Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1960, Side 6

Sameiningin - 01.04.1960, Side 6
4 Sameiningin liggur eftir hann mikill fjöldi blaða- og tímaritsgreina um ýmis efni. Hann var ritstjóri Sameiningarinnar í mörg ár. í því hefti blaðsins, sem nú er í prentun, birtist páska- hugleiðing eftir hann, en honum auðnaðist ekki að sjá hana. „Dauðinn er uppsvelgdur í sigur,“ er síðasta orð hans til lesenda blaðsins. Er vart hægt að hugsa sér fegurri kveðju- orð né tilhlýðilegri, eins og komið er. Vér, sem áttum sam- leið með honum, í söfnuði hans og í kirkjufélaginu, þökkum störf hans og munum á meðan vér erum ofar moldu minn- ast hans sem vors elskaða bróður, sem var trúr aðstoðar- maður og samverkamaður í þjónustu Drottins. (Kol. 4:7). Vér þökkum Guði þá gæfu, sem hann naut í starfi sínu og einkalífi. Sjálfur taldi hann sig gæfumann og var þakk- látur Guði og mönnum. Tvímælalaust taldi hann það mestu tímanlega gæfu sína, er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Ingibjörgu Jóhönnu Pétursson, en þau áttu farsæla samleið um rúmlega 38 ára skeið. Eins og öllum á þessum slóðum er kunnugt, er hún hin mikilhæfasta kona og hefir reynzt manni sínum samhent í öllu starfi hans. Til hennar sótti hann styrk, leiðbeiningu og uppörvun. Skömmu áður en hann hvarf út í óminnislöndin vottaði hann henni hjart- næmar þakkir fyrir ástúð hennar og umönnun alla. Fyrri konu sína, Halldóru Ingibjörgu Hailson, sem hann kvæntist 1907, missti hann unga frá þremur ungum dætrum. Ein þeirra, Evangeline Vigdís, hin efnilegasta stúlka, lézt er hún var aðeins 19 ára. Hinar dæturnar eru Freyja Eleanor, Mrs. E. C. Thomas, búsett í Pretoria, Afríku, og Josephine Sigríður, Mrs. P. L. Simonsen, sem á heima í Winnipeg. Tveir synir af síðara hjónabandinu, þeir Karl Jóhann og Jón Ólafur, eru hér staddir í dag. Vér þökkum Guði þá fullvissu, að dauðinn er upp- svelgdur í sigur. Um það bil er dagur rann síðastl. þriðju- dag (21. marz) losnaði sál hans úr böndum líkamans. Sál hans flaug inn í dagsljósið. Þetta er táknrænt um ævi hans og störf. Hann lifði til þess að leiða menn inn í ljósið. Nú er hann sjálfur á undan oss genginn inn í ljós páska- sólarinnar og eilifa lífsins. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.