Fréttablaðið - 22.12.2010, Side 48

Fréttablaðið - 22.12.2010, Side 48
 22. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Unnendur borðspila og leikja hafa ærna ástæðu til að gleðjast því í síðasta mánuði opnaði Nexus sér- hæfða spilabúð. „Eftirspurnin var orðin svo mikil að við skiptum versluninni í tvennt og jukum pláss- ið fyrir spilin umtalsvert,“ segir Gísli Einarsson hjá Nexus. „Við getum nú gert betur fyrir borðspilin, sem taka mikið pláss, og öll hin sérhæfðu spilin okkar, hlutverkaspilin, safnkortaspilin og tindátaleikina, en hvert um sig jafnast á við heilt áhugamál.“ Nýja húsnæðið er við hlið aðalverslunarinnar að Hverfisgötu 103, þar sem (spilaaðstaða) Nexus var áður til húsa. Þar er þó ekki aðeins að finna gott úrval spila, heldur sérstakt spilahorn þar sem gestum og gangandi gefst færi á að spreyta sig. „Svo erum við með stórt Warhammer-borð í búðinni þar sem leikur- inn er kenndur og málningaraðstöðu þar sem menn geta fengið aðstoð við að mála módel, jafnvel einn karl gefins.“ Gísli segir að á laugardögum sé síðan opið hús í búðinni (og í sal Hugleikjafélags Reykjavíkur í sömu byggingu) og sé það ávallt vel sótt. „Hingað kemur fjöldi fólks á öllum aldri og fær aðstoð við að læra að spila og mála módelin,“ segir hann og getur þess að allir viðburðir á vegum Nexus séu auglýstir ræki- lega á Facebook. Spilakennsla og módelgerð Viðskiptavinir fá kennslu í módelgerð og -málun í spilabúð Nexus. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í Warhammer ljúkast upp dyr að spennandi heimum þar sem reynir bæði á ímyndunar- afl og listræna hæfileika leikmanna. „Þetta eru algjörlega ímyndaðir heimar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, eins og sést best af sjálfum íbúunum, álfum, dvergum, drekum og öðrum furðu- verum,“ segir Gísli Einarsson, eig- andi og verslunarstjóri Nexus, um undraheima Warhammer-leikj- anna. Warhammer er yfir þrjátíu ára gamalt tindátaspil frá breska leikjaframleiðandanum Games Workshop. Leikurinn er ætlaður tveimur eða fleiri leikmönnum og skipt upp í tvö lið andstæðra fylk- inga sem samanstanda af ýmiss konar fígúrum, svo sem tindát- um og stórum vígvélum, sem stillt er upp á borði. Leikurinn er síðan spilaður samkvæmt ákveðnum reglum þar til önnur fylkingin hefur sigrað hina. Leiktími ræðst af herkænsku hvers og eins og fer líka eftir stærð herfylkinga, sem verða að vera jafn stórar til að byrja með. Gísli segir að fyrir mörgum sé aðdráttarafl Warhammer þó ekki síður fólgið í módelsmíðinni sem fylgir. „Allar fígúrur, það er að segja tindátar, tæki og tól, eru úr plasti og þarf að setja saman og mála,“ lýsir hann og getur þess að því geti reynt á listræna hæfileika leikmanna, þótt ungur aldur ætti ekki að vera einhver fyrirstæða. „Þvert á móti ættu allt niður í átta ára börn að ráða við þetta og yfir- leitt finnst foreldrum gott að vita til þess að þau séu að dunda sér við módelsmíðar í stað þess að hanga í tölvunni. Hægt er að fá handhæga pakka með tindátum, málningu og pensli til að komast að því hvort módel-dund henti yngsta fólkinu.“ Leikborðin smíðar síðan fólk yfirleitt sjálft frá grunni að hans sögn. „Þá er bara um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn en ég veit til þess að menn hafi notað Legókubba og pappa umbúðir til að búa til sviðs- myndina, gömul virki, skóga og þess háttar.“ Warhammer-línan leggur undir sig stóran hluta í nýrri spilaverslun Nexus. Tvenns konar útgáfur af leiknum fást, Warhammer Fantasy og Warhammer 40.000. „Fyrri út- gáfan rær á svipuð mið og Hringa- dróttinssaga J.R.R. Tolkiens á meðan hin gerist 400 öldum seinna og svipar til Star Wars, nema hvað eyðileggingin er allsráðandi og heimsmyndin talsvert dekkri,“ útskýrir Gísli og getur þess að heimsmynd leikjanna þenjist sí- fellt út þar sem nýjungar bætist stöðugt við leikina. „Þær fást vitan lega hjá okkur,“ segir Gísli og brosir að lokum. Tindátar vígvæðast Gísli gnæfir yfir undraveröld Warhammer. Hann getur þess að í spilabúð Nexus sé margt fleira spennandi á borðstólum og tekur sem dæmi Flames of War sem er nýtt spil sem byggir á síðari heimsstyrjöldinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI á e - r

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.