19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 66
MALFREYJURNAR Kvennasamtök opin körlum Stjórn Landssamtaka lVIálfreyja. Frá vinstri: Ingveldur Ingólfsdóttir, Kris|tjana Milla Thorsteinsson, Ásdís Helga Jóhannsdóttir, Elsa Lilja Eyjólfsdóttir og Halldóra Arnórs- dóttir. Málfreyjur eru samtök sem opin eru öllum konum og hafa það að markmiði að þjálfa konur í að tjá skoðanir sínar, efla hæfileika þeirra til forystu og stuðla að sjálfsþroska. Fyrirmyndin að Málfreyjusam- tökunum er bandarísk og var upp- runalega stofnuð undir heitinu „International Toastmistress Clubs“, ITC, 1938. Stofnandi ITC var Ernest- ine White sem trúði því að ef allar konur gerðu sér grein fyrir því hvers þær væru megnugar og ef þær legðu sitt besta af mörkum við að miðla öðrum konum af þekkingu sinni og reynslu, þá væru því engin takmörk sett hversu langt þær gætu náð. Á íslandi var fyrsta Málfreyju- deildin stofnuð árið 1973. Hver deild hefur sitt heiti og var sú fyrsta kölluð Puffin. Konurnar sem stofnuðu Puff- in voru allar í tengslum við herinn á Keflavíkurflugvelli og var deildin því enskumælandi. Til gamans má geta þess að samtökin voru í fyrstu oft kölluð „ristabrauðsklúbburinn" vegna nafnsins á samtökunum í Bandaríkjunum en fyrsta alíslenska deildin var síðan stofnuð 1975 í Keflavík og heitir Varðan. Þá voru konurnar í samtökunum orðnar 44 en núna eru þær um 520 og starfa í 25 deildum víðs vegar um landið. Ráð Málfreyja samræmir störf deildanna og eru ráðin nú þrjú, en Landssamtök Málfreyja, sem stofnuð voru 1985, hafa eftirlit með ráðunum. Eftir stofnun Landssamtakanna öðluðust Málfreyjur á íslandi rétt til að gefa kost á sér í alþjóðastjórn Málfreyja sem hefur aðsetur í Anaheim í Kaliforníu. Á síðasta ári var íslensk kona, Erla Guðmunds- dóttir frá Vörðunni í Keflavík, kosin í alþjóðastjórnina. í Alþjóðasamtök- um Málfreyja eru nú um 20.000 félag- ar sem starfa í 1360 deildum, þar af 200 fyrir utan Bandaríkin og Kanada. EKKI SÁTTAR VIÐ KARLA í SAMTÖKIN Aðildarfélögum í Bandaríkjun- um hefur fækkað töluvert en hins vegar hefur orðið fjölgun utan Bandaríkjanna og til að missa ekki sinn sterka sess í alþjóða- stjórninni hafa bandarísku konurnar 66 hafið herferð heima fyrir til þess að auka félagatölu sína. í þeim tilgangi breyttu þær reglum félagsins ásamt nafninu með það fyrir augum að fá karlmenn til að ganga í samtökin. Á ensku heita samtökin nú: „Inter- national Training in Communi- cation“, íslenska nafninu verður því breytt í samræmi við þessa nýju starfshætti og er nú verið að leita að góðu nafni, en ekki eru allar íslensk- ar konurnar sáttar við að hleypa karl- mönnum í samtökin. Forseti Landssamtaka Málfreyja 1986-87 er Ingveldur Ingólfsdóttir í Björkinni í Reykjavík. Ingveldur lét /9. júní í té allar upplýsingar varð- andi starfsemi Málfreyja og byrjaði á því að segja okkur hvers vegna hún sjálf fór í samtökin. Hún sagðist hafa farið til að læra að tjá sig, en að hún hefði einhvern veginn alltaf lent í stjórnunarstörfum. Eftir níu ára þátt- töku sagði hún að nú væri svo komið að sig væri farið að langa til að taka ríkari þátt í verkefnum og ræðum, sem hún hefði farið dálítið á mis við, því að stjórninni væri yfirleitt hlíft við verkefnum. AGI OG FASTAR SKORÐUR Fundir í Málfreyjudeildunum fara fram á hálfs mánaðar fresti og standa þeir yfir í tvær klst. í senn. Fundirnir eru mjög fast- skorðaðir og lögð áhersla á að farið sé eftir siðareglum varðandi embætti. Fundarstjóri er t.d. nefndur „forseti" og er hann alltaf ávarpaður fyrstur þegar einhver ætlar að taka til máls. Sumum konum finnst of mikið af reglum varðandi fundina, en Mál- freyjur telja nauðsynlegt að læra að beita sig aga og þá fyrst geti þær sleppt fram af sér beislinu. Á hverj- um fundi er fyrirfram ákveðið stef sem helst fundinn í gegn. Stefið getur t.d. verið Ijóðlína og fyrir fyrsta fund Bjarkarinnar í mars var stefið: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“ úr Ijóði Jónasar Hallgrímssonar. Út frá stefinu vinna konurnar verkefni sín. Dagskrá hvers fundar er tímasett þannig að flutningsmenn verða að æfa sig vel fyrir fundinn til að tíma- setning haldist. Á hverjum fundi segja allar konur nafn sitt upphátt og standa upp unt leið. Fyrsta verkefni nýrrar konu er yfirleitt ekki yfirgrips- meira en svo að það tekur um 1-2 mínútur í flutningi, en ræður og annað eru sjaldan lengur en fimm mínútur í flutningi. Á dagskrá fund- anna, auk almennra fundarstarfa, eru ræður, hringborðsumræður, pallur sem er nokkurs konar „Kastljós“, upplestur, Ijóðalestur og fleira. Undirbúningstími er unt hálfur mán- uður og hver kona vinnur að verkefni fyrir annan til þriðja hvern fund. Deildarnar hafa aldrei fleiri en 30 konur og ekki færri en 12 til þess að hver einstaklingur fái sem flest tæki- færi til virkrar þátttöku. Þegar kona hefur lokið við að flytja verkefni sitt þá fer fram hæfnismat á framlagi hennar. Ræðan eða verkefn- ið cr metið og flytjanda tjáð hvað hann gerði vel og hvað hefði mátt gera betur. Málfreyjurnar hljóta kennslu í að meta ræðumennsku annarra og er hæfnismatið frumskil- yrði fyrir því að starfið beri árangur. Konurnar læra þannig að vinna í hóp- um og fá styrk og hvatningu hvor frá annarri. Auk þess að þjálfa konur í að tjá sig er lögð áhcrsla á að þær þjálfi sig í skipulagningu og stjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.