19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 33
□ □ □ □ OG KEPPNISÍÞRÓTTIR - Hvað olli því að þú lagðir þetta allt á þig? „Það er erfitt að slíta sig frá þessari rútínu, sem maður er kominn í. Ást á íþrótt er eins og hver önnur. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að lifa án þess að fara tvisvar á dag í sundlaug. Ég vissi ekki hvernig það var að vera ekki þreytt. Hjá mér var þetta ekki metn- aður að vera best, heldur lífsmynstr- ið, átakið, vellíðanin eftir líkams- rækt. Maður verður hálf stefnulaus þegar maður hættir. Enda var ég lengi að sætta mig við það að vera hætt.“ - Finnst þér vera munur á stelpum sem eru að keppa núna og ykkur? „Þær stefna í rétta átt og markmið- in eru þau sömu, en það er undarlegt að sumar kunna ekki að tapa og eru skælandi með einhver lukkudýr úti í horni, í stað þess að taka í hendina á þeirri sem vann og strengja þess heit að gera betur næst. Það er e.t.v. ýtt of mikið á eftir þeim. Ég læt krakk- ana mína synda þær greinar sem þau langar til að synda, en ekki fyrir fé- lagið. Þau eiga að synda fyrir sig. Þegar einstaklingur er að æfa sig upp til afreka gerir hann það fyrir sjálfan sig, ekki þjálfarann. Það verður að ríkja jafnvægi milli þjálfarans og sundmannsins. Þjálfarinn verður líka að meðhöndla krakkana varlega þegar þau eru að undirbúa sig undir keppni, því þá er pressan mikil og þau eru viðkvæmari. Maður á alltaf að biðja þau að gera heldur minna en þau treysta sér til. Það má ekki ræna þau keppnisgleðinni á barnsaldri og gera þau hrædd." — Nú synda öll börnin þín fjögur, og Hugrún, Bryndís og Magnús Már eru þegar margfaldir methafar og meistarar á sínum sviðum. Hvers vegna heldurðu að þau syndi? „Ég ýtti þeim ekki út í sund. En það tvinnast á svo margan hátt inn í líf mitt. Það eru verðlaunapeningarn- ir mínir, myndaalbúmið, umtalið, ánægja mín af íþróttinni, þjálfunar- starf mitt, alltaf jákvæð umfjöllun um sund, allt þetta hlýtur að hafa haft áhrif. Svo náðu þau fljótt tækni, og eru geysilega sterk líkamlega og ólöt að eðlisfari. Það er sjálfsagt erft.“ Því má bæta við að Torfi Tómas- son, sem þjálfaði Hrafnhildi og fór í landsliðsferðir með henni, sagði að það hefði verið afskaplega gaman að þjálfa hana. Stíllinn var svo fallegur að allir námu staðar og horfðu á hana synda, erlendir þjálfarar líka, og allir vildu fá hana til sín. Þar sem Hugrún dóttir hennar hefur svipaða líkams- byggingu og líkan stíl verður spenn- andi að sjá hvernig henni vegnar nú þegar sundið er í uppsveiflu, þjálfar- ar e t.v. betri, umbunin, stuðningur- inn og umfjöllunin meiri en þegar Hrafnhildur var að koma í bakkann, fremst íslenskra kvenna meðan hún keppti. S.H. Mynd þessi er tekin fyrir fáeinum árum af Hrafnhildi og börnum hennar, Magnúsi Má og Arnari Frey, Hugrúnu og Bryndísi. Eldri sonurinn og dæturnar eru þegar orðin landsþekktir sundgarpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.