19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 90

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 90
Litla svið Þjóðleikhússins hefur síðastliðinn vetur sýnt nýtt íslenskt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur. / smásjá er heiti verksins og var það frumsýnt milli jóla og nýárs og sýnt allt fram í miðjan apríl enda fór aðsókn að verkinu langt fram úr því sem upp- haflega var búist við. Höfundur leikritisins, Þórunn Sig- urðardóttir, hefur áður samið leikrit- ið Guðrúnu sem Leikfélag Reykja- víkur sýndi fyrir fáeinum árum, og byggt var á sögunni frægu um Guð- rúnu, Kjartan og Bolla í Laxdælu. / smásjá er hins vegar brugðið upp mynd úr nútímanum sem sprottin er alfarið úr hugskoti höfundar og má því með vissum sanni nefna þaðfrum- smíð hennar sem leikritahöfundar. Þar fyrir utan er Þórunn löngu kunn sem leikari, leikstjóri, hópvinnu- höfundur, blaðamaður og margt fleira. Sýning Litla sviðsins var undir leik- stjórn Þórhalls Sigurðsson en unnin í nánu samstarfi við höfund. Leikmynd og búninga hannaði Gerla, en tónlist- in var á ábyrgð Árna Harðarsonar. Leikritið segir frá fjórum einstakl- ingum, Bjarna prófessor og yfirlækni sem Ieikinn var af Arnari Jónssyni, Dúnu konu hans, sem er ritari að at- vinnu, en hana lék Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Alla aðstoðarlækni sem leikinn var af Sigurði Skúlasyni og loks Hildi, konu Alla og aðstoðaryfir- lækni, en í því hlutverki var Ragn- heiður Steindórsdóttir. í sem stystu máli segir leikritið frá yfirborðs- kenndu nútímalífi þessara tveggja hjóna þar til banvænn sjúkdómur Dúnu fær þau til að hugsa sinn gang og gera upp við eigin tilfinningar og lífsmynstur. Stór hluti leikritsins gerist við sjúkrabeð Dúnu. Á liðnum vetri hefur leikrit þetta hvarvetna verið til umræðu og sitt sýnst hverjum, jafnt gagnrýnendum sem áhorfendum. 19. júní leitaði til nokkurra áhorfenda og bað þá segja álit sitt á leikritinu. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.