19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 81

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 81
ef við notum orðin hommi eða lesbía og það ýtir enn undir þennan felu- leik, hjálpar til við að gera okkur ósýnileg. Á sama tíma má fólk aug- lýsa eftir framhjáhöldum og öðru slíku í DV!“ - Hvernig er félagsstarfi Samtak- anna 78 hagað? „Samtökin hafa haft skrifstofu uppi í Brautarholti en nú hafa borgaryfir- völd séð að sér og leigja okkur hús undir starfsemina að Lindargötu 49. Par er opið frá 14.00 til 18.00 og auk þess eru símatímar á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Pá getur fólk hringt inn og fengið ráðleggingar og svo framvegis. Síðan er hugmyndin sú að reka kaffihús frá fimmtudegi til sunnu- dags. Það er mjög mikið af fólki úti í bæ sem er enn í felum og við erum alltaf að frétta af fieirum. Sumir sýna sig aldrei nema dauðadrukknir á böll- um Samtakanna og það er mjög sárt að horfa upp á að fólki þurfi að drekka í sig kjark til að þora að koma. HOMMARNIR RÁDANDI Eldra fólk á sérstaklega erfitt með að koma úr felum, það er oft bundið í fjölskyldu og það er ekki hlaupið að því að rífa sig upp og segja öllum frá því að maður sé í rauninni annar en maður hefur alltaf þóst vera. Fólk er alltaf hrætt við það óþekkta, það veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær.“ - Nú eru töluvert fleiri hommar en lesbíur í Samtökunum, var það ástæða þess að íslensk-lesbíska var stofnað? „Hommarnir eru ráðandi í Sam- tökunum, það er rétt, og með stofnun Íslensk-lesbíska átti að reyna að ná betur til lesbía og sameina okkur, þannig að við gætum haft meiri áhrif. Pað virðist vera miklu erfiðara að fá stelpurnar til að starfa, þær einangra sig miklu frekar í parsamböndum og láta helst sjá sig á böllum. Starfsemi Íslensk-lesbíska lá alveg niðri síðasta sumar og í haust átti að rífa þetta upp en það hefur vægast sagt gengið rnjög illa. Við höfum haft opið hús í Hótel Vík á fimmtudagskvöldum og þá er um leið símatími, en það hefur ekki verið notað mikið. Þróunin hefur verið sú erlendis að lesbíur hafa alltaf klofið sig út úr heildarsamtökum en svona aðskiln- aðarstefna er líka varasöm. Samtökin eru fámenn og okkur veitir ekki af að allir félagarnir taki þar þátt í starfinu. Hins vegar eigum við sum mál sam- eiginleg og önnur ekki, og það geng- ur verr að koma þeim málum á fram- færi fyrir lesbíur því við erum færri.“ ÞRÖNGSÝNT ÞJÓÐFÉLAG afnréttishreyfingin og málefni lesbía, ætti þetta ekki að tengj- ast saman? „Hérna á íslandi er aldrei nokkurn tímann minnst á lesbíur í jafnréttisbaráttuni. Eitt sinn voru all- ar rauðsokkur stimplaðar lesbíur og ef til vill hefur það haft þessi áhrif, það er erfitt að segja. Annars finnst mér ekki vera nein jafnréttisbarátta fyrir hendi hér, það er málið. Þetta eru einhverjar dömur í háum stöðum sem eru með húshjálp heim hjá sér, þetta er ekki nein barátta." - Lokaorð? „Ég vil hafa leyfi til að vera það sem ég er. Ég hef prófað í langan tíma að látast vera eitthvað annað og það var mjög erfitt. Þetta þjóðfélag sem við búum í er alls ekki umburð- arlynt og það er ekki mikill sveigjan- leiki í því, kannski af því að við erum fámenn þjóð. Það er alltaf sagt að Is- lendingar séu svo miklir heimsmenn en í rauninni eru þeir þröngsýnir. Það er rangt sem margir halda að lesbíur séu ógnun við fjölskylduna. Fólk verður að viðurkenna að lesbíur hafa alltaf verið til og verða alltaf til og hafa rétt til þess.“ Katrín Jónsdóttir: Við höfum alltaf verið til og verðum alltaf til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.