19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 6
Við viljum geta verið stolt af því sem við höfum til þekkingar og menningar heimsins að leggja,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, í ávarpi sínu til þjóðarinnar á nýjársdag og vísa þau orð hennar til þeirra mála er hún hefur lagt einna mesta áherslu á síðustu misserin. Þetta er sjöunda ár hennar í forsetastóli og ritnefnd 19. júní fannst orðið tímabært að ræða við hana enn á ný, en fyrst var rætt við Vigdísi Finnbogadóttur í 19. júní árið 1980 í tilefni þess að hún bauð sig fram til forseta fyrst kvenna og árið 1981 birt- ist aftur viðtal við hana í blaðinu er hún var orðin forseti lýðveldisins. Þetta er því þriðja viðtalið við Vigdísi í 19. júní, ársriti Kvenréttindafélags íslands. HÚS BYGGT Á BJARGI Beiðni okkar um viðtal var ljúf- mannlega tekið á Forsetaskrifstof- unni. Tími forsetans er ásetinn og skipulagður langt fram í tímann, en eftir nokkurra vikna bið rennur stundin upp. Ókunnugir mundu síst láta sér detta í hug að hið virðulega Stjórnar- ráðshús, sem reist var 1770 og nú hýs- ir skrifstofur forseta íslands og forsætisráðherra, hafi upphaflega verið byggt til þess að hýsa um 70 fanga og þar með talda þá „delin- kventa“ sem dæmdir voru til að kag- strýkjast, brennimerkjast og erfiða í járnum, en slíkir menn höfðu áður Rannveig Jónsdóttir ræðir við Vigdísi torseta um líf hennar og starf og þær persónur sem mótuðu hana í æsku. verið sendir til Danmerkur í „spuna- húsið“ eða á Brimarhólm. Hús þetta er byggt á bjargi í bókstaflegri merk- ingu því undirstöður þess eru ekki nema alin niður, en til samanburðar má geta þess að á Bessastöðum þurfti að grafa 8 álnir niður til þess að kom- ast á fastan grunn. Húsið var notað sem fangahús fram til 1815 og var eft- ir það setur stiftamtmanna og lands- höfðingja en 1904 varð það aðsetur ríkisstjórnar íslands. Nákvæmlega ekkert minnir á þessa sögu þegar stigið er inn fyrir dyr Stjórnarráðshússins í dag. Þar ríkir nú notalegt andrúmsloft og maður gengur hljóðlausum skrefum á flos- mjúkum teppum og fögur málverk RANNVEIG JÓNSDÓTTIR prýða hina virðulegu og fallegu skrif- stofu forseta íslands. Vigdís tekur mér alúðlega og lætur bera okkur kaffi. Ég get ekki stillt mig um að spyrja hana hvernig and- inn sé í þessu húsi og hvort hún verði vör við nokkuð og hún svarar: „Það eru góðir andar í þessu húsi, svo ekki sé nú talað um á Bessastöð- um. Ég hef aldrei orðið vör við neitt á hvorugum staðnum, þó vitum við að bæði hérna og á Bessastöðum hafa margir verið óhamingjusamir en ég held að þeir sem þá voru óhamingju- samir myndu líta til okkar með hlýju fremur en hitt af því að við höldum minningu þeirra vakandi og gleymum þeim ekki. Við megum aldrei gleyma fortíðinni, því eins og Lykurgos, grískur spekingur, sem uppi var á þriðju öld fyrir Krist, sagði og er eilíf- ur sannleikur: „Sú þjóð sem virðir ekki fortíð sína á sér enga framtíð.“ Við horfum á þessa hræðilegu eymd úti í löndum og okkur finnst hún svo fjarlæg en samt er hún svo ótrúlega nálæg okkur vegna þess að það er svo skammt síðan að við íslendingar vor- um í svipuðum sporum.“ Að loknu spjalli um húsið snúum við okkur að því umræðuefni sem var raunar kveikjan að þessu viðtali. NÝJÁRSRÆÐAN / nýjársdag situr öll þjóðin fyrir framan sjónvarpstækin og hlustar á ræðu forsetans. Skiptir nýjársræðan miklu máli fyrir forseta Islands? 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.