19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 37
stjórnmálakonur og fjölmiðlar Ljóskan, nornin og járnfrúin Helle Thornlng-Smith nýkjörln formaður danska jafnaðarmannaflokkslns. Margir helstu stjórnmála- leiðtogar Danmerkur eru konur. Þær þurfa þó allar að búa við að vera skipað niður á gamla bása, sem járnkonur, piparjómkur, eða heimskar Ijóskur. Sig- ríður Hagalín Björnsdóttir fjallar um staðalímyndir í dönskum stjórnmálum. Mörgum þótti sem ferskir vindar Mésu um danska Jafnaðarmannaflokk- lrm í apríl, þegar Helle Thorning- Schmidt var kosin formaður hans, fyrst kvenna. Flokkurinn hefur gengið í gegnum talsverðar þrengingar á undanförnum arum, eftir að hafa tapað valdataumum 'andsins í hendur hægrimanna árið 2001. Hin næstum óþekkta Thorning- Schmidt kom því fyrir sjónir sem hold- gervingur þeirra breytinga sem stærsti stjórnarandstöðuflokkur Dan- æerkur þyrfti til að ná völdum á ný. Thorning-Schmidt virtist eiga fátt sameiginlegt með forverum sínum í starfi, að minnsta kosti í útliti. Fram til þessa hafa heldur óásjálegir karlar á miðjum aldri gegnt stöðunni, en Thorning-Schmidt er glæsileg kona á fertugsaldri, með smekk fyrir dýrri merkjavöru og tískufatnaði. Hún þó fékk að kenna á klæðaskápn- um fyrir prófkjörið í flokknum. Síðdeg- •sblaðið Ekstra Bladet gekk fram fyrir skjöldu með fyrirsagnir á borð við Gucci-Helle þyrstir í völdin’. Ekstra ^ladet er þekkt fyrir bersögli sem Jaðrar við óskammfeilni, en í þetta skiptið voru aðrir danskir fjölmiðlar ekki seinir á sér að fara að fordæmi Pess. Blaðamenn Berlingske Tidende skrifuðu að ‘Helle Thorning Schmidt tæki sér stöðu í háhælaskóm og dragt eftir nýjustu tísku’. Hún líktist ‘hinni angu eiginkonu forstjórans’, og væri hið pólitíska svar við kröfunni um (uunað fyrir almúgann’. Dagblaðið Politiken, sem telur sig yfirleitt boðbera upplýstrar umræðu í Danmörku, féll jafnvel í sömu gryfj- Píia. ‘Frá og með deginum í dag eru t^ær handtöskur í dönskum stjórnmál- |,m’, rituðu stjórnmálasérfræðingar ulaðsins. Þeir vísuðu þar til Marianne Jelved, formanns Róttæka flokksins, "elsta samherja Jafnaðarmanna á Pingi, sem er sögð sveifla handtösk- Ur>ni í kringum sig og láta engan eiga Peitt inni hjá sér. , Helle Thorning Schmidt var lýst sem Mnni nýju járnfrú Danmerkur’, og ^Uefndur flokksbróðir hennar lýsti uenni þannig við blaðamann Politiken, að ‘hún væri svo ísköld, að jafnvel Ritt Bjerregaard liti út eins og blóðheit kona við hlið hennar’. Eftir nokkur greinaskrif af þessu tagi tóku lesendur blaðsins við sér og rituðu nokkur lesendabréf, þar sem þær mótmæltu þessari meðferð á for- mannsefni Jafnaðarmannaflokksins. Einn þeirra spurði hvort dagblÖð í Danmörku ætluðu enn eina ferðina að detta í þá gryfju að halda því fram, að konur gætu ekki verið gáfaðar, rök- fastar og metnaðargjarnar, án þess að vera úr járni. Það dugði, og innra eftirlit Politiken hóf rannsókn á umfjöllun blaðamanna blaðsins um áhrifakonur í dönskum stjórnmálum. Niðurstaðan var birt í grein í blaðinu skömmu eftir prófkjör- ið, og reyndist áfellisdómur yfir um- fjölluninni um Thorning-Schmidt. Pólitískir blaðamenn blaðsins, nær allir karlmenn, höfðu allir gefið hinum nýja leiðtoga stjórnarandstöðunnar viðurnefni á borð við ‘Gucci-Helle’, ‘Hina talandi brjóstaskoru’, og ‘Hið gangandi fatahengi’. Einn af blaðamönnum Politiken, Nils Thorsen, hóf því leit að svörum við því, hvað karlmenn hefðu eiginlega á móti konum í valdastöðum. Blaðakonan Ulrikke Moustgaard gaf nýlega út bókina ‘Handtaskan, nornin og bláeygðu blondínurnar’ um staðalí- myndir kvenna í stjórnmálum. Hún telur að innst inni sárni mörgum þegar glæsileg, ung kona eins og Helle Thorning-Schmidt komist til valda. „Ég held að innst inni höfum við þá hugmynd að konur og völd eigi illa saman,“ segir hún í viðtali við Politik- en. „Það stuðar marga þegar hin unga Helle Thorning-Schmidt kemst að kjötkötlunum, fram fyrir alla karlana." Moustgaard heldur því fram að fjöl- miðlar víða um heim hafi búið sér til fá- ar einsleitar skilgreiningar á stjórn- málakonum. •„Blondínan“ noti kvenlegan þokka sinn til að komast í áhrifastöður, en hafi ekki heilann til að vita til hvers hún eigi að nota þær. • „Kennslukonan" sé ströng og laus við allan kvenlegan þokka, og svo trú- verðug og samviskusöm að allir sofni áður en hún lýkur máli sínu. •„Járnfrúin" sé hin ískalda kona sem beiti öllum brögðum til að verða sér úti um völd og áhrif. *„Móðirin“ sé hin sanna kona, sem eyði svo miklum tíma í barnauppeldi, matseld og umönnun fjölskyldunnar, að hún hafi engan tíma til að standa í jafnókvenlegu stússi og stjórnmál- um. Hún komist því aldrei til valda, samkvæmt þessum staðlaða hug- myndaheimi. •„Nornin“ sé hinn illi karlhatari, sem „ríður á kústskafti sínu til Blokks- bjargs ... afsakið, Brussel“ eins og Ritzau-fréttastofan ritaði um jafnað- armanninn Ritt Bjerregaard, skömmu áður en hún gerðist fulltrúi Dana í framkvæmdastjói-n Evrópu- sambandsins árið 1994. • „Piparmærin" sé ævinlega spurð að því hvers vegna hún hafi ekki gifst og eigi engin börn. Ritt Bjerregaard vai- löngum einn helsti leiðtogi Jafnaðarmanna, hefur margoft gegnt embætti ráðherra og er nú í framboði til embættis borgarstjóra í Kaupmannahöfn. Hún kveðst kannast við allar þær myndir sem hafi verið dregnar upp af Helle Thorning- Schmidt að undanförnu. „Ég þekki allar þessar lýsingar,“ segir hún. „í tilfelli Helle Thorning er mikið rætt um töskuna. Hún er orðin eins konar myndlíking fyrir allt það sem fólki finnst það ekki mega segja hreint út um eigandann, að hún gangi í of dýrum fötum, hún sé of glæsileg, of klár, og líti of vel út.“ Bjerregaard er nú glæsileg kona um sextugt, en þegar nafn hennar bar fyrst á góma á sjöunda áratugnum, var hún kölluð ‘hin nýja fyrirsæta Jafnað- armannaflokksins’. Hún hefur síðan þjónað undir nær öllum staðalímynd- um danskra fjölmiðla, sem járnfrú, kennslukona og norn. Hún segir sjálf glottandi, að karlar hrökkvi því í kút þegar konurnar taki að keppa við þá um völdin. „Körlum finnst mjög erfitt að þola valdamiklar konur á meðan til eru kon- ur sem laðast að valdamiklum körlum,“ segir hún. „Mér finnst samt margt hafa gerst í stjórnmálum. Aður fyrr var konum sagt að þær gætu aðeins stefnt að varaformannsstöðunni. Þar hefur Helle Thorning í raun og veru brotið ísinn. Hún er ákaflega huguð, en ég held að þetta hefði verið óhugsandi fyrir tíu árum.“ Henrik Qvortrup, ritstjóri hins danska Séð og heyrt og fyrrverandi fj ölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussen, telur hins vegar að stjórnmálakonur hafi enga ástæðu til að kvarta. „Þetta er tómt væl,“ segir hann. „Ég held að konur græði mikið á kynferði sínu, og mér finnst frábært að sífellt fleiri konur nái frama í stjórnmálum. En ég held að konur séu mjög iðnar við að notfæra sér fórnarlambshlutverkið til að koma þeirri hugmynd á framfæri að þær hafi hlotið frama þrátt fyrir kynferði sitt, en ekki í krafti þess.“ Hann viðurkennir að fjölmiðlar hafi tilhneigingu til að skipa þeim niður á ákveðna bása, en segir að þær eigi mun greiðari leið að fjölmiðlum og þar með að kjósendum en kai-lar. Helle Thorn- ing-Schmidt hafi goldið fyrir kynferði sitt og útlit í fjölmiðlum, en engu að síður hafi hún unnið auðveldan sigur á flokksbróður sínum í formannskjörinu, sem er reyndari og þekktari innan flokksins en hún. „Ég held að margh- hafi litið á kyn- ferði hennar sem sjálfstæð rök fyrir því að kjósa hana,“ segir Qvortrup. „Þeir sem segja að hún sé boðberri nýrra tíma, líta ekki síst til þess að hún er kona. Ég held að það verði einnig til að auka möguleika hennar á að leika sama leikinn gagnvart Anders Fogh Rasmussen í næstu þingkosningum.“ (Heimild: Nils Thorsen: ‘Magtens iskolde kæll- inger’, Politiken 23. apríl 2005, 2. hluti, síða 4.) 37

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.