Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2010, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 17.12.2010, Qupperneq 76
 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR Bandaríska blaðið People hefur tekið saman lista yfir það besta á árinu. Sandra Bullock og Elin Nordegren eru í góðum félagsskap. Sandra Bullock var valin kona árs- ins af lesendum People sem er eitt stærsta glanstímarit Bandaríkj- anna. Árið var vissulega storma- samt hjá Bullock og það skiptust á skin og skúrir í lífi hennar. Hún hreppti Óskarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Blind Side en komst skömmu síðar að því að eiginmaður hennar til fimm ára, Jesse James, hafði haldið ítrekað framhjá henni. Hún sótti um skilnað og ættleiddi í kjölfarið stúlkubarnið Louis Bardo. Lesendur People völdu einnig þann skilnað sem kom þeim mest í opna skjöldu. Og þar var efnivið- urinn nægur. Hjónaband Davids Arquette og Courtney Cox þótti hins vegar traust og því voru flest- ir steinhissa á þeim sambandsslit- um. Þessi könnun var reyndar framkvæmd áður en Ryan Reyn- olds og Scarlett Johansson til- kynntu að þeirra hjónaband væri búið. Sú frétt hefur vakið heims- athygli. Elin Nordegren var valin sem Fyrirmynd ársins, en hún þótti standast álagið sem varð við skiln- að þeirra Tigers Woods af stakri prýði. Lesendum People fannst hún komast í gegnum óviðrið með reisn og nú spókar hún sig á háskólalóð í Flórída með suðurafrískum nem- enda. Og á 100 milljónir dollara inni á bankabók. Kim Kardashian var valin við- skiptajöfur ársins en henni tókst það sem flestar bandarískar raun- veruleikastjörnur dreymir um: að breyta ferli sínum í milljón doll- ara viðskiptaveldi. Baráttumaður ársins reyndist síðan verða Bret Michaels, söngvari Poison, sem sigraðist á alvarlegu heilablóðfalli. „Ég vildi ekki að mín yrði minnst fyrir heilablóðfall, ég vill að mín verði minnst fyrir þrautseigju, ástríðu og ást mína á tónlist,“ sagði Brett á sínum tíma. freyrgigja@frettabladid.is Sandra Bullock valin kona ársins og Elin verðlaunuð Tónlist ★★★ Orphic Oxtra Orphic Oxtra Táp og fjör Stórsveitin Orphic Oxtra hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum að undanförnu. Hún spilaði meðal annars við góðan orðstír bæði á Aldrei fór ég suður og Iceland Airwaves. Fjórtán meðlimir eru í sveitinni, kontrabassaleikari, trommu- leikari, píanó- og harmonikkuleikari, fiðluleikari og svo tíu blásarar sem spila á allt frá pikkolóflautu yfir í horn, túbur og trompeta. Meðlimirnir eiga það sameiginlegt að stunda nám við Tónlistarskóla FÍH eða tónlistardeild Listaháskólans. Tónlist Orphic er fjörmikil og lifandi gleði- og danstónlist af balkönskum uppruna, en öll lögin eru samin af meðlimum sveitarinnar. Þetta er skemmtileg tónlist og vel framreidd af krökkunum, sem skiptast á að sýna færni sína með sólóum í þessum níu lögum. Lögin eru hvert öðru hressara. Meðlimir Orphic leika sér töluvert með hraða, styrk og kaflaskiptingar og lauma smá djasskenndri innlifun inn á stöku stað. Á heildina litið litrík og upplífgandi plata, þó að svona tónlist sé auðvitað ennþá skemmtilegri á tónleikum. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fjörmikil og lifandi balkanplata. Útgáfufélagið Kimi Records heldur jóla- og útgáfufögnuð í kvöld með tónleikum á Bakkusi. Hljómsveitirnar sem koma fram hafa allar gefið út efni á árinu hjá útgáfunni. Fram koma The Heavy Experience, Kimono, Miri (dj-sett), Orphic Oxtra, Prin- spóló, Retro Stefson, Reykja- vík!, Stafrænn Hákon og Sudden Weather Change. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast hálf- tíma síðar. Kimi Records verður með plötur hljómsveitanna til sölu á staðnum á góðu verði ásamt öðrum varningi tengdum hljómsveitunum. Kimi Records hefur á árinu gefið út tíu breiðskífur, tvær stuttskífur og tvær smáskíf- ur sem hafa fengið góðar við- tökur. Einnig hefur undirfélag Kimi, Brak hljómplötur, gefið út níu plötur. Á nýju ári eru marg- ar útgáfur fram undan hjá Kimi, þar á meðal nýjar plötur með Sin Fang, Sudden Weather Change og Reykjavík! Jólafögnuður Kimi í kvöld FÓLK ÁRSINS Bret Michaels fékk verðlaun fyrir þraut- seigju ársins, Sandra Bullock er kona ársins og Elin Nordegren fær verðlaun frá People sem Fyrirmynd ársins. Þá þóttu fréttir af skilnaði Courtney Cox og David Arquette mesta áfallið fyrir lesendur glanstíma- ritisins. Jólapappír verð frá 99kr. meterinn* * 5m 489kr. 6m 589kr. 10m 989kr. ALLT FYRIR PAKKANA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.