19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 85

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 85
tveimur stúlkum í einni peysu (sjá mynd) og bæta svo um betur með ungum stúlkum á börum (karlmanns- lausar og kannski að bíða eftir næsta sjens?) eða í sundlaugum á innsíðum bæklings sem gefinn er út til að laða Svía að landi okkar og þjóð. Enginn hefur tekið sér fyrir hendur enn sem komið er að kæra þessa auglýsingu til Jafnréttisráðs. REYNT AÐ MÓÐGA EKKI HÁLFA ÞJÓÐINA Með þessu dæmi er þó síður en svo verið að fella dóm yfir íslenskum auglýsingahönn- uðum og það skal viðurkennt að ekki er alveg sanngjarnt gagnvart þeim að benda til einstakrar auglýs- ingar, sem þar að auki er hönnuð erlendis og ætlað að höfða til annarra en íslendinga. Reyndar er varhuga- vert að fullyrða nokkuö um lítilsvirð- andi viðhorf í garð kvenna í auglýs- ingunr hér á landi án þess að gera fyrst nákæma úttekt á viðfangsefn- inu! Svo virðist sem öðru hvoru stingi hér upp kollinum auglýsing, sem keniur við taugarnar á fólki hvað varðar nrisnotkun á konum. Neyt- endur eru snöggir að bregðast við, þyki þeim að sér vegið og auglýsend- ur eru þá fljótir til að kippa slíku til baka. Af þessu má a.m.k. draga þá ályktun að nú orðið sé fólk betur vak- andi á varðberginu, betur meðvitandi um miðlunargildi auglýsinga og um það hlutverk, sem konum hefur verið ætlað. Þar má greinilega merkja við- horfsbreytingu. En hvað um auglýsingahönnuðina sjálfa? Þau sem rætt var við í tilefni þessarar greinar, voru öll á einu máli um að starfsfólk auglýsingastofa væri sér mjög meðvitandi um að rétta hlut kvenna og hafa auga með þeirri kvenímynd sem birtist í auglýsingum. „Andrúmsloftið er miklu jafnréttis- sinnaðra - maður gerir sig ekki að athlægi lengur með því að tala máli kvenfrelsis“ sagði einn, “þess er gætt betur nú orðið að móðga ekki hálfa þjóðina" sagði önnur. Stétt auglýs- ingahönnuða hefur farið mjög hratt vaxandi og mikið er af ungu, „með- vituðu“ fólki við þessi störf. „Fagfólk lætur ekki standa sig að neinu nú orðið“ var viðkvæði sem gjarnan heyrðist. Einnig kom viðmælendum saman um að ísland stæði sig betur í þessum efnum en aðrar þjóðir - hér væru þess gleggri merki í auglýsing- um að verkaskipting kynjanna væri að riðlast, að konur væru taldar kaupendur fjölbreyttari varnings, að þær sinntu ótal störfum utan heimilis og væru ekki lengur alveg einar um húsverkin. Jafnframt væri á undan- haldi að nota kvenlíkamann til skrauts til að ýja að kynferðislegum hugartengslum og því að konur hugsi fyrst og fremst um útlit sitt til að geðjast körlum; þessi viðhorf birtust ekki í innlendum auglýsingum í nærri því sama mæli og tíðkast erlendis. Við verðum að taka orð auglýsinga- hönnuðanna góð og gild en bera þau um leið saman við okkar eigin tilfinn- ingu fyrir þeinr viðhorfum sem birtast okkur í verkunt þeirra. EKKI NÓG AÐ NÖLDRA HEIMA í STOFU Eins og áður kom fram virðist sem neytendur, við sem lesum, heyrunt eða sjáum auglýsing- arnar, séum harðari á því nú en áður að láta ekki misbjóða okkur. Endanlega erunr það við sem höfum vald til þess að breyta kvenímynd auglýsinganna og þoka þeim í þá veru að endurspegla heim sem við sættum okkur við. Fyrir það fyrsta; höfði auglýsing ekki til okkar, selur hún okkur enga vöru. Seljendur eru fljót- ir að reka sig á það! í öðru lagi hefur hver sem er í hendi sér að láta til sfn taka. Þegar auglýsingahönnuðir tala um „fagfólk" eiga þeir við félaga í Sambandi íslenskra auglýsingastofa, SÍA. Þeim félögum er gert að fara að siðareglum Alþjóðaverslunarráðsins. í þeim reglum segir: „Auglýsingar skulu ekki innihalda boðskap, í orð- um eða myndum, sem brýtur gegn al- mennri velsæmiskennd" (1. grein). Almenn velsæmiskennd er auðvitað túlkunaratriði, en öllum, hvort sem er einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum er heimilt að bera fram kærur til siðanefndar SÍA og nefnd- inni kann að sýnast fjöldi kæra mæli- kvarði á velsæmistilfinningu kvenna tilaðmynda. Erlendis hafa konur oft- sinnis tekið sig saman um að mót- mæla auglýsingum sem þær telja brjóta gegn velsæmiskennd sinni og oft haft árangur sem erfiði. Þá eru í gildi reglur Ríkisútvarps sem kveða á um hvaða skilyrðum auglýsing þarf að fullnægja svo hún teljist birtingarhæf. Hún má ekki, fremur en í siðareglum SÍA, brjóta í bága við smekk og velsæmi (1. gr.3) og heldur ekki vera í bága við íslensk lög, t.d. Jafnréttislögin. í þeim segir: „Auglýsandi og sá, sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynj- anna á nokkurn hátt“ (Lög nr.65/ 1985). Félagar SÍA reyna að sögn að hlíta öllum þessum skilyrðum og þeim auglýsendum sem standa utan SÍA er a.m.k. skylt að fara að íslenskum lögum. Það eru því margar leiðir fær- ar til þess að láta skoðun sína í ljósi og leggja þá skoðun undir dóm. Þau okkar sem hug hafa á að breyta við- horfum í auglýsingum eða breyta auglýsingum þannig að þær verði í takt við þá veröld sem við lifum í nú eigum þess raunverulegan kost að sitja ekki þegjandi heldur láta til skarar skríða. Það dugar skammt að láta sér nægja að nöldra yfir misvirð- ingunni í þessari auglýsingu eða hinni heima í stofu. Þyki okkur seint ganga að breyta viðhorfum er ekki annað til úrræða en láta hendur standa fram úr ermum. Eins og strákarnir segja, boltinn er á okkar vallarhelmingi! 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.