Fréttablaðið - 17.12.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 17.12.2010, Síða 18
 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Hlutfallsaukning nýrra bíla hér á landi á þessu ári er með því mesta sem gerist meðal landa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og hátt yfir meðaltali sem hljóðar upp á 5,1 prósents samdrátt milli ára. Þetta má lesa út úr nýjustu tölum ACEA, samtaka evrópskra bílaframleiðenda. Nýskráðum bílum hefur mest fjölgað á Írlandi, eða um 54 pró- sent fyrstu ellefu mánuði þessa árs. Hér á landi nemur fjölgunin 50 prósentum. Danir eru svo í þriðja sæti með tæplega 40 prósenta aukningu. Sé einungis horft til nýskrán- ingar bíla í nóvember er sveifl- an milli ára þó enn meira sláandi. Þá er um þreföldun að ræða bæði á Írlandi og Íslandi. Nýskráning bíla á Írlandi í nóvember í ár var 194,6 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Hér nam aukning í nóvembermánuði árin 2009 og 2010 192 prósentum, fór úr 63 bílum í 184. „Við hjá Öskju teljum að bílasala á Íslandi hafi náð botninum fyrir allnokkru. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið talsverð aukn- ing hjá okkur, bæði í fjölda tilboða til viðskiptavina, heimsóknum í sýningarsali og ekki síst í sölutöl- um,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Hann telur þó einsýnt að næsta ár verði langt undir því sem nauðsynlegt sé til að halda heilbrigðri endur- nýjun í bílaflota landsmanna. „En ég er sannfærður um að árið verður mun betra en 2010.“ Þá staðreynd að söluaukning nýrra bíla er einna mest hér í sam- anburði við aðra markaði Evrópu rekur Jón Trausti til þess að sam- drátturinn hafi orðið svo miklu meiri hér en annars staðar. Þegar horft er til Evrópusam- bandslandanna allra kemur í ljós að nýskráningum fækkar fyrstu ellefu mánuði ársins um 5,7 pró- sent og um 5,1 prósent ef horft er til allra landa EES. Í tilkynningu ACEA kemur fram að allir helstu markað- ir Evrópu hafi dregist saman. Þannig hafi samdráttur í skrán- ingu nýrra bíla í nóvember numið 6,2 prósentum í Þýskalandi, 10,8 prósentum í Frakklandi, 11,5 pró- sentum í Bretlandi, 21,1 prósenti á Ítalíu og 25,5 prósentum á Spáni. Sé hins vegar horft til sölu frá janúar til nóvemberloka eykst sala á Spáni um 5,9 prósent, en sam- dráttur er mestur á Ítalíu, 8,2 pró- sent og í Þýskalandi, 25,2 prósent. olikr@frettabladid.is Nýjum bílum fjölgar mest hér og á Írlandi Framkvæmdastjóri Öskju telur botni í bílasölu hafa verið náð fyrir allnokkru. Tölur bílaframleiðenda sýna að óvíða í Evrópu hefur sala nýrra bíla aukist jafn- mikið milli ára og hér. Írar eru í fyrsta sæti, Íslendingar öðru og Danir í þriðja. Þau lönd EES þar sem bílasala hefur mest sveiflast* Land Jan-nóv ´10 Jan-nóv ´09 Breyting Írland 87.988 57.151 54,0% Ísland 2.881 1.921 50,0% Danmörk 137.505 100.649 36,6% Portúgal 195.321 143.627 36,0% Svíþjóð 259.914 194.040 33,9% ........ Rúmenía 82.069 104.703 -21,6% Þýskaland 2.685.889 3.591.611 -25,2% Ungverjaland 40.770 55.880 -27,0% Búlgaría 14.228 21.129 -32,7% Grikkland 137.808 210.861 -34,6% *Fjöldi nýrra bíla sem seldir hafa verið fyrstu ellefu mánuði 2009 og 2010 og hlutfallsbreyting milli ára. Heimild: Samtök evrópskra bílaframleiðenda, ACEA. SAMGÖNGUR Beygjan á Hringbraut þar sem Vega- gerðin reisti vegrið nýlega hefur hönnunarhraða að hámarki 50 kílómetra á klukkustund. Þar er þó leyfður hámarkshraði 60. Tveir hópar nemenda við Háskóla Íslands unnu að rannsókninni í samgönguverkfræði og var leiðbein- andi þeirra Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor í samgönguverkfræði. Vegriðið sem um ræðir var reist til þess að draga úr slysahættu og var það gert í óþökk borgaryfirvalda og hverfisráðs Hlíða, sem vilja draga úr hámarkshraða á svæðinu. Í skýrslu verkefnisins segir: „Umhugsunarvert er að við hönnun og mannvirkjagerð hafi ekki verið tekið meira tillit til stöðvunarsjónvegalengdar og krappa beygjunnar. Þessar takmarkarnir á stöðvun- arsjónvegalengd ökumanna koma einkum til vegna plássleysis, íbúðarhús eru mjög nálægt veginum auk þess að mikill hæðarmunur er í landslagi þar sem vegurinn hefur verið grafinn niður.“ Umhverfis- og samgönguráð leggur til lækkun hámarkshraða á kaflanum, með hertu eftirliti og hraðamyndavélum. Hringbraut er skilgreind sem þjóðvegur, eða stofnbraut, og þar með undir umsjá ríkisins og Vegagerðarinnar. - sv Hönnunarhraði beygjunnar á Hringbraut er 50 en leyfður hámarkshraði er 60: Borg og hverfisráð ósátt við vegriðið HRINGBRAUT Borgin vill lækka hámarkshraða á Hringbraut úr 60 niður í 50 kílómetra á klukkustund. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÓPAVOGUR Sögunefnd Kópavogs segir ljóst að ekki náist það setta markmið að ljúka á þessu ári við ritun sögu Kópavogs frá 1980 til 2010. Þetta kemur fram í greinar- gerð sem lögð var fram í bæjar- ráði vegna fyrirspurnar Gunnars I. Birgissonar bæjarfulltrúa. Nefndarmenn segja meðal ann- ars heilsubrest söguritarans hafa valdið töfum. Hann hafi í haust skilað heildstæðu handriti verks- ins eins og hann sjái það fyrir sér. „Nefndarmönnum er þó ekki launung á að verkið í heild sinni er talsvert frábrugðið því sem við hefðum kosið hvað úrvinnslu og framsetningu efnisins víkur við, og teljum því að enn sé langur vegur í að verkið teljist tilbúið til útgáfu.“ - gar Sögunefnd telur langt í að Sögu Kópavogs 1980-2010 ljúki: Frábrugðið vilja ritnefndar KÓPAVOGUR Rita á sögu bæjarins frá 1980 til 2010. NEYTENDUR Ný heimasíða, www. gjafahugmyndir.is, hefur verið opnuð til að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að kynna vörur sínar og þjónustu sem gjafir. Fyrirtæki geta skráð vörur og sett inn ákveðin leitarskilyrði á hverja vöru fyrir sig, ásamt mynd. Neytendur geta leitað eftir ýmsum skilyrðum, svo sem skírnargjöf, brúðkaupsgjöf, jólagjöf og fleira. Heimasíðan er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er það Íslenska ljósmyndaþjónustan ehf. sem rekur vefinn. - sv Ný heimasíða opnuð fyrir jól: Hugmyndir að öllum gjöfum BÍLABREIÐA Í nóvember í fyrra voru nýskráðir 63 bílar hér á landi. Í nóvember síðastliðnum var nýskráning nærri þrisvar sinnum meiri, eða 184 bílar. Aukningin nemur 192 prósentum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.