19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 77

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 77
Sýnishorn úr litskyggnuflokknuni fyrir yngri nemendur: Eldhús. Hvað þarf að gera í þessu eldhúsi? Hverjir eiga að gera það? Hvers vegna? Hvað verður ef enginn gerir það? kynjanna meiri athygli en áður og horfi jafnframt gangrýnni augum á viðtekin viðhorf og hefðir. Efnið er ekki í samhangandi röð og t.d. má vel taka fyrsta kaflann fyrir en sleppa hinum. ASKJA FYRIR EFNI UM STÖÐU KYNJANNA. Samfara þessu námsefni lét Námsgagnastofnun hanna öskju fyrir skóla til að safna í og varðveita efni til fræðslu um stöðu kynjanna. KYNNING OG TILRAUNAKENNSLA. Þetta námsefni var fyrst kynnt á fjölmiðlafundi sem jafnréttis- nefndirnar, Námsgagnastofnun og Jafnréttisráð héldu 19. sept. 1985. Það var síðan kynnt og sýnt nokkru síðar í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar á dagskrá urn jafna stöðu kynja til náms og starfa, „Stelpa - strákur, skiptir það máli?“ í nóvember sama ár var síðan hald- ið tveggja daga námskeið fyrir kenn- ara og var hverju fræðsluumdæmi boðið að senda tvo kennara sem væru tilbúnir til að tilraunakenna námsefn- ið, kynna það á sínu svæði, semja skýrslu um kennsluna og reynslu af efninu og koma á fund í lok skólaárs- ins. Endurmenntun Kennaraháskól- ans sá um kennslukostnað og Jafn- réttisráð og jafnréttisnefndir greiddu ferðakostnað Jtátttakenda. Um 16 konur tóku þátt í námskeiðinu, flest- ar kennarar yngri barna. Leiðbein- endur voru höfundarnir og Elín G. Ólafsdóttir kennari. Hópurinn hittist aftur einn dag í byrjun júní á næsta ári til þess að gera upp tilraunina. í tilboði K.H.Í. um endurmenntun- arnámskeið fyrir kennara sumarið 1986 var boðið upp á námskeiðið „Jöfn staða kynja til náms og starfs". Það stóð í fjóra daga og sóttu það 18 konur og einn karl. Sá hópur hittist aftur 19. mars s.l. með leiðbeinend- um af námskeiðinu til þess að bera saman bækur sínar. Á vegum endur- menntunar K.H.Í. var haldinn fund- ur með öllum stjórnendum nám- skeiða sumarið 1986 og þeir hvattir til að tengja umræðu um stöðu kynj- anna inn í sitt efni. Ekki er vitað til að sá fundur hafi borið árangur. Boðið var upp á sams konar nám- skeið á Akureyri í tengslum við verk- efnið „Brjótum múrana", en það varð aðeins tveir dagar vegna lítillar þátttöku. Höfundarnir hittu Jafnréttisnefnd Reykjavíkur nokkrum sinnum til þess að ræða efnið. Jafnréttisnefndir Kópavogs og Hafnarfjarðar efndu til kynningarfunda um efnið fyrir nefnd- armenn, skólastjóra og fleiri. Skóla- stjórarnir sendu flestir áhugasamar kennslukonur í sinn stað. Á hvorn fund komu einn skólastjóri, í öðru til- fellinu kona! Höfundar litu einnig við á fundi fræðslustjóra í menntamála- ráðuneytinu og sýndu þeim efnið. Efnið hefur einnig verið kynnt á vinnufundi kennara í Hafnarfirði og haldið var eins og hálfs dags nám- skeið um efnið í Fossvogsskóla vegna þemaverkefnis í öllum bekkjum skól- ans um stöðu kynjanna. Því nám- skeiði var fylgt eftir með eins dags vinnufundi með höfundum meðan verkefnið stóð sem hæst. Þátttakendur af námskeiðunum kynntu einnig efnið ýmist í sínunt skóla eða á fundum með kennurum úr fleiri skólum í fræðsluumdæminu. REYNSLA AF NÁMSEFNINU. au sent unnið hafa með þetta námsefni virðast öll gleðjast yfir því að loksins sé eitthvað til fyrir nemendur um stöðu kynj- anna, sbr. ritdóma þeirra Bryndísar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur í Nýjum menntamálum, 3. tbl. 1986. En það fara ýmsar sögur af því hvernig tókst að vekja nem- endur til umhugsunar og þátttöku og hvernig samkennarar litu á efnið og tilraunakennsluna. Yfirleitt voru nemendur jákvæðir, einkum þeir yngri. Orðið „jafnréttis- kjaftæði“ heyrðist hjá sumum þeim eldri. Kennararnir eru allir sammála um að efnið stuðli að auknum þroska nemenda og æfi þau vel í að tjá sig. í sumum skólum sýndu kennararn- ir þessu mikinn áhuga og skoðuðu efnið vel og litu í öskjuna til að skoða annað efni þessu tengt, annars staðar fengu konurnar háðsglósur og níðvís- ur! „Hverju viljið þið eiginlega ná fram með þessu?“ spurði einn skóla- stjórinn. Víða var ekkert spurt og enginn skoðaði efnið. Yngri barna efnið hefur verið not- að mun meira en eldri barna efnið allt frá 6 ára bekk og upp í 12 ára. í yngri bekkjum hafa kennararnir gjarnan sleppt verkefnablöðunum, en þau hafa gefist vel með eldri nemendum. Ótrúlegt er hvað kennararnir hafa látið sér detta margs konar verkefni í hug í tengslum við efnið, þar má nefna alls konar myndræna vinnu úr fjölbreyttu efni, heimsóknir á vinnu- staði og úrvinnslu í skólanum á eftir, kannanir, athuganir á eigin námsefni, leikræna tjáningu, ljóðagerð o.fl. Eldri barna efnið hefur verið kennt í 8. og 9. bekk. Sum verkefnin þykja nokkuð þung fyrir 8. bekk. Gaman væri ef einhver tæki það fyrir í fram- haldsskóla, annað hvort í ákveðinni grein eða heilum skóla. Fáir kennarar hafa tekið allt efnið fyrir, en nokkrir hafa valið úr efninu og bætt ýmiss konar vinnu við, eins og heimsókn- um, könnunum, viðtölum o.fl. Mjög erfitt virðist að finna efninu stað t.d. í 9. bekk, þar er starfið nokkuð njörv- að niður í undirbúning undir sam- ræntd próf. Efnið ætti að falla vel inn 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.