Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 17.12.2010, Qupperneq 12
12 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Töluverðar breytingar þyrfti að gera á málatilbúnaði slitastjórnar Glitnis gegn svo- kallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ef ákveðið yrði að höfða málið á Íslandi. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, en tekur jafnframt fram að hún telji að það mundi ekki útheimta ýkja mikla vinnu. Dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi í New York á þriðjudag og sagði það eiga heima á Íslandi, þar sem stefndu væru allir Íslendingar og Glitnir íslenskt fyrirtæki. Í málinu var Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jóns- syni stefnt til að endurgreiða tvo milljarða dala, jafnvirði um 230 milljarða króna, sem sjömenn- ingarnir voru sakaðir um að hafa sogið út úr bankanum í flóknu samsæri. Slitastjórnin hefur lýst því yfir að haldið verði áfram með málið. Ekki liggur fyrir hvar það verður gert. Enn á eftir að ákveða hvort frávísuninni verður áfrýjað og hefur Steinunn aðspurð ekki viljað útiloka að málið geti verið höfðað annars staðar en á Íslandi ákveði slitastjórnin að una frávísuninni, til dæmis í London. Stefnan í New York er berorð og mun harðorðari en þær sem tíðk- ast hér. Þar er jafnframt notast við hugtök sem ekki eru þekkt í íslenskum rétti. Sumir stefndu eru sagðir hafa verið skuggastjórnend- ur Glitnis og ítrekað er vísað til þess að Ingibjörg Pálmadóttir sé hliðarsjálf eiginmanns síns. „Það má alveg reikna með því að málið yrði lagt upp öðruvísi á Íslandi,“ segir Steinunn. Hún vill ekki segja til um að hvaða leyti málið yrði frábrugðið hér heima. „En atburðarásin sem er lýst í stefnunni er auðvitað eins og hún er,“ segir hún. Hún segir að þótt málið tæki breytingum yrði vinnan við það ekki sérlega flókin. Guðmundur Sigurðsson, laga- prófessor við Háskólann í Reykja- vík, segir ljóst að stefnan hér heima þurfi að byggja á íslenskum rétti. Það ætti þó ekki að vera neitt stórmál. „Auðvitað yrðu menn að færa málið í búning sem harmón- erar við íslenskan skaðabótarétt,“ segir hann. Hann þekki stefn- una ytra þó ekki í þaula og geti því ekki sagt til um nákvæmlega hvaða breytingar þyrfti að gera. Hann segir að vel kunni að vera að yfirbragð stefnunnar úti helgist af því að málinu hafi verið ætlað að fara fyrir kviðdóm. Líklegt sé að það yrði tónað niður hér heima. „Ég held að það yrði engin flug- eldasýning hérna fyrir íslenskum dómstólum.“ stigur@frettabladid.is Gera yrði breytingar á málinu hér heima Reikna má með því að mál slitastjórnar Glitnis gegn sjömenningaklíku Jóns Ás- geirs yrði lagt upp öðruvísi á Íslandi en í New York. Þetta segir formaður slita- stjórnarinnar. Engin flugeldasýning fyrir íslenskum dómstólum, segir prófessor. GLITNIR Sjömenningarnir eru sakaðir um að hafa haft hundruð milljarða króna út úr Glitni með óheiðarlegum aðferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÚTIVIST Allt stefnir í að slegið verði þátttökumet í sundi hjá Görpum í Sunddeild Breiðabliks á Þorláksmessu. Að þessu sinni verður stóra útilaugin undirlögð af um 50 keppendum sem allir keppa í einu, um fimm á hverri braut. Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára og hefur Þorláksmessu- sundið verið þreytt í tvo áratugi. Einnig mætir til leiks góður hópur þríþrautarmanna, en 1.500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í ólympískri þríþraut. Keppni hefst klukkan 8.20 á Þorláksmessu og fer fram í Kópavogslaug. Garpasund á Þorláksmessu: Fimmtíu keppa á tíu brautum KÓPAVOGSLAUG Keppt hefur verið í sundi í lauginni á Þorláksmessu í 20 ár. ALÞINGI Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG, kvaddi sér hljóðs á Alþingi í vikunni til þess að leiðrétta mismæli sem honum urðu á í ræðu- stól Alþingis í síðustu viku. Þar sagði hann að stöður í menntun heim- ilislækna hér á Íslandi væru ekki að fullu mannaðar. „Það er rangt, stöður mennt- aðra heimilislækna á Íslandi eru ekki að fullu mannaðar.“ Ólafur Þór sagði fulla ástæðu til að halda þessu mismæli sínu til haga þar sem mikil umræða færi nú fram um skort á heimilislæknum hér á landi og fyrrgreind ummæli hans urðu meðal annars tilefni frétta hér í Fréttablaðinu nýverið. - pg Ólafi Þór urðu á mistök: Leiðréttir sig ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON Gengur til liðs við SKÝRR Gunnar Ingimundarson mun um næstu áramót láta af störfum sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni- fyrirtækisins HugarAx. Gunnar mun ganga til liðs við Skýrr og stýra þar markaðs- og vörumóttökusviði. Við starfi Gunnars tekur Jón Helgi Einars- son, einn af stjórnendum þar. Þetta var kynnt á starfsmannafundi hjá HugAx í gærmorgun. VIÐSKIPTI KRAFAN SKÝR Mótmæli gegn stríðs- rekstri Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan fóru fram í gær fyrir framan Hvíta húsið í Washington. NORDICPHOTO/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.