Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2010, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 22.12.2010, Qupperneq 86
 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR70 sport@frettabladid.is 18 DAGAR GUNNLAUGUR HJÁLMARSSON skoraði fyrsta mark Íslands á HM þegar hann kom Íslandi í 1-0 á móti verðandi silfurliði Tékka í fyrsta leik Íslands á HM í Austur-Þýskalandi 1958. Þetta var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum, Tékkar skoruðu hins vegar næstu átta mörk og unnu 27-17. Leikurinn fór fram 27. febrúar 1958 í Magdeburg. KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson hleypti heimdraganum í sumar eftir frábært tímabil með Snæ- felli þar sem Hólmarar unnu tvö- falt. Hann gekk í raðir sænska liðsins Sundsvall Dragons sem er í toppbaráttu sænsku úrvals- deildarinnar. Hlyni hefur gengið vel að aðlag- ast sænska boltanum en hann hefur farið mikinn. Er með 15,1 stig, 12,4 fráköst og 3,5 stoðsend- ingar að meðaltali í leik. „Mér hefur líkað vistin frábær- lega. Það hefur allt staðið undir væntingum bæði innan vallar og utan. Það er fínn styrkleiki í þess- ari deild þó svo að það séu ekki eintómir snillingar í henni. Munur- inn liggur heilt yfir í því að hér eru margir góðir leikmenn. Kanarnir eru ekki í eins stóru hlutverki og heima á Íslandi,“ segir Hlynur, sem er einnig ánægður með sína frammistöðu það sem af er. Missti mig ekki í golfi og öli „Það hefur gengið vel hjá mér. Ég er töluvert minni en strák- arnir sem ég þarf að dekka en ég bjóst nú við því. Þrátt fyrir hæðar- muninn hefur þetta gengið vel. Ég reyndi líka að koma almennilega undirbúinn til leiks. Var ekki með neinn aumingjagang og var ekki að missa mig í golfi og öli síðasta sumar. Ég sinnti sjálfum mér vel og það skilaði sér,“ segir Hlynur, sem er atvinnumaður í íþróttinni og segist hafa það ágætt. „Ég myndi nú ekki segja að maður verði ríkur af þessu en ég get séð fyrir fimm manna fjöl- skyldu og á smá afgang til að leggja til hliðar. Ég get því ekki kvartað. Það eru líka forréttindi að fá að vera mikið heima með fjölskyldunni enda er ég með stóra fjölskyldu. Ég hef reynt að segja konunni að þó svo ég sé meira heima við þá þurfi ég að hvíla líka en það er lítið hlustað á það,“ segir Hlynur léttur en það er sjaldan langt í húmorinn hjá honum. Það er fín stemning fyrir körfu- bolta í Sundsvall og mæta venju- lega um 2.000 manns á heima- leiki Dragons. Hlynur segir lífið í Sundsvall vera gott þó svo að það sé nokkuð kalt. „Það voru mínus 23 gráður hérna um daginn. Það var ekkert spes. Maður mælir hitann með því að anda inn um nefið. Ef nasirn- ar festast lengi saman þá er mikið frost,“ segir Hlynur og hlær við. „Það er mjög fínt að hafa Jakob og frú hér líka en við búum í sömu blokk og það er mikill samgang- ur á milli. Við skiptumst á að elda og erum mikið saman. Það er afar notalegt.“ Munurinn svipaður og á himninum og hafinu Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hinn 28 ára gamli Hlynur fer í atvinnumennsku en hann var áður í Hollandi. Hann segir mik- inn mun vera á því að spila í Sví- þjóð og Hollandi. „Munurinn er svipaður og á himninum og hafinu. Liðið í Hol- landi var reyndar þokkalegt en umgjörðin er allt önnur og betri hér í Svíþjóð. Svíarnir gera þetta vel og leggja mikið í þetta. Því var ekki að heilsa í Hollandi,“ segir Hlynur sem getur vel hugs- að sér að vera áfram í Svíþjóð. „Ég er með svokallaðan einn plús einn samning. Ég get kom- ist frá liðinu í lok tímabils til liðs í Evrópu en ef ég verð áfram á Norðurlöndunum þá verð ég hér. Hér er gott fyrir barnafjölskyld- ur að vera og okkur líður vel. Ég veit ekki hvort mér býðst eitthvað betra þó svo ég væri vissulega til í að prófa að búa sunnar í Evrópu. Ég er ekkert að bíða eftir tilboði frá liði í efstu deild á Spáni. Ég býst því fastlega við því að vera hér áfram,“ segir Hlynur sem sér ekki eftir því að hafa farið til Sví- þjóðar. „Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki farið fyrr. Ég hefði átt að vera löngu farinn.“ Hlynur mun eyða jólunum í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni enda þarf hann að spila um jólin. Hann stefnir engu að síður á að vera með eins íslensk jól og hann getur. „Það verður lítið um jólafrí hjá mér þar sem leik var frestað og ég þarf því að spila á annan í jólum. Það er sem betur fer heimaleikur því annars hefði ferðalagið þang- að tekið heilan dag. Það er búið að senda okkur hamborgarhrygg og hangikjöt ásamt mörgum lítrum af malti og appelsíni. Þetta verð- ur því í fínu lagi,“ segir Hlynur, sem vill líka prófa að halda sænsk jól. „Ég mun fara á stúfana og athuga hvað Svíarnir borða og svona. Maður verður að vera með í menningunni.“ henry@frettabladid.is Ég hefði átt að fara miklu fyrr út Hlynur Bæringsson hefur gert það gott í sænska körfuboltanum í vetur með Sundsvall Dragons. Hann hefur spilað vel rétt eins og liðið, sem er í toppbaráttunni. Þetta er í annað sinn sem hinn 28 ára gamli Hlynur fer í atvinnumennsku og hann segist sjá eftir því að hafa ekki látið slag standa fyrr á ferlinum. MEISTARI SÍÐASTA VOR Hlynur Bæringsson fagnar hér einum af mörgum sigrum Snæfells á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Gott að sofa í rúminu mínu Snæfelli hefur gengið ótrúlega vel í boltanum hér heima þó að liðið hafi misst Hlyn og Sigurð Þorvaldsson fyrir þetta tímabil. Hlynur vill meina að hann eigi stóran þátt í árangri Snæfells í vetur. „Snæfell leigði af mér húsið mitt í Hólminum og þar búa Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Jón Ólafur Jónsson, Sean Burton og Emil Jóhannsson. Pálmi var að drepast í bakinu í fyrra en er allur annar eftir að hafa komist í almennilegt rúm enda sefur hann í rúminu mínu. Þetta er því mér að þakka,“ segir Hlynur. „Það þýðir ekkert að núlla út mín áhrif til Snæfellsliðsins. Ég er búinn að bjarga heilsunni hjá Pálma og svo hafa strákarnir gott sjónvarp til að horfa á sem léttir þeim lundina. Þeir eru meira að segja með hundinn minn líka. Ég er því enn að skila til Snæfells,“ segir Hlynur, sem hefur ekki áhyggjur af húsinu. „Pálmi sér um að halda strákunum á mottunni og ganga vel um húsið.“ HANDBOLTI Magdeburg hefur komið þægilega á óvart í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Mark- vörður liðsins, Hollendingurinn Gerrit Eijlers, á stóran þátt í gengi liðsins en hann hefur þótt vera með betri markvörðum deildarinnar í vetur. Hann er aðalmarkvörður liðs- ins í vetur en mun fá harða sam- keppni næsta vetur er Björgvin Páll Gústavsson gengur í raðir félagsins. Eijlers óttast ekki samkeppnina heldur bíður hann þvert á móti spenntur eftir því að fá Björgvin til félagsins. „Það eru margir leikir á hverju tímabili og maður á ekki alltaf góðan dag. Við munum bakka hvor annan vel upp,“ sagði Eijlers. „Öll bestu liðin eru með tvo góða markverði og þannig verður það hjá okkur á næstu leiktíð.“ - hbg Gerrit Eijlers: Bíður spenntur eftir Björgvini BJÖRGVIN PÁLL Mun keppa við góðan Hollending hjá Magdeburg. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER FÓTBOLTI Markvörðurinn Albert Sævarsson skrifaði í gær undir nýjan samning við Pepsi-deildar- lið ÍBV. Samningur Alberts við félagið gildir út næsta sumar. ÍBV kom allra liða mest á óvart í Pepsi-deildinni síðasta sumar og Albert átti hugsanlega sitt besta sumar í íslenska boltanum. Hann varði eins og berserkur og átti stóran þátt í frábæru gengi Eyja- manna. Hann var eftir mótið valinn leikmaður ársins hjá ÍBV. Albert, sem hefur leikið 64 leiki fyrir ÍBV, kom til liðsins árið 2008 en lék áður með Grindavík. Albert hefur þess utan reynt fyrir sér í Færeyjum með ágætum árangri. - hbg Góð tíðindi fyrir ÍBV: Albert búinn að framlengja ÖFLUGUR Albert mun verja mark Eyja- manna áfram á næstu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Mótanefnd KSÍ hefur sent frá sér fyrstu drög að leikdög- um vegna Íslandsmótanna næsta sumar. Eins og kunnugt er verð- ur ekki auðvelt að púsla Íslands- móti karla saman vegna þátttöku U-21 árs liðsins á EM sem fer fram í júní. Aðeins tvær umferðir eru áætl- aðar í júní. Þær á að spila 6. júní og 26. júní. Breiðablik er það lið sem líklega verður án flestra leikmanna meðan á EM stendur og eftir stendur sú spurning hvort rétt sé að láta lið sem á nokkra fulltrúa á EM spila meðan á mótinu stendur. Stefnt er að því að hefja Íslands- mótið hjá körlunum hinn 1. maí og lokaumferðin er áætluð 1. október. Í frétt á heimasíðu KSÍ er ítrekað að einungis sé um grunndaga að ræða en ennþá eigi eftir að vinna við hverja umferð fyrir sig með tilliti til óska félaga, ferðalaga og ekki síst sjónvarpsútsendinga. Íslandsmótið hjá konunum hefst á venjulegum tíma, hinn 17. maí, og mótinu hjá konunum á að ljúka 9. september. Fyrsta umferð í bikar keppni karla fer fram 2. maí og önnur umferðin viku síðar. Kon- urnar hefja síðan leik í bikarnum hinn 21. maí. Úrslitaleikur bikarkeppni karla mun líklega fara fram á menningar- nótt eins og stefnt var að að gera með breytingum á ársþingi. Það var ekki hægt síðasta sumar þar sem kvennalandsleikur Íslands og Frakklands var spilaður á menn- ingarnótt. - hbg Drög komin að Íslandsmótunum í knattspyrnu: Ballið byrjar 1. maí BYRJA Á STÓRLEIK Íslandsmeistarar Breiðabliks byrja Íslandsmótið á því að taka á móti KR-ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.