóla og kynnt sér flest fög skólanna. Á landssambandsfundinum sem fram undan er verður fjallað um áhrif myndar á börn. Reynt er að fylgjast alltaf með því sem efst er á baugi hverju sinni. „Það er alveg sérstakt að vera í þessu félagi,“ sagði Áslaug, „þetta eru yndislegar konur, vel menntaðar og meina vel. Pólitík skiptir engu máli, þær eru svo langt yfir það hafn- ar að blanda henni inni í málin sem eru til umræðu“. I.E.G. 0. HfiNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTA KODAK SAMBAND ÍSLENSKRA S? SAMVINNUFÉLAGA Stiórnunarfélaa islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.