Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 66
42 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR42 menning@frettabladid.is Eyjarnar umhverfis Ísland eru viðfangsefni Lárusar Karls Ingasonar ljósmynd- ara í nýútkominni bók hans, Eyjar. Lárus Karl hefur gefið út nokkrar ljósmyndabækur sem tengjast nátt- úru Íslands á einn eða annan hátt. Hugmyndin að ljósmyndabók um eyjar við Ísland er sprottin af sam- starfi hans við Eimskip. „Ég hef unnið fyrir Eimskip all- lengi og sá meðal annars um að myndskreyta fjögur almanök frá 2003 til 2006 og tók þá loftmyndir af ýmsum stöðum. Í fyrra var ég fenginn til að myndskreyta alm- anakið aftur og þá var ákveðið að þemað yrði eyjar við Ísland. Eðli málsins samkvæmt rötuðu ekki nema tólf myndir í almanakið. Ég hafði hins vegar tekið myndir af talsvert fleiri eyjum og fannst synd að koma þeim ekki að. Ég ákvað því að bæta úr því og gefa út þessa bók. Kosturinn við þetta form er líka sá að maður kemst nær efninu en í almanaki og getur rýnt meira í myndirnar.“ Lárus Karl veit ekki til þess að sambærileg ljósmyndabók um íslenskar eyjar hafi komið út áður. Í bókinni eru á þriðja tug mynda af eyjum umhverfis landið, ásamt stuttum texta á ensku og íslensku um viðkomandi stað. „Eyjarnar eru auðvitað miklu fleiri, það er til dæmis hægt að eyða heilli mannsævi í að mynda eyjarnar á Breiðafirði. Ég ákvað hins vegar að fara þessa leið og það gefur auga leið að þá þurfti maður að velja og hafna.“ Spurður hvort hann eigi sér uppá- haldseyju þarf Lárus Karl ekki að hugsa sig lengi um. „Ég hef ekki komið út í Papey en það situr mjög sterkt í mér að hafa flogið yfir hana. Þetta er stað- ur sem maður man eftir frá því úr barnaskóla, þarna áttu jú munk- arnir að hafa numið land. Ég hélt satt best að segja að þetta væri bara sker en þetta er nokkuð mikil eyja.“ Skrúður í mynni Fáskrúðsfjarðar er honum líka kær. „Ég hafði reyndar komið út í hana áður með félaga mínum og fang- aði þar meðal annars minn fyrsta lunda og ber því hlýjar taugar til Skrúðsins.“ bergsteinn@frettabladid.is Eylönd umhverfis eyland Bækur ★★Stormurinn – reynslusaga ráðherra Björgvin G. Sigurðsson. Ef Storm skyldi kalla Í Þessari snöggsoðnu bók segir frá atburðum í kringum Hrunið frá sjónarhóli Björgvins G. Sig- urðssonar sem þá var viðskipta- ráðherra. Fyrir þá sem enn hafa ekki fengið að vita nóg um niður- lægingu íslenskrar stjórnsýslu í aðdraganda hrunsins er Storm- urinn áhugaverð lesning. Fróðlegast er að lesa lýsingar Björgvins á samskiptum sínum við Ingibjörgu Sólrúnu, Geir H. Haarde og Davíð Oddsson; þrenninguna sem var allsráð- andi í stjórnsýslunni og hélt spilunum svo þétt að sér að Björgvin fékk lítið að vita um stöðu mála í kerfinu sem hann átti að bera ábyrgð á. Mestur þungi er í uppgjör- inu við Ingibjörgu Sólrúnu en Björgvin lætur samþingmann bera vitni um að í þeim samskiptum hafi viðskiptaráðherrann orðið saklaust fórnarlamb hroka og mannfyrirlitningar flokksformannsins. Þessa aðferð notar Björgvin stundum í bókinni til að koma á framfæri því sem hann vill segja en treystir sér ekki til. Þar skín það í gegn að höfundurinn ætlar sér áframhaldandi hlutverk í pólitíkinni. Pólitíkusinn heldur um of aftur af sér í frásögnum og greiningu á atburðum. Fyrir vikið verður frásögnin oft ágripskennd og flatneskjuleg og lesandinn skynjar að höfundurinn lætur það bíða betri tíma að segja söguna alla. Pétur Gunnarsson Niðurstaða: Tilþrifalítil bók. LÁRUS KARL INGASON Hugmyndin að bókinni á rætur að rekja til almanaka sem hann myndskreytti fyrir Eimskip. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PAPEY Uppáhaldseyja Lárusar Karls. Gefðu góðar stundir! Gjafakort í Salinn er jólagjöfin! Þú velur sjálf(ur) upphæðina á gjafakortinu. Gjafakortin koma í fallegum umbúðum og fást í miðasölu Salarins Hamraborg 6, s. 5700400. Opið virka daga kl. 14–18. salurinn.is Opið til 22:00 öll kvöld TILBOÐSVERÐ 4.450 kr. *Fyrra verð: 8.990 GILDIR AÐEINS Í DAG Á meðan birgðir endast 50% AFSLÁTTUR Fleygustu orð, eftirminnilegustu ummæli, snjöllustu tilsvör og sögu- legustu setningar, sem sagðar hafa verið á íslensku frá landnámi til okkar daga. „ Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari leikur ný píanóverk eftir meðlimi í félagsskapanum S.L.Á.T.U.R. í Nor- ræna húsinu á laugardag. Tónlist Sláturmeðlima miðast að útbreiðslu listrænt ágengrar hugmyndafræði og nýsköpun í menningu. Tinna hefur áður unnið með ýmsum Slátur-meðlimum og flytur á tónleikunum verk frá 2009 og 2010 sem flest voru gerð í sam- vinnu við Tinnu. Á tónleikunum mun meðal annars heyrast nýtt verk eftir Hallvarð Ásgeirsson, sem er nýkominn úr tónsmíðanámi frá New York; Guðmund Stein Gunnarsson og Jesper Pedersen. Þá flytur Tinna einnig verk eftir Þráin Hjálmarsson, Pál Ivan Páls- son, Inga Garðar Erlendsson, Þor- kel Atlason, Gunnar Karel Másson og Áka Ásgeirsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og er almennt miðaverð 1.500 krónur. Tónleikagestir eru beðn- ir um að koma ekki með farsíma, boðtæki eða önnur rafeindatæki sem gætu gefið frá sér útvarps- bylgjur. Þá er hefð á jólatónleikum S.L.Á.T.U.R. að klappa ekki, held- ur blístra lágt eftir flutning hvers tónverks. Tinna tekur S.L.Á.T.U.R. TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR Flytur meðal annars verk eftir Hallvarð Ásgeirsson, Guð- mund Stein Gunnarsson og Jesper Pedersen. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSLENSK JÓL Á ENSKU Dr. Terry Gunnell flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á sunnudag um íslenska jólasiði í aldanna rás, frá heiðnum goðum til hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Fyrirlesturinn, sem er á ensku, hefst klukkan 13. Að honum loknum verða léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.