Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2010, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 17.12.2010, Qupperneq 80
56 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR Hin ofurskakka poppstjarna George Michael verður einn af þremur dómurum í amerísku útgáfunni af X-Factor. Keppnin um hæfileika- ríkasta Ameríkanann verður því hörð á næsta ári. Samkvæmt breska götublaðinu The Sun verður George Michael einn af þremur aðaldómurum í bandaríska X- Factor en keppnin hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bret- landi. The Sun greinir jafnframt frá því að Michael þurfi núna að útvega sér réttu pappírana og það gæti tekið ein- hvern tíma þar sem hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir gáleysislegan akstur undir áhrifum kannabisefna. Og skemmst er að minnast þess þegar Michael var hand- tekinn á almenningsklósetti í Los Angeles fyrir tólf árum. X-Factor er hugarfóstur hins skelegga Simons Cowell sem hefur yfirgefið bandaríska Idol-skipið og stjórnar nýrri stjörnuleit. Eins og einhverjir Íslendingar kunna að muna þá er X-Factor-leikurinn eilítið öðruvísi en Idol-ið, engin aldurstakmörk eru og keppnin er opin einstaklingum sem söngflokkum. Cowell hefur þegar fengið söngfuglinn Cheryl Cole úr Girls Aloud til að fylgja honum vestur um haf en hún er kannski þekkust hér á landi fyrir að vera fyrrverandi eiginkona landsliðsbakvarðarins Ashley Cole. Samkvæmt The Sun hefur Cowell í hyggju að hafa þungavigtarmenn í dómnefndinni hverju sinni og hefur meðal annars rætt við Mick Jagger, forsprakka The Rolling Stones, og Noel Gallagher, höfuðsmið Oasis. Cowell hyggst vinna sjón- varpsstríðið sem búast má við að ríki milli Idol og X-Fact- or þótt þættirnir verði sýndir á sömu sjónvarpsstöðinni. Framleiðendur Idol hafa hins vegar ekki lagt árar í bát þótt Cowell hafi horfið á braut. Leitin hefur enda verið vinsælasta sjónvarpsefni Bandaríkjanna undanfarin ár þótt hæfileikar keppenda séu, að margra mati, ekki eins miklir og í fyrri keppnum. Til að reyna að sporna við hruni fengu aðstandendurnir Steven Tyler, for- sprakka Aerosmith, til að setjast í dómnefndina með Randy Jackson og bættu síðan um betur með Jennifer Lopez. Íslenskir áhugamenn um ameríska stjörnuleit mega því eiga von á góðu á næsta ári því Stöð 2 hefur tryggt sér sýningarrétinn á X-Factor að sögn Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 2, en stöð- in hefur undanfarin ár sýnt frá Idol og mun halda því áfram. freyrgigja@frettabladid.is George Michael í ameríska X-Factor SAFNAR LIÐI Simon Cowell safnar liði fyrir útrás sína til Ameríku og hefur fengið George Michael til að sitja í dóm- nefnd X-Factor, segir í breska blaðinu The Sun. Cowell mun etja kappi við stjörnumprýdda dómnefnd Idolsins en þar hafa tekið sér sæti þau Steven Tyler og Jennifer Lopez auk þess sem Randy Jack- son verður á sínum stað. Leikarinn David Arquette viður- kennir að hafa drekkt sorgum sínum í áfengi eftir að hann skildi við eiginkonu sína og leik- konuna Courtney Cox. Þetta kom fram í viðtali við hinn þekkta útvarpsmann Howard Stern en Arquette vildi ekki fara út í smá- atriði en sagði að hann hefði þurft að leita sér hjálpar vegna áfengisnotkunar. „Ég er búinn að missa tökin á drykkjunni og hef ákveðið að hætta að drekka um tíma,“ segir Arquette en hann hefur sést oft úti að skemmta sér eftir að hann skildi. Cox hefur aftur á móti verið heima og sinnt sex ára dóttur þeirra. Hallar sér að flöskunni HÆTTUR AÐ DREKKA David Arquette missti tök á áfengisneyslunni eftir skilnaðinn. NORDICPHOTOS/GETTY 977 KR. INN OG ALLUR AÐGANGSEYRIR RENNUR TIL STÍGAMÓTA. MIÐASALA HEFST KL. 20 Á SÓDÓMA. 59´S AGENT FRESCO BÁRUJÁRN BLOODGROUP CLIFF CLAVIN DIKTA ENDLESS DARK ENSÍMI HIGH CLASS MONKEY HOFFMAN JÓNAS SIGURÐSSON OG RITVÉLAR FRAMTÍÐARINNAR KRÓNA NOISE SING FOR ME SANDRA XIII ÁRLEGIR GÓÐGERÐATÓNLEIKAR X-INS 977 Í KVÖLD Á SÓDÓMA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.