19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 74

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 74
BRJOTUM MURANA NORRÆNT JAFNRÉTnS- VERKEFNI / Arið 1985 fól Norðurlandaráð Norrænu ráðherranefndinni að vinna að aukinni fjöl- breytni í náms- og starfsvali kvenna. Ákveðið var að ráðast í 4 ára verk- efni sem unnið yrði á Norðurlöndun- um fimm. Verkefni nefnist BRYT (brjóttu), á íslensku BRJÓTUM MÚRANA. Petta er stærsta verk- efni, sem norræna jafnréttisnefndin hefur látið vinna og aldrei fyrr hefur ísland verið jafn virkt í samnorrænu verkefni á sviði jafnréttismála. í hverju landi er starfandi verkefnis- freyja sem skipuleggur og stýrir verk- efninu í sínu landi. Brjótum múrana er í öllum fimm löndunum staðsett utan stærstu þéttbýlisvæðana, hér á íslandi er verkefnið unnið á Akur- eyri. Hlutverk okkar sem að verkefn- inu vinnum er að þróa og prófa að- ferðir til að hafa áhrif á kynskiptingu vinnumarkaðarins, meta áhrif þeirra og nýta okkur í því sambandi niður- stöður þeirra rannsókna sem þegar hafa verið unnar. í hverju hinna fimm landa verða unnin mörg verkefni á vegum Brjót- um múrana. Aðgerðirnar beinast bæði að skólakerfinu og vinnumark- aðnum. Úlutur okkar verkefnisfreyj- anna er ilnismunandi eftir verkefnum. Við ýmist ýtum úr vör, vinnum verk- efnið sjálfar eða fylgjumst með að- gerðum og rannsóknum, eða allt í senn. Hér á landi er yfirleitt um síð- astnefnda kostinn að ræða, þar sem sárfáir aðfir eru að fást við þessa hluti og þann grundvöll sem lagður hefur verið í hinum löndunum verður að reyna að leggja hér jafnóðum m.a. með rannsóknum. KONUR EINANGRAÐAR í FÁUM, LÍTILS- METNUM STARFSGREINUM Meginmarkmið Brjótum múr- ana er að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og auka áhrif þeirra á samfélagið. Við getum ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að einangrun kvenna í fáum, fjölmennum og lítilsmetnum starfsgreinum á stóran þátt í kúgun kvenna og áhrifaleysi. Stóraukin þátttaka kvenna í launuðum störfum hefur ekki orðið til þess að auka verulega áhrif þeirra í þjóðfélaginu og hefur heldur ekki leitt af sér aukna fjölbreytni í dagleg- um störfum þeirra. Konur vinna svip- uð störf inni á heimilunum og utan þeirra, launin eru lág og áhrif kvenn- anna á vinnuaðstöðu sína lítil sem engin. Þær vinna þjónustustörfin og undirstöðustörfin í iðnaðinum, störf sem halda velferðarkerfinu uppi. Auk þess sjá þær um að í þetta vel- ferðarþjóðfélag komi nýir, heilbrigðir þegnar, en því hlutverki sínu eiga konur æ erfiðara með að sinna, þar sem kerfið allt er sniðið að þörfum og aðstæðum karla. Léleg laun, aðstaða kvenna og hógværar kröfur þeirra eru afleiðing árþúsunda kúgunar og hefða, en auk þess hefur mikið vinnuálag og tíma- skortur verið þeim hindrun í barátt- unni fyrir bættum kjörum. Á þessu verður ekki breyting meðan konur vinna nær eingöngu störf sem fram á þennan dag hafa ekki þótt launa verð innan heimilis, vinna þau undir stjórn karla og láta þá um að meta gildi þeirra. Konur verða að gera sér ljóst, að þær eru jafn hæfar körlum. Til þess að hæfileikar kvenna fái notið sín á sem flestum sviðum, öllum til góðs, þurfum við að skapa grundvöll, sem ekki brýtur í bága við áðurnefnt hlutverk kvenna að viðhalda mann- kyninu, skapa þeim skilyrði til að ala heilbrigð börn, óháð því hvaða starf þær hafa valið sér. Og það er mikil- vægt að ekki verði litið á þau skilyrði scm réttindi kvenna, heldur leið til að gera konum kleift að sinna nauðsyn- legu hlutverki sínu. TRYGGT OG ÞÆGT VINNUAFL Rannsóknir hafa sýnt að konur eru tryggt og hógvært vinnu- afl, m.a. vegna svokallaðra sérréttinda þeirra. Kona sem búin er að vera frá vinnu vegna barna sinna, lætur sér ekki detta í hug stöðuhækkun, námsleyfi eða kaup- hækkun. Hlutastörf kvenna eru líka notuð gegn þeim, sú sem vinnur hlutastarf á engan rétt til ofannefndra veraldargæða. Goðsögnin um hið ótrygga vinnuafl kvenna er úrelt, konur eru að verða tryggara vinnuafl en karlar, en gera enn mun minni kröfur. Atvinnurekendur sem áður réðu til sín konur vegna þess að ekki þrufti að greiða þeim jafn há laun og körlum fyrir sömu störf, ráða þær nú vegna þess að þær eru þægar og þægðin er m.a. óbein afleiðing svo- kallaðra sérréttinda þeirra. AÐ RÉTTLÆTA LAUNAMUNINN En fleira þarf til að halda launum kvenna niðri. Ein leiðin til þess er skiptingin í kvenna- og karlastörf. Ef konur og karlar ynnu sömu störf, eða öllu heldur hefðu sömu starfsheiti, þá bryti það í bága við lög að greiða þeim mismun- andi laun, enda geta flestir vinnuveit- endur sýnt fram á jafnrétti á sínum vinnustað, þar sem konur og karlar fá sömu laun fyrir sömu störf. Karlarnir hafa bara önnur starfsheiti en konurnar. Ýmislegt bendir til að milli at- vinnurekenda og verkalýðsforystu sé víða í gildi óformlegt samkomulag um að viðhalda þessari kynskiptingu. M.a.s. eru dæmi um formlegt, en leynilegt samkomulag af því tagi hjá fyrirtækjum á Norðurlöndum. Ávinn- ingur atvinnurekendanna er að halda tryggu vinnuafli kvenna í lágt launuð- um störfum. Með tilkomu kvenna í karlagrein, missir starfið oft virðingu og karlar telja sig ekki geta gert kröf- ur vegna starfs sem sýnt er að kona getur líka unnið. Þetta er einn þcirra sterku þátta, sem viðheldur og endur- 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.