Fréttablaðið - 22.12.2010, Síða 20

Fréttablaðið - 22.12.2010, Síða 20
20 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Ástandinu í VG eftir hjá- setu þriggja þingmanna við afgreiðslu fjárlaga verður best lýst með að segja að þar sé allt í klessu. Flokk- urinn er einstaklega veik- burða og staða ríkisstjórn- arinnar er eftir því. Ekki er víst að þingmennirn- ir þrír, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdótt- ir, jafnan nefnd þremenningarnir, hafi gert sér fulla grein fyrir þeim áhrifum sem hjásetan um fjárlaga- frumvarpið hefur haft. Trúnaður milli þeirra og forystu flokksins er brostinn, skil milli fylkinga í VG hafa enn skerpst og samstarfs- flokkurinn í ríkisstjórn telur þau ekki lengur til stjórnarliða. AGS og foringjaræði Að morgni fimmtudagsins í síð- ustu viku, daginn sem greidd voru atkvæði um fjárlagafrumvarpið, afhentu þremenningarnir flokks- systkinum sínum yfirlýsingu þar sem ástæður hjásetunnar eru skýrðar. Tvennt segja þau koma til: annars vegar að ríkisstjórnin skuli binda trúss sitt við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og hins vegar að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar séu ekki lýðræðisleg. Um hið fyrr- nefnda segir meðal annars: „Efna- hagsstefnan byggir á því að verja fjármagnskerfið á kostnað vel- ferðarþjóðfélagsins og birtist hún í skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði.“ Um hið síðarnefnda segir: „Vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við gerð fjárlagafrum- varpsins, sem og ýmsum öðrum stórum og afdrifaríkum málum, hafa einkennst af forræðishyggju og foringjaræði frekar en lýðræð- islegri ákvarðanatöku.“ Áfram eins Af viðbrögðum forystumanna ríkisstjórnarinnar að dæma geta þremenningarnir gleymt draumum sínum um öðruvísi vinnubrögð. Áburði um forræð- ishyggju og foringjaræði hefur alfarið verið hafnað og lítur rík- isstjórnin almennt svo á að hún fari vel og lýðræðislega með vald sitt. Ekkert bendir til annars en að það sé líka mat almennra þing- manna Samfylkingarinnar og þess VG fólks sem styður stjórn- ina skilyrðislaust. Ekki er heldur við því að búast að grundvallarbreytingar verði á samstarfinu við AGS. Forystu- menn ríkisstjórnarinnar hafa sagt samstarfið leiðina upp úr öldudalnum. Þótt á því séu gall- ar fylgi því fleiri kostir. Ögmundur Þremenningarnir eru ekki einangraðir í þingflokknum. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur tekið upp hansk- ann fyrir þá, varið þá og útskýrt sjónarmið þeirra. Hefur hann síðustu daga komið fram líkt og talsmaður þeirra Atla, Ásmund- ar og Lilju. „Ég held að menn eigi ekkert að túlka þetta á annan veg en það er meint, sem jákvæða hvatningu inn í stjórnmálin,“ sagði Ögmund- ur við Fréttablaðið á föstudag. Í þingumræðum þann dag sagði hann svo þremenningana hafa fylgt þeim stefnumarkmiðum og hugsjónum sem þeir lofuðu kjós- endum sínum. Sú staðhæfing vekur vitaskuld upp spurningu um hvort Ögmund- ur telji aðra þingmenn flokksins, og hann þar með talinn, hafa með stuðningi við fjárlagafrumvarp- ið svikið sín loforð. Engin gögn sýna að þremenningarnir hafi lofað einhverju öðru en aðrir í VG fyrir kosningarnar 2009. Nefndaformennska endurskoðuð? Atli Gíslason hefur setið á þingi frá 2007 en hann var varaþing- maður kjörtímabilið á undan og settist sem slíkur nokkrum sinn- um á þing. Ásmundur Einar og Lilja voru fyrst kjörin í fyrra. Lilja hafði ekki tekið þátt í starfi VG fyrir kosningar en Ásmundur var meðal annars formaður svæð- isfélags flokksins í Dölunum. Atli og Lilja eru formenn í fasta- nefndum þingsins, Atli í sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd en Lilja í viðskiptanefnd. Þeim störf- um gegna þau í krafti trausts frá félögum sínum í þingflokknum. Viðmælandi úr röðum þingmanna segir að formennska þeirra hljóti að koma til endurskoðunar. Þau geti trauðla gegnt þeim trúnað- arstörfum áfram í harðri and- stöðu við samflokksmenn sína um grundvallarmál. Glámskyggni eða úthugsað? Hér að framan var efast um að þre- menningarnir hefðu gert sér grein fyrir hvaða áhrif hjáseta þeirra myndi hafa á þingflokk þeirra og stjórnarsamstarfið. Sé það raun- in kann pólitísk glámskyggni að skýra gjörðir þeirra. Alls ekki er þó útilokað að þau hafi séð hvern leik fyrir. Að þau hafi vitað að allt færi á annan end- ann. Í því ljósi hafi þau sett fram kröfur sínar um breyttar áherslur og búist við að að þeim yrði geng- ið. Ef ekki, væri stjórnin í vondum málum. Þau hafi verið reiðubúin að taka slíkan slag. Áhrifin og eftir- köstin væru fyrst og fremst vanda- mál annarra. Hörð andstaða Ríkisstjórnin býr við það óvenju- lega hlutskipti að hörðustu and- stöðuna við hana er að finna í hennar eigin röðum. Þekkt er í gegnum söguna að stjórnarliðar séu gagnrýnir á einstaka ákvarð- anir en andspyrna af þeirri tegund sem þingmenn VG hafa viðhaft er einstök. Fyrir vikið er ríkisstjórnin afar veik. Hana skortir nauðsynlegan innri slagkraft sem hefur áhrif á sjálfstraust hennar. Sé gripið til líkingar úr fótbolta má segja að bróðurpartur liðsins geti aldrei gengið að því vísu að tilteknir leikmenn sæki á rétt mark. Við slíkar aðstæður verður leikurinn erfiðari, tvöfalda þarf í vörninni og sækja á færri leikmönnum en ella. Niðurstaða Með hliðsjón af atburðum síðustu daga og yfirlýsingum áhrifamanna í þingflokkum stjórnarflokkanna verður ekki séð að auðveldlega verið barið í brestina. Hafi flokks- foringjarnir í hyggju að láta stjórn- arsamstarfið lifa út kjörtímabilið þurfa veigamiklar breytingar að verða á starfsumhverfi hennar. Þótt spjótin standi nú á Atla, Ásmundi og Lilju hafa Guðfríð- ur, Ögmundur og stundum Jón Bjarnason verið Þrándur í Götu. Ljóst er af öllu að einhver niðurstaða þarf að fást. Hún getur hvorki falist í loðnum yfir- lýsingum stjórnarforystunnar um breytta starfshætti né andspyrnu- hreyfingarinnar um fylgispekt. Hún getur heldur ekki falist í skip- un sáttanefndar. Hver sem hún verður þarf niður- staðan að vera afgerandi. FRÉTTASKÝRING: Deilur innan Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Stjórnarflokkur í klessu Á ÞINGFLOKKSFUNDI Steingrímur, Jón og Ögmundur á þingflokksfundi í apríl á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hin sígilda hnetusteik Hnetusteik (800 gr)...................................... Hnetusteik (500 gr)....................................... Villisveppasósa (400 ml)................................. Villisveppasósa (265 ml)................................. Jóla Chutney (265 ml)....................................... 2.500.- 1.700.- 490.- 290.- 390.- Ljúffeng og næringarrík hátíðarsteik fyrir alvöru sælkera Athugið! Munið eftir að panta steikina tímanlega fyrir jól og áramót Þessi er hentug í jóla- og áramótaveisluna Inniheldur engar mjólkuafurðir, glúten né egg Grænn kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 www.graennkostur.is Fjárlagauppreisnin er þriðja stóra krísan sem Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð gengur í gegnum á rúmlega einu ári. Sú fyrsta birtist með afsögn Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn haustið 2009. Hún átti sér nokkurn aðdraganda. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna höfðu þá um skeið haft efasemdir um að rétt væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem fyrir lágu. Ögmundur fór þar fremstur í flokki en hafði á bak við sig Atla Gíslason, Lilju Mósesdóttur, Ásmund Einar Daðason og til að byrja með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Þegar farið var fram á það að ríkisstjórnin talaði einum rómi fyrir lyktum Icesave-málsins var Ögmundi nóg boðið og hann kaus frekar að víkja úr stjórninni. Sumir töldu það hafa verið gert til að koma í veg fyrir að hún félli. „Við erum öll vinir og félagar og viljum vera það áfram,” sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á leið til fundar með þingflokknum í október í fyrra. Í frétt Fréttablaðsins af málinu sagði að fyrir fundinum lægi að reyna að sætta ólík sjónarmið í flokknum og koma í veg fyrir að ríkis- stjórnin liðaðist í sundur. Það virðist hafa tekist – enda lifir stjórnin enn. Aftur varð hvellur nú í sumar. Þá snerist málið um kaup Magma Energy á HS orku. Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason, Þuríður Backman og þingflokksformaðurinn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir kváðu svo hraustlega að orði að ef ekki yrði undið ofan af kaupunum, sem þau telja ekki sam- ræmast lögum, þá gætu þau tæpast stutt ríkisstjórnina til áframhaldandi setu. Um það mál var skipuð nefnd sem ekki hefur enn skilað af sér. Þessu til viðbótar má nefna Evrópumálin sem enn sér ekki fyrir endann á. Margir þingmanna og sumir ráðherra flokksins eru einarðir andstæðingar þess að Íslendingar séu svo mikið sem í viðræðum við Evrópusambandið um aðild. Þriðja krísan á rúmu ári LILJA MÓSESDÓTTIR, ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON OG ATLI GÍSLASON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.