19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 28
kynbundið ofbeldi
Hvað er kynbundið ofbeldi?
í yíirlýsingu Sameinuðu þjóðanna
er kynbundið ofbeldi skilgreint sem
„ofbeldi á grundvelli kynferðis sem
leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs,
kynferðislegs eða sálræns skaða
eða þjáninga kvenna, einnig hótun
um slíkt, þvingun eða handahófs-
kennda sviptingu frelsis, bæði í
einkalífi og á opinberum vettvangi."
ast Neyðarmóttöku varðar misneyting-
arákvæðið.
Spurningin er hvort það eigi að vera
meiri glæpur að brjóta á manneskju
sem er vakandi en manneskju sem er
sofandi.
Má nauðga konu með óorð?
Guðrún M. Guðmundsdóttir, mann-
fræðingur, hefur einnig gagnrýnt lög-
gjöfina sem að hennar mati er enn lituð
af hugmyndum um skírlífi frá 19. öld.
Þá hafi litlu skipt hvort samræði fór
fram með eða án vilja beggja aðila
heldur var allt kynlíf utan hjónabands
refsivert. Lækka mátti refsingu eða
fella niður ef konan sem var nauðgað
hafði á sér óorð. Guðrún hefur bent á
að þessi óorðshugmynd lifi enn þar
sem það er minni refsing að nauðga
konu sem er drukkin en að nauðga alls-
gáðri konu sem hefur kannski mögu-
leika á að berjast á móti.
Þetta kemur einnig fram í goðsögn-
um um nauðganir þar sem því er til
dæmis haldið fram að fómarlömb geti
sjálfum sér um kennt ef þau voru of
drukkin.
I Noregi var gerð veigamikil laga-
breyting árið 2000 þar sem mismun-
andi ákvæði voru sett undir einn hatt
og talað um nauðgun. Misneyting er
þvi ekki lengur til í norskum lögum.
Sambærilegar breytingar voru gerðar
í Svíþjóð fyrr á þessu ári. Það er því
kannski engin tilviljun að nú sé kyn-
ferðisbrotakaflinn í endurskoðun hér á
landi.
Deilt um fyrningarfrest
Löggjöf sem varðar kynferðisbrot
gegn bömum hefur breyst nokkuð á
undanfömum árum. T.a.m. var leitt í
lög árið 1998 að kynferðisbrot gegn
bömum byrji ekki að fyrnast fyrr en
bamið er 14 ára en það gildir þá aðeins
um brot sem áttu sér stað eftir laga-
breytinguna. Ágúst Ólafur Ágústsson
þingmaður vill ganga lengra og lagði
fram fmmvarp á síðasta þingi þess efn-
is að kynferðisbrot gegn börnum fym-
ist aldrei. Það þýðir að þolandi geti
hvenær sem er kært brot sem hann
varð fyrir sem barn. Frumvarpið fór í
allsheijamefnd en var ekki afgreitt út
úr henni. Margir vildu ekki ganga jafn
langt og Ágúst Ólafur og lögðu þess í
stað til að brotin myndu byrja að fym-
ast við átján ára aldur í stað fjórtán
ára. Það þýðir að alvarlegustu brotin,
sem fymast á fimmtán ámm, væm því
fymd þegar þolandinn hefur náð 33
28
Ákvæði úr
almennum hegningarlögum
Um nauðganir og misneytingu:
194. gr. Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til
holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi ekki
skemur en 1 ár og allt að 16 áram. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis
með innilokun, lyfjum eða öðram sambærilegum hætti.
195. gr. Hver sem með annars konar ólögmætri nauðung þröngvar
manni til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að
6 áram.
196. gr. Hver sem notfærir sér geðveiki eða aðra andlega annmarka
manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða
þannig er ástatt um hann að öðra leyti að hann getur ekki spornað við
verknaðinum eða skilið þýðingu hans, skal sæta fangelsi allt að 6 áram.
Um kynferðisbrot gegn börnum
200. gr. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt
eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að 8 áram og allt að 12 ára fang-
elsi sé barnið yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðram niðja
en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 2 ára fangelsi og allt að 4 ára
fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4
áram. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri þegar verknað-
ur átti sér stað má ákveða að refsing falli niður að því er þau varðar.
201. gr. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn eða
ungmenni, yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn,
sambúðarbarn eða ungmenni, sem honum hefur verið trúað fyrir til
kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 8 áram og allt að 12 ára
fangelsi sé barn yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt
að 2 áram og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
202. gr. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn,
yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 áram.
Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt
að 4 áram. Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir
ungmenni yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skal
sæta fangelsi allt að 4 áram.
Hver sem greiðir barni eða ungmenni yngra en 18 ára endurgjald gegn
því að hafa við það samræði eða önnur kynferðismök skal sæta fangelsi
allt að 2 áram.
Ákvæði um líkamsárásir
sem heimilisofbeldi fellur undir:
217. gr. Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo
mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuð-
um en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð.
Málssókn er opinber út af broti samkvæmt 1. mgr., og skal mál eigi höfð-
að nema almenningshagsmunir krefjist þess.
218. gr. Hafi maður með vísvitandi líkamsárás valdið öðram manni tjóni
á líkama eða heilbrigði, og þessar afleiðingar árásarinnar verða taldar
honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, þá varðar það fangelsi allt
að 3 áram, eða sektum, ef sérstakar málsbætur era.
Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega
hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð era, svo og
þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá
fangelsi allt að 16 áram.
ára aldri í stað 29 ára aldurs í dag.
I rökstuðningi með framvarpi
Ágústs er m.a. bent á að miðað við
reynslu Stígamóta leiti þolendur sér
oft ekki hjálpar fyrr en eftir þennan
tíma og brotin séu því fyrnd þegar þar
að kemur. Ýmsir hafa þó bent á að
hugsanlega breytist þetta með aukinni
umræðu og fleiri úrræðum.
Alvarlegustu brotin eru aðeins þau
sem fela í sér samræði eða önnur kyn-
ferðismök við barn undir fjórtán ára
aldri. Önnur brot, t.d. kynferðisleg
áritni, geta fymst á mun skemmri
tíma. Þarna er einnig áhersla á hvernig
eitthvað gerist frekar en að um brot sé
að ræða.
Sif Konráðsdóttir hrl. hefur bent á
mál þar sem snerting við kynfæri
stúlku flokkaðist sem kynferðisleg
áreitni þar sem ekki þótti sannað að
farið hefði verið inn í leggöngin. Þar
sem refsimörk við kynferðislegri áreit'
ni eru mun lægri, eða aðeins fjögur ár>
var brotið fyrnt fimm árum eftir að þa°
var framið.
Kynferðislegur lögaldur
Sif hefur einnig gagnrýnt samraeðiS'
aldur en samkvæmt lögum er hann
fjórtán ár. Það þýðir að 14 ára gamalt
barn er talið hafa þroska tii að standa
andspænis fullorðinni manneskju °S
gefa samþykki sitt fyrir kynlífi eða
hafna því. Sif bendir á að í nágranna-
löndunum sé samræðisaldur 15-16 ar
og því hvergi eins lágur og hér á landi-
Dómsmálaráðherra fól refsiréttar-
nefnd að skoða hvort tilefni væri til að
hækka samræðisaldurinn en nefndiþ
skilaði einróma áliti um að svo v®0
ekki. Var m.a. bent á að með því að
hækka kynferðislegan lögaldui- v®rl
stór hópur unglinga gerður að afbrota-
mönnum því að lögin þýða í raun
barn undir 14 ára aldri má ekki stunda
kynlíf. Sif bendir á að þetta megi ve,
koma í veg fyrir eins og gert er * 1 * * * * *
norsku löggjöfinni; með því að láta lö£'
in ekki ná til samræðis jafnaldra eða
jafningja.
Meiri- eða minniháttar árás?
Heimilisofbeldi er ekki skilgreint 1
lögum heldur falla slík brot undir al'
menn ákvæði um líkamsárásir. A(lK
þess getur þurft að ákæra fyrir nauð'
ung, kúgun, kynferðisofbeldi eða ann-
að. Brynhildur Flóvenz, lektor
við
lagadeild Háskóla íslands, hefur bent a
að ríkissaksóknari þurfi að safna sam'
an ákvæðum um alla hegningarlögg)0*'
ina til að ákæra fyrir heimilisofbeldi-
Áverkar skipta mestu máli þegar
metið er hvort árásin flokkist sen1
minniháttar (217. gr.) eða meiriháttar
(218. gr.). Að margra mati ná líkamsar'
ásarákvæðin aðeins utan um það ot'
beldi sem karlar verða fyrir á göt0111
úti. Þau miðist fyrst og fremst við jam'
víga einstaklinga sem lendir saman e°
þegar annar ræðst á hinn. Heimilis01
beldi á sér aftur á móti stað innaj1
veggja heimilisins og í langflestum rl'
vikum er ofbeldismaðurinn karl og þ° '
andinn kona. Það gerir málin síðan en°
erfiðari viðfangs að karlinn og konan
era tengd. .
Sjaldnast tekst að sanna mik
áverka í einu í heimilisofbeldismálu
og þess vegna er vanalega ákært fyrtr
brot á 217. gr. í þeim fáu málum seuj
rata inn til dómstólanna. Þeir sem VI1J _
óbreytta löggjöf hafa bent á að dómS
valdið taki alltaf tillit til þess hvar 0
beldið átti sér stað og hvort mik1^
styrkleikamunur var á ofbeldismannm
um og þolanda. Að mati Brynhildar ®
það ekki nóg heldur þurfi að mar ^
heimilisofbeldi sem sérstakt afbr° •
Þannig verði viðurkennt að þessi b1'0 ^
aflokkur sé til og að hann sé í eðli st
frábrugðinn öðram. Sambærilegir 0 ^
margir flokkar auðgunarbrota. Þa.
ekki einungis ólöglegt að stela
um heldur ná mismunandi ákvæði ý1
skjalafals og vasaþjófnað.
eftir Höllu GunnarsdóttUr